Hanna skartgripi í Dúbaí: Flughjón vilja verða veldi Stefán Árni Pálsson skrifar 12. febrúar 2024 20:01 Fjölskyldunni líður vel í Dúbaí. „Markmiðið er að afla tekna á meðan við sofum,“ segir Þóra Eiríksdóttir sem býr ásamt eiginmanni sínum, Hannesi Inga Guðmundssyni, og þremur börnum þeirra í arabíska furstadæminu Dúbaí. Þau fluttu þangað í desember 2011 eftir að Hannes fékk vinnu sem flugmaður hjá hinu virta flugfélagi Emirates. Heimsfaraldurinn hristi upp í þeim hjónum, en þá var fjölmörgum sagt upp hjá Emirates - eins og öðrum flugfélögum í heiminum. Hannes hélt vinnunni en launin voru skert um helming. Þá skapaðist skyndilegt svigrúm í lífi þeirra sem þau nýttu líklega betur en flestir. Þau stofnuðu heilsufyrirtæki, fóru að hanna skartgripi, hann fór að læra forritun, hún að skrifa barnabók og ótal margt fleira. „Ég er orðinn fertugur núna, en ég ætla aldrei að hætta að læra,“ segir Hannes. „Þú getur tekið bara eitthvað námskeið í eitt ár og opnað nýtt fyrirtæki og prófað það.“ Eftir Covid vildu þau ekki binda sig Í fyrsta þætti af fimmtu seríu af Hvar er best að búa? heimsækir Lóa Pind Aldísardóttir Þóru, Hannes og börnin þeirra þrjú til Dúbaí. Lífið og Covid kenndi þeim að engin ástæða væri til að binda sig við einn starfsferil í lífinu og þau eru því með fjölmörg járn í eldinum í dag. Enda ætla þau ekki að búa í Dúbaíað eilífu, planið er að flytja sig um set innan tíðar og þau vilja geta notið lífsins - án þess að Hannes þurfi að vera langdvölum frá heimilinu. „Okkur langar líka til að vera með svona fasteignaportfólíó og fjárfesta í eignum og að það verði svona eitt eggið í körfunni. Okkur langar ekki að gera bara eitthvað eitt. Okkur langar bara að vera með eitthvað veldi,“ segir Þóra sposk á svip. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi og má sjá brot úr honum hér að neðan. Klippa: Hanna skartgripi í Dubaí Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk og fjölskyldur sem framfleytir sér á flugi, hönnun, örorkulaunum, fyrirlestrum um Spotify, almannatengslum og leikskólakennslu, verksmiðjuvinnu, skólavinnu og háskólakennslu, ferðaþjónustu á exótískum stöðumi, leiklist, heimspeki, þróunaraðstoð og býr í stórborgum, litlum borgum, sveit, húsbíl og strandbæ á Srí Lanka, Korfú og í Dúbaí, Finnlandi, Síerra Leóne, Frakklandi og Tókýó. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 1. þáttar Ívar Kristján Ívarsson, klippingu annaðist Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Lífið Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Menning Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Fleiri fréttir Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Sjá meira
Þau fluttu þangað í desember 2011 eftir að Hannes fékk vinnu sem flugmaður hjá hinu virta flugfélagi Emirates. Heimsfaraldurinn hristi upp í þeim hjónum, en þá var fjölmörgum sagt upp hjá Emirates - eins og öðrum flugfélögum í heiminum. Hannes hélt vinnunni en launin voru skert um helming. Þá skapaðist skyndilegt svigrúm í lífi þeirra sem þau nýttu líklega betur en flestir. Þau stofnuðu heilsufyrirtæki, fóru að hanna skartgripi, hann fór að læra forritun, hún að skrifa barnabók og ótal margt fleira. „Ég er orðinn fertugur núna, en ég ætla aldrei að hætta að læra,“ segir Hannes. „Þú getur tekið bara eitthvað námskeið í eitt ár og opnað nýtt fyrirtæki og prófað það.“ Eftir Covid vildu þau ekki binda sig Í fyrsta þætti af fimmtu seríu af Hvar er best að búa? heimsækir Lóa Pind Aldísardóttir Þóru, Hannes og börnin þeirra þrjú til Dúbaí. Lífið og Covid kenndi þeim að engin ástæða væri til að binda sig við einn starfsferil í lífinu og þau eru því með fjölmörg járn í eldinum í dag. Enda ætla þau ekki að búa í Dúbaíað eilífu, planið er að flytja sig um set innan tíðar og þau vilja geta notið lífsins - án þess að Hannes þurfi að vera langdvölum frá heimilinu. „Okkur langar líka til að vera með svona fasteignaportfólíó og fjárfesta í eignum og að það verði svona eitt eggið í körfunni. Okkur langar ekki að gera bara eitthvað eitt. Okkur langar bara að vera með eitthvað veldi,“ segir Þóra sposk á svip. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi og má sjá brot úr honum hér að neðan. Klippa: Hanna skartgripi í Dubaí Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk og fjölskyldur sem framfleytir sér á flugi, hönnun, örorkulaunum, fyrirlestrum um Spotify, almannatengslum og leikskólakennslu, verksmiðjuvinnu, skólavinnu og háskólakennslu, ferðaþjónustu á exótískum stöðumi, leiklist, heimspeki, þróunaraðstoð og býr í stórborgum, litlum borgum, sveit, húsbíl og strandbæ á Srí Lanka, Korfú og í Dúbaí, Finnlandi, Síerra Leóne, Frakklandi og Tókýó. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 1. þáttar Ívar Kristján Ívarsson, klippingu annaðist Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2.
Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Lífið Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Menning Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Fleiri fréttir Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Sjá meira