Innlent

Nafn mannsins sem lést í slysi á Suður­lands­vegi

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Maðurinn hét Einar Guðni Þorsteinsson. 
Maðurinn hét Einar Guðni Þorsteinsson. 

Maðurinn sem lést í umferðarslysi á Suðurlandsvegi skammt við Pétursey þann 29. janúar síðastliðinn hét Einar Guðni Þorsteinsson.

Mbl.is greinir frá. Einar var fæddur árið 1958 og var búsettur í Vík í Mýrdal. Hann lætur eftir sig eiginkonu og fjögur börn.

Slysið varð á sjöunda tímanum þetta kvöldið þegar dráttarvél og jeppi rákust saman á veginum. Einar var úrskurðaður látinn á vettvangi. Fjórir voru fluttir með þyrlu á Landspítalann.


Tengdar fréttir

Bænastund í Vík vegna ökumannsins sem lést

Erlendir ferðamenn voru um borð í jeppa sem skall saman við dráttarvél austan Sólheimasands á Suðurlandsvegi í gær. Ökumaður dráttarvélarinnar lést í árekstrinum. Erfiðar aðstæður voru í suðaustanáttinni á vettvangi þegar slysið varð. Boðað hefur verið til bænastundar í Víkurkirkju í Mýrdalshreppi í kvöld.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×