Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sindri Sindrason les fréttir í kvöld.
Sindri Sindrason les fréttir í kvöld. Vísir

Tugir manna vinna allan sólarhringinn við varasamar aðstæður að nýrri hjáveitulögn á Reykjanesi. Þá var vinnuvegur lagður í nótt ofan á heitt hraunið sem rann yfir Grindavíkurveg í síðustu viku. Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri fer yfir málið í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Edda Björk er einn sex grunaðra í rannsókn lögreglunnar í máli er varðar þrjá drengi hennar en hún segir ömurlegt að börnin hennar lýði fyrir brot sem hún framdi. Rætt verður við hana í kvöldfréttunum. 

Við förum yfir stöðu mála á Gasaströndinni og heyrum í konu sem hefur verið þar síðustu vikuna að hjálpa fjölskyldum að komast út af ströndinni. 

Norrænni deilu um hvort taka eigi lítinn rauðan límmiða af iittala glösum verður brátt lokið því rauðu miðarnir eru á undanhaldi. Finnski risinn hefur breytt allri hönnun á þessu rótgróna vörumerki og segir hönnunarstjóri á Íslandi, ákvörðun þessa vera djarfa. 

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×