„Þetta er óþarfa tjón“ Árni Sæberg skrifar 11. febrúar 2024 13:16 Hlökk Theodórsdóttir skipulagsfræðingur og Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Bylgjan Jarðeðlisfræðingur segir andvaraleysi hafa ríkt í skipulagsmálum með tilliti til náttúruvár. Til að mynda hefði verið hægt að koma í veg fyrir tjón í Grindavík. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi ásamt Hlökk Theodórsdóttur skipulagsfræðingi. Þau ræddu skipulagsmál og byggðaþróun á suðvesturhorninu í ljósi þeirra náttúruhamfara sem riðið hafa yfir undanfarið. Páll segir þjóðina nú vera að súpa seyðið af andvaraleysi í byggðaþróun vegna þess hversu róleg tuttugasta öldin var hvað varðar náttúruvá. „Ég er hræddur um að við höfum ekki alveg dregið réttar ályktanir, hvernig ætti að byggja þetta upp og hvaða langtímahugsun skipti máli. Síðan hafa náttúrlega riðið yfir alls konar náttúruhamfarir sem við erum að læra af hægt og rólega, að sumra mati óþarflega hægt. Við sitjum uppi með gamlar syndir sem voru drýgðar þegar menn vissu ekki betur.“ Rangar ályktanir dregnar með alvarlegum afleiðingum Í því samhengi segir Páll að koma hefði mátt í veg fyrir það tjón sem orðið hefur í Grindavík undanfarið, ef byggð hefði verið skipulögð með tilliti til náttúruvár. „Stundum kemur í ljós að við höfum hreinlega dregið rangar ályktanir. Ég held til dæmis að tjónið í Grindavík í sé af þessu tagi. Þetta er tjón sem við hefðum átt að gera fyrirbyggt, sem sé fyrir fram. Við getum orðað þetta þannig, ef við erum svolítið óþverraleg í hugsun, að þetta er óþarfa tjón.“ „Ekki lófastór blettur“ Hlökk segir að ærið verkefni sé að skipuleggja byggð hér á landi þar sem náttúruvá leynist víða. „Það er nánast því, með smá ýkjum, ekki lófastór blettur sem við getum skipulagt byggð á á Íslandi þar sem er ekki ein eða fleiri náttúruvár til að takast á við og taka tillit ti,l við það hvernig við útfærum og þróum byggð. Það er eitt sem við megum ekki gleyma í þessu tilliti, af því að við erum líka að tala um eldvirkni hér, ekki bara sprungurhreyfingar, er hvað hún er nú illfyrirsjáanleg.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Féll í sprungu í Grindavík Skipulag Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi ásamt Hlökk Theodórsdóttur skipulagsfræðingi. Þau ræddu skipulagsmál og byggðaþróun á suðvesturhorninu í ljósi þeirra náttúruhamfara sem riðið hafa yfir undanfarið. Páll segir þjóðina nú vera að súpa seyðið af andvaraleysi í byggðaþróun vegna þess hversu róleg tuttugasta öldin var hvað varðar náttúruvá. „Ég er hræddur um að við höfum ekki alveg dregið réttar ályktanir, hvernig ætti að byggja þetta upp og hvaða langtímahugsun skipti máli. Síðan hafa náttúrlega riðið yfir alls konar náttúruhamfarir sem við erum að læra af hægt og rólega, að sumra mati óþarflega hægt. Við sitjum uppi með gamlar syndir sem voru drýgðar þegar menn vissu ekki betur.“ Rangar ályktanir dregnar með alvarlegum afleiðingum Í því samhengi segir Páll að koma hefði mátt í veg fyrir það tjón sem orðið hefur í Grindavík undanfarið, ef byggð hefði verið skipulögð með tilliti til náttúruvár. „Stundum kemur í ljós að við höfum hreinlega dregið rangar ályktanir. Ég held til dæmis að tjónið í Grindavík í sé af þessu tagi. Þetta er tjón sem við hefðum átt að gera fyrirbyggt, sem sé fyrir fram. Við getum orðað þetta þannig, ef við erum svolítið óþverraleg í hugsun, að þetta er óþarfa tjón.“ „Ekki lófastór blettur“ Hlökk segir að ærið verkefni sé að skipuleggja byggð hér á landi þar sem náttúruvá leynist víða. „Það er nánast því, með smá ýkjum, ekki lófastór blettur sem við getum skipulagt byggð á á Íslandi þar sem er ekki ein eða fleiri náttúruvár til að takast á við og taka tillit ti,l við það hvernig við útfærum og þróum byggð. Það er eitt sem við megum ekki gleyma í þessu tilliti, af því að við erum líka að tala um eldvirkni hér, ekki bara sprungurhreyfingar, er hvað hún er nú illfyrirsjáanleg.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Féll í sprungu í Grindavík Skipulag Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira