Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Samúel Karl Ólason skrifar
Sindri Sindrason les fréttir í kvöld.
Sindri Sindrason les fréttir í kvöld. Vísir

Íslenskur skurðhjúkrunarfræðingur sem starfaði á spítala á Gasa segir ástandið vægast sagt slæmt. Þúsundir mikið særðra leiti til spítalans á hverjum degi og hafist við á spítalalóðinni. Mikill skortur væri á lyfjum, áhöldum og mat og fjölmargir hafi misst marga fjölskyldumeðlimi og jafnvel alla fjölskyldu sína.

Við ræðum við Elínu Jakobínu sem er nýkomin til landsins frá Gasa í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá verður einnig rætt við utanríkisráðherra um frystingu á framlögum til mannúðaraðstoðar og við skoðum snjóvirki sem mótmælendur reistu á Austurvelli.

Verðbólga hefur ekki mælst minni í tæp tvö ár og minnkaði umfram væntingar á milli mánaða. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka mætir í settið og fer yfir möguleg áhrif þess á stýrivexti.

Þá verður rætt við Kristínu Jónsdóttur á Veðurstofunni um jarðhræringar við Bláfjöll, við kynnum okkur helstu framkvæmdir ársins og heyrum í bæjarstjóra Vestmannaeyja í beinni um slæmar samgöngur við Eyjar.

Að lokum kíkir Magnús Hlynur í svínastíu þar sem gyltur fá bjór til þess að örva mjólkurframleiðslu og í Íslandi í dag hittir Vala Matt danskennarann Önnu Claessen sem er sögð mikil gleðisprengja.

Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×