Málið sem skekið hefur Skeifuna Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. febrúar 2024 10:46 Sigurður Reynaldsson framkvæmdastjóri Hagkaups, Diego Skeifuköttur á ólöglegu flandri í versluninni og Hermann Valsson, aðdáandi Diegos. Hagkaup hefur ekki rekið frægasta kött landsins út á gaddinn, að sögn framkvæmdastjóra. Kettinum er frjálst að dvelja í hlýju anddyrinu þó að heilbrigðiseftirlitið hafi úthýst honum úr búðinni sjálfri. Við kynntum okkur „Stóra Diego-málið“ sem skekið hefur Skeifuna undanfarna daga. Skeifukötturinn Diego er flestum kunnugur. Hann venur komur sínar einkum í ritfangaverslunina A4 í Skeifunni, þar sem hann hefur það yfirleitt mjög huggulegt ofan á blaðabunkum. Diego var einmitt á sínum stað í búðinni þegar fréttamaður vitjaði hans í gær. Diego hefur einnig gert sig heimakominn á Dominos og í Hagkaup, svo dæmi séu tekin, og hvar sem hann kemur virðist sem honum sé tekið fagnandi. Nú í vikunni bar þó á alvarlegum efasemdum um áðurnefnda fullyrðingu meðal aðdáenda Diegos, sem skipta þúsundum, eftir að Hagkaup setti kettinum stólinn fyrir dyrnar. Hann væri ekki lengur velkominn inni í versluninni. Diego í A4 í gær.Vísir/Steingrímur Dúi Diego, sem hefur aðallega dvalið í anddyri búðarinnar, hefur nefnilega verið að færa sig upp á skaftið, eins og sýnt er í fréttinni hér fyrir ofan. Þar má meðal annars sjá Diego virða fyrir sér kælivöruna af athygli, kíkja á nærfataútstillingar og bera sig eftir harðfiski af áræðni. Hegðun sem Heilbrigðiseftirlitið getur ekki sætt sig við. „Hundar og kettir mega ekki vera á röltinu um matvöruverslanir og eftir því verðum við að fara. Þess vegna erum við að reyna að herða á þessu og það er erfitt að tala við kött og segja hvað má og hvað ekki, hann skilur þetta ekki alltaf. En hann er áfram velkominn, og það er kannski misskilningur að við værum að henda honum út á gaddinn. En hann má áfram vera hér í anddyrinu og hér er heitt og fínt,“ segir Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups. „Okkur þykir vænt um hann og hann er orðinn svona einn af okkur. En um hann gilda reglur eins og aðra starfsmenn, um hvað þú mátt og hvað ekki.“ Verslar eingöngu vegna Diegos Aðdáendur Diegos geta því andað léttar. Honum er áfram frjálst að hreiða um sig á moldarpokum í anddyri Hagkaups. Af umræðu síðustu daga má svo ráða að hollvinir Diegos séu á einu máli; fyrirtæki í Skeifunni skuli hlúa vel að kisa. Þau eigi honum margt að þakka. „Ég versla hérna mikið í Hagkaup og ég kom hérna í A4 og keypti prentarann minn, eingöngu út af honum,“ segir Hermann Valsson, einn aðdáenda Diegos. Auðheyrt er að Hermanni þykir vænt um köttinn. „Það sem maður getur sagt um Diego... Hann er, hann var og hann verður. Óbreyttur. Hann er merki um mennsku, mannúð. Hann er.“ Verslun Dýr Reykjavík Kettir Matvöruverslun Kötturinn Diegó Tengdar fréttir Undrun og reiði meðal vina Diego Einn frægasti köttur landsins, kötturinn Diego, má ekki lengur leggja sig inni í verslun Hagkaupa í Skeifunni vegna reglna heilbrigðiseftirlitsins en er þó velkominn í anddyrið. Vinir Diego á Facebook eru sárir vegna málsins en kötturinn er þó enn velkominn í A4. 1. febrúar 2024 10:42 Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Skömminni skilað Gagnrýni Steikt að sjá barn með rottu í bandi í París Lífið Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Fleiri fréttir Gefur endurkomu undir fótinn Steikt að sjá barn með rottu í bandi í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sjá meira
