Innlent

Trúnaðar­ráð VR veitir heimild til að­gerða

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir breiðfylkinguna nú ráða ráðum sínum og kanna vilja baklandsins í hreyfingunni.
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir breiðfylkinguna nú ráða ráðum sínum og kanna vilja baklandsins í hreyfingunni. Stöð 2/Arnar

Trúnaðarráð VR mun hafa veitt samninganefnd VR heimild til aðgerða eftir fund ráðsins í gærkvöldi.

Þetta herma heimildir RÚV. Breiðfylkingin svokallaða, aðildarfélög innan ASÍ slitu í síðustu viku viðræðum við Samtök atvinnulífsins um nýja kjarasamninga eftir árangurslaus fundahöld. Viðræðurnar strönduðu á kröfu breiðfylkingarinnar um forsendur samninganna, það er að segja um áhrif þróunar verðbólgu og vaxta á samningana.

Nú hefur samninganefnd VR í það minnsta verið falin heimild til aðgerða sem gætu meðal annars falið í sér verkfallsboðanir, náist ekki að semja.


Tengdar fréttir

Ásgeir segir forsenduákvæði ekki hagga Seðlabankanum

Seðlabankastjóri segir Seðlabankann ekki skipta sér af því hvernig samið er um laun á vinnumarkaði enda ekki aðili að samningunum. Í forsenduákvæðum samninga væri hins vegar eðlilegra að miða við þróun kaupmáttar og verðbólgu en vaxtastefnu bankans.

Breiðfylkingin segir SA eiga næsta leik

Forystufólk breiðfylkingarinnar kom saman til fyrsta fundar innan eigin raða eftir að þau lýstu viðræðurnar við SA árangurslausar síðast liðinn föstudag. Þá lá fyrir samkomulag um launaliðinn og samningstíma til fjögurra ára



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×