Innlent

Grens­ás­vegi lokað að hluta frá Suður­lands­braut

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Grensásvegur úr lofti.
Grensásvegur úr lofti. Vísir/Vilhelm

Grensásvegi hefur verið lokað til suðurs frá Suðurlandsbraut að Ármúla. Er þetta gert vegna færslu lagna á vegum Veitna.

Frá þessu greinir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu. Ekki er gert ráð fyrir því að verkinu muni ljúka fyrr en þann 31. maí næstkomandi.

Segir lögregla að hjáleiðir og lokanir verða vel merktar. Eru ökumenn beðnir um að virða þær og fara varlega.

Þess er getið að umferð geti orðið þung á háannatímum vegna mikils umferðarálags á svæðinu. Enn verður hægt að aka Ármúla og beygja Grensásveg til suðurs, áfram í Skeifuna eða taka vinstri beygju inn á Grensásveg.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×