Innlent

Hraun rennur yfir Grindavíkurveg

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Hraunið er komið yfir Grindavíkurveg.
Hraunið er komið yfir Grindavíkurveg. Vísir

Hraun úr eldgosinu sem hófst í morgun hefur náð Grindavíkurvegi. Það er komið yfir veginn. Horfa má á hraunrennslið í beinni úr vefmyndavél Vísis neðst í fréttinni. 

Þetta sést úr vefmyndavélum Vísis. Áður sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, að vinnuvélar væru reiðubúnar á veginum og við varnargarða að Svartsengi. 

Kort af því hvar hraunið er komið að og yfir veginn:

Vísir

Til stóð að fylgjast með stöðunni og fylla í gatið við varnargarðana ef þyrfti. Fram kom í morgun að hraunrennslið yrði hagstætt miðað við þessar áætlanir, en svo virðist ekki vera.


Tengdar fréttir

Ekki tekið ákvörðun um að loka varnargarðinum

Viðbragðsaðilar á vettvangi gossins hyggjast ekki loka varnargarðinum við Grindavíkurveg að svo stöddu. Skarð er á varnargörðunum við Svartsengi og verður unnið í því að minnka það í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×