Skeifukötturinn Diego er flestum kunnugur. Hann venur komur sínar einkum í ritfangaverslunina A4 í Skeifunni, þar sem hann hefur það yfirleitt mjög huggulegt ofan á blaðabunkum. Diego var einmitt á sínum stað í búðinni þegar fréttamaður vitjaði hans í gær. Diego hefur einnig gert sig heimakominn á Dominos og í Hagkaup, svo dæmi séu tekin, og hvar sem hann kemur virðist sem honum sé tekið fagnandi. Nú í vikunni bar þó á alvarlegum efasemdum um áðurnefnda fullyrðingu meðal aðdáenda Diegos, sem skipta þúsundum, eftir að Hagkaup setti kettinum stólinn fyrir dyrnar. Hann væri ekki lengur velkominn inni í versluninni. Diego í A4 í gær.Vísir/Steingrímur Dúi Diego, sem hefur aðallega dvalið í anddyri búðarinnar, hefur nefnilega verið að færa sig upp á skaftið, eins og sýnt er í fréttinni hér fyrir ofan. Þar má meðal annars sjá Diego virða fyrir sér kælivöruna af athygli, kíkja á nærfataútstillingar og bera sig eftir harðfiski af áræðni. Hegðun sem Heilbrigðiseftirlitið getur ekki sætt sig við. „Hundar og kettir mega ekki vera á röltinu um matvöruverslanir og eftir því verðum við að fara. Þess vegna erum við að reyna að herða á þessu og það er erfitt að tala við kött og segja hvað má og hvað ekki, hann skilur þetta ekki alltaf. En hann er áfram velkominn, og það er kannski misskilningur að við værum að henda honum út á gaddinn. En hann má áfram vera hér í anddyrinu og hér er heitt og fínt,“ segir Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups. „Okkur þykir vænt um hann og hann er orðinn svona einn af okkur. En um hann gilda reglur eins og aðra starfsmenn, um hvað þú mátt og hvað ekki.“ Verslar eingöngu vegna Diegos Aðdáendur Diegos geta því andað léttar. Honum er áfram frjálst að hreiða um sig á moldarpokum í anddyri Hagkaups. Af umræðu síðustu daga má svo ráða að hollvinir Diegos séu á einu máli; fyrirtæki í Skeifunni skuli hlúa vel að kisa. Þau eigi honum margt að þakka. „Ég versla hérna mikið í Hagkaup og ég kom hérna í A4 og keypti prentarann minn, eingöngu út af honum,“ segir Hermann Valsson, einn aðdáenda Diegos. Auðheyrt er að Hermanni þykir vænt um köttinn. „Það sem maður getur sagt um Diego... Hann er, hann var og hann verður. Óbreyttur. Hann er merki um mennsku, mannúð. Hann er.“
Verslun Dýr Reykjavík Kettir Matvöruverslun Kötturinn Diegó Tengdar fréttir Undrun og reiði meðal vina Diego Einn frægasti köttur landsins, kötturinn Diego, má ekki lengur leggja sig inni í verslun Hagkaupa í Skeifunni vegna reglna heilbrigðiseftirlitsins en er þó velkominn í anddyrið. Vinir Diego á Facebook eru sárir vegna málsins en kötturinn er þó enn velkominn í A4. 1. febrúar 2024 10:42 Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Skömminni skilað Gagnrýni Steikt að sjá barn með rottu í bandi í París Lífið Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Fleiri fréttir Gefur endurkomu undir fótinn Steikt að sjá barn með rottu í bandi í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sjá meira
Undrun og reiði meðal vina Diego Einn frægasti köttur landsins, kötturinn Diego, má ekki lengur leggja sig inni í verslun Hagkaupa í Skeifunni vegna reglna heilbrigðiseftirlitsins en er þó velkominn í anddyrið. Vinir Diego á Facebook eru sárir vegna málsins en kötturinn er þó enn velkominn í A4. 1. febrúar 2024 10:42
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp