Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld.

Fyrirtækjum í Grindavík er að blæða út vegna andvaraleysis stjórnvalda að sögn forsvarsmanna tæplega hundrað og fimmtíu fyrirtækja í bænum. Kallað er eftir auknu aðgengi, skýrarisvörum og samráði. Eigi Grindavík að lifa áfram sem bæjarfélag þurfi að halda atvinnulífinu gangandi.

Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og fáum viðbrögð frá ríkislögreglustjóra í beinni.

Forysta stéttarfélaga innan breiðfylkingarinnar segir aðgerðir félaganna verða samræmdar komi til þess að boðað verði til verkfalla. Þau vona að hægt verði að ganga til samninga á ný en segja ljóst að fyrirvari Samtaka atvinnulífsins um sjálfstæði Seðlabankans standist ekki. Heimir Már Pétursson fer yfir viðkvæma stöðu í kjaraviðræðum.

Vonir um loðnuvertíð eru að glæðast og Kristján Már Unnarsson mætir í myndver og fer yfir stöðuna í loðnuleit. Þá verður rætt við þjóðfræðing um auknar vinsældir valentínusardagsins og við verðum í beinni útsendingu frá öskudagsballi.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×