Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Sindri Sindrason les fréttir í kvöld.
Sindri Sindrason les fréttir í kvöld. Vísir

Slökkvilið berst nú við eldsvoða á horni Fellsmúla og Grensásvegar. Um talsverðan eld er að ræða og allt tiltækt slökkvilið er á svæðinu. Við verðum í beinni frá vettvangi í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Sérsveit Ísraelshers réðst inn í Nasser sjúkrahúsið í borginni Khan Younis á Gasa síðdegis. Sjúkrahúsið er eitt fárra sem enn er starfhæft. Við ræðum við eina úr hópi Íslendinga sem mun aðstoða tólf manns yfir landamærin á næstu dögum

Fyrstu umræðu um frumvarp ríkisstjórnar um uppkaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík lauk í dag en fjármálaráðherra vonar að frumvarpið geti orðið að lögum fyrir lok næstu viku. Heimir Már Pétursson verður í beinni frá Alþingi og ræðir við formann efnahags- og viðskiptanefndar um fjölda athugasemda við frumvarpið.

Þá verðum við einnig í beinni frá Grand hótel þar sem fyrirtækjaeigendur í Grindavík funda um framtíð atvinnustarfsemi í bænum og heyrum í ljósmóður um sláandi niðurstöður nýrrar könnunar sem sýnir að mikill meirihluti stéttarinnar telur að öryggi mæðra hafi verið stefnt í hættu vegna manneklu.

Þá kemur formaður Rafiðnaðarsambandsins í myndver þar sem fagfélögin eru farin að huga að mögulegum verkfallsaðgerðum og við ræðum við mann sem þjáist af taugasjúkdómi og vill geta orðið sér úti um kannabis við verkjum á löglegan hátt.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×