Lífið

Fékk sér fiski­bollur með starfs­fólki HS veitna

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Katrín hélt upp á bolludaginn með starfsfólki HS veitna.
Katrín hélt upp á bolludaginn með starfsfólki HS veitna. Vísir/Vilhelm

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra leit við á starfsstöð HS veitna í dag þar sem boðið var upp á fiskibollur í tilefni dagsins.

Starfsfólkið hefur unnið hörðum höndum að því undanfarna daga að reyna að koma aftur á heitu vatni á Suðurnesjum. Katrín þakkaði fólkinu fyrir og sagði ljóst að þrjátíu þúsund manns á Reykjanesi væru full af þakklæti fyrir framlag starfsfólksins.

Katrín nýtti tækifærið og fékk sér fiskibollur í hádegismatinn í mötuneyti HS veitna. Áður en yfir lauk smakkaði hún líka á sætari bollum sem voru í boði fyrir starfsfólk.


Tengdar fréttir

Í­búar verði að vera heima þegar vatnið kemur aftur á

Arinbjörn Snorrason, fulltrúi almannavarna, segir mikilvægt að Suðurnesjamenn séu heima hjá sér og fylgist með þegar verið er að hleypa heitu vatni aftur inn á kerfin eftir viðgerð á Njarðvíkurlögn.

Heitt vatn komið í öll hús fyrir lok dags

Heitavatnslögnin frá Svartsengi til Fitja er komin í lag og streymir heitt vatn nú inn í hús. Vonast er til að heitt vatn verði komið í öll hús fyrir lok dags og er fólki bent á að vera vakandi fyrir því hvort vatn flæði eðlilega inn í húsin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×