Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir á Stöð 2, klukkan hálf sjö í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir á Stöð 2, klukkan hálf sjö í kvöld.

Konan sem er í haldi í tengslum við andlát sex ára drengs í Kópavogi er móðir hans og grunuð um að hafa orðið barni sínu að bana. Eldra barn konunnar var á leið í skólann þegar lögreglu bar að garði og er nú í úrræði á vegum barnaverndar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við Grím Grímsson yfirlögregluþjón um rannsókn málsins.

Jörð heldur áfram að gliðna í Grindavík og frekari skemmdir að verða á húsum í bænum. Fimmtíu starfsmönnum fyrirtækis var sagt upp vegna hamfaranna og eldgos gæti hafist á jafnvel næstu dögum. Víðir Reynisson hjá almannavörnum kemur í myndver og ræðir framhald verðmætabjörgunar en bæjarfulltrúar Grindavíkur hafa óskað eftir greiðara aðgengi að bænum.

Þá kíkjum við í Skeifuna og heilsum upp á köttinn Diego sem hefur valdið töluverðu fjaðrafoki á samfélagsmiðlum. Framkvæmdastjóri Hagkaups segir kettinum frjálst að dvelja í anddyri verslunarinnar þrátt fyrir að heilbrigðiseftirlitið hafi úthýst honum úr búðinni sjálfri. Við verðum einnig í beinni frá miðbænum og skoðum útilistaverk auk þess sem við kíkjum á Sögusafnið á safnanótt.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×