„Hér er um lengri tíma viðburði að ræða“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 11. febrúar 2024 21:00 Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri ræddi nýbyggðan vinnuveg og byggingu heitavatnslagnanna á Suðurnesjum í Kvöldfréttum. Vísir Orkumálastjóri segir ljóst að atburðirnir á Suðurnesjum komi til með að endurtaka sig og mikilvægt sé að innviðir séu undir það búnir. Vinnuvegur var lagður í nótt ofan á hraunið sem flæddi yfir Grindavíkurveg í núliðnu eldgosi. Sindri ræddi við Höllu Hrund Logadóttur orkumálastjóra í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir það kraftaverk að búið sé að leggja veginn yfir hraunið. Unnið er að því að byggja nýja heitavatnslögn frá Svartsengi. „Staðan er sú að það er búið að sjóða mikið af þessum rörum saman. Þetta eru tólf metra rör sem er verið að sjóða saman. Og það voru eftir um níu suður, eitthvað svoleiðis. Og þá erum við að tala um að það á eftir að draga rörin og tryggja að þau nái yfir þessa fjögur til fimm hundruð metra sem voru eftir,“ segir Halla. Hún segir að ef vel gangi komist hiti á fyrr en síðar. Við hljótum að læra mjög hratt hvernig á að bregðast við þessum aðstæðum því þær eru að koma upp aftur og aftur. Finnst þér eins og við séum undirbúin fyrir þessar hamfarir? „Auðvitað eru náttúruhamfarir alltaf óvæntar að einhverju leyti en ég held að það skipti miklu máli að við erum að horfa á atburði sem munu koma til með að endurtaka sig. Og þess vegna þurfum við að passa upp á að verja þessa lögn,“ segir Halla. Steypa þurfi í kring um hana og sömuleiðis þurfi að setja nýja kaldavatnslögn til að tryggja að ef nýtt hraun kæmi myndi það ekki skemma fyrir. Þá sé mikivægt að passa upp á að til sé meiri og betri búnaður til að hita lykilinnviði, eins og skóla og hjúkrunarheimili. Heitt vatn frá fleiri stöðum en Svartsengi „Ég get hins vegar sagt þér að góðu fréttirnar eru að við höfum verið að ýta á lághitaátak,“ segir Halla og að í því felist að sækja hita á fleiri stöðum á Reykjanesi. „Og [við] höfum verið að draga að aðila eins og ÍSOR og fyrirtækin með okkur hérna. Og við vonum að það átak fari hratt og vel af stað núna í vikunni þannig að heimilin hafi aðgengi að heitu vatni frá fleiri stöðum en bara Svartsengi.“ Halla segir marga koma að því verkefni sem nú er fyrir höndum. Fyrirtæki, Almannavarnir og her af fagfólki. Þekking þeirra þurfi að dragast inn í alla ákvörðunartöku og mikilvægt sé að vera vel undirbúin. „Og þó að þessi hrina gangi yfir núna skiptir gríðalega miklu máli að við séum að hugsa að hér er um lengri tíma viðburði að ræða og þetta eru ákveðnir grundvallarinnviðir fyrir samfélagið. Ekki bara til skemmri tíma heldur um alla framtíð.“ Hægt er að horfa á viðtalið hér að neðan, sem hefst skammt fyrir þriðju mínútu. Orkumál Reykjanesbær Vogar Suðurnesjabær Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Fleiri fréttir Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Sjá meira
Sindri ræddi við Höllu Hrund Logadóttur orkumálastjóra í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir það kraftaverk að búið sé að leggja veginn yfir hraunið. Unnið er að því að byggja nýja heitavatnslögn frá Svartsengi. „Staðan er sú að það er búið að sjóða mikið af þessum rörum saman. Þetta eru tólf metra rör sem er verið að sjóða saman. Og það voru eftir um níu suður, eitthvað svoleiðis. Og þá erum við að tala um að það á eftir að draga rörin og tryggja að þau nái yfir þessa fjögur til fimm hundruð metra sem voru eftir,“ segir Halla. Hún segir að ef vel gangi komist hiti á fyrr en síðar. Við hljótum að læra mjög hratt hvernig á að bregðast við þessum aðstæðum því þær eru að koma upp aftur og aftur. Finnst þér eins og við séum undirbúin fyrir þessar hamfarir? „Auðvitað eru náttúruhamfarir alltaf óvæntar að einhverju leyti en ég held að það skipti miklu máli að við erum að horfa á atburði sem munu koma til með að endurtaka sig. Og þess vegna þurfum við að passa upp á að verja þessa lögn,“ segir Halla. Steypa þurfi í kring um hana og sömuleiðis þurfi að setja nýja kaldavatnslögn til að tryggja að ef nýtt hraun kæmi myndi það ekki skemma fyrir. Þá sé mikivægt að passa upp á að til sé meiri og betri búnaður til að hita lykilinnviði, eins og skóla og hjúkrunarheimili. Heitt vatn frá fleiri stöðum en Svartsengi „Ég get hins vegar sagt þér að góðu fréttirnar eru að við höfum verið að ýta á lághitaátak,“ segir Halla og að í því felist að sækja hita á fleiri stöðum á Reykjanesi. „Og [við] höfum verið að draga að aðila eins og ÍSOR og fyrirtækin með okkur hérna. Og við vonum að það átak fari hratt og vel af stað núna í vikunni þannig að heimilin hafi aðgengi að heitu vatni frá fleiri stöðum en bara Svartsengi.“ Halla segir marga koma að því verkefni sem nú er fyrir höndum. Fyrirtæki, Almannavarnir og her af fagfólki. Þekking þeirra þurfi að dragast inn í alla ákvörðunartöku og mikilvægt sé að vera vel undirbúin. „Og þó að þessi hrina gangi yfir núna skiptir gríðalega miklu máli að við séum að hugsa að hér er um lengri tíma viðburði að ræða og þetta eru ákveðnir grundvallarinnviðir fyrir samfélagið. Ekki bara til skemmri tíma heldur um alla framtíð.“ Hægt er að horfa á viðtalið hér að neðan, sem hefst skammt fyrir þriðju mínútu.
Orkumál Reykjanesbær Vogar Suðurnesjabær Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Fleiri fréttir Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Sjá meira