„Það fá allir tíma og það er nægur tími fram undan“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. janúar 2024 18:40 Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna, og Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, á upplýsingafundinum í dag. Vísir/Ívar Fannar Frá og með morgundeginum verður Grindvíkingum hleypt inn á heimili sín í hollum. Ekkert kalt vatn er á bænum og hitaveita verulegua löskuð, þannig að kalt er í húsum. Grindvíkingar fá þrjá klukkutíma til að vera í bænum í fyrstu lotu. Aðgengi að Grindavík var kynnt á upplýsingafundi Almannavarna í Skógarhlíð í dag. Íbúar og atvinnurekendur munu geta sótt um tíma til að fá að vera í bænum á Ísland punktur is. „Ekki er þörf á að rjúka til og skrá sig. Það fá allir tíma og það er nægur tími fram undan,“ sagði Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna, á fundinum. Svæðið sé langt frá því að vera hættulaust. „Þegar þið komið heim, þá þurfið þið að keyra beint að ykkar húsi og fara beint inn, og hafa bílinn sem næst húsinu. Ekki er ætlast til að íbúar fari um bæinn. Við skiljum vel að fólk vilji kanna stöðuna og sjá hvernig bærinn lítur út, en við biðjum ykkur um að gera það ekki.“ Allir fái tækifæri til að fara tvisvar Víðir segir lagt upp með að allir fái tækifæri til að fara inn í bæinn. „Það er lykilatriði. Til þess að það gangi upp þurfa allir að skrá sig inn á ísland.is. Fá þá úthlutað tíma og kóða í símann eða til að prenta út, til þess að fá aðgang að bænum.“ Íbúar um 300 heimila geta verið inni í bænum hverju sinni. Fyrsta loti verði þrír klukkutímar, en tíminn síðan mögulega lengdur. Tímum verði úthlutað yfir 13 daga tímabil. „Við reiknum með að á þessum tíma fái allir tækifæri til að komast einu sinni í þennan stutta tíma sem við ætlum að keyra á núna fyrstu dagana, og einu sinni í þessa lengri tíma. Þannig að allir fái tækifæri til að fara tvisvar heim á þessum tíma. Við erum að hugsa um jafnræði í þessu, þannig að allir fái tækifæri.“ Ekkert kalt vatn og óvissa um dreifikerfið Á fundinum kom meðal annars fram að ekkert kalt vatn sé í Grindavík. Víða séu skólplagnir skemmdar og hitaveita mjög löskuð. Unnið sé að viðgerðum. Þegar þær verði búnar sé þó dreifikerfið eftir. „Þannig að það gæti orðið kaldavatnslaust í bænum í talsverðan tíma.“ Þegar íbúar fari heim er mikilvægt að þeir breyti ekki hitastillingum á heimilum sínum, þar sem hitaveitukerfið er mikið laskað. „Það er kalt í mörgum ef ekki öllum húsum í Grindavík, en hitastigið er eingöngu hugsað til að koma í veg fyrir tjón á lögnum og innanstokksmunum. Okkur er sagt að hitastigið nái víða ekki tveggja stafa tölu innanhúss.“ Lagt er upp með að fólk aki inn til Grindavíkur frá Suðurstrandarvegi og fari út um Norðurljósaveg, svo dreifa megi umferð sem mest. Fyrirkomulag aðgengis að bænum í heild sinni er að finna á vefsíðum Almannavarna og Grindavíkur. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Sjá meira
Aðgengi að Grindavík var kynnt á upplýsingafundi Almannavarna í Skógarhlíð í dag. Íbúar og atvinnurekendur munu geta sótt um tíma til að fá að vera í bænum á Ísland punktur is. „Ekki er þörf á að rjúka til og skrá sig. Það fá allir tíma og það er nægur tími fram undan,“ sagði Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna, á fundinum. Svæðið sé langt frá því að vera hættulaust. „Þegar þið komið heim, þá þurfið þið að keyra beint að ykkar húsi og fara beint inn, og hafa bílinn sem næst húsