Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Lovísa Arnardóttir skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld.

Kona um fimmtugt var í gærkvöld úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald vegna rannsóknar á andláti sex ára drengs í Kópavogi. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Líkur á eldgosi hafa aukist og reiknað er með kvikuhlaupi á jafnvel næstu dögum. Kristján Már Unnarsson fer yfir stöðuna á Reykjanesi.

Gular viðvaranir vegna rigningar annars vegar og éljagangs hins vegar taka gildi í nótt og á morgun. Við verðum í beinni frá Veðurstofunni og kynnum okkur sérstaka spá.

Smiðja, nýtt skrifstofuhúsnæði Alþingis virðist umdeilt og þingmenn hafa stigið fram og gagnrýnt aðstöðuna. Við förum í skoðunarferð um húsið með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni – sem hefur ýmsar athugasemdir.

Þá verðum við einnig í beinni frá Vesturbæjarlaug þar sem reiknað er með mikilli stemningu í kvöld vegna sundlauganóttar og í Íslandi í dag förum við til Tenerife og kynnum okkur hvað allir þessir Íslendingar eru að bralla á eyjunni.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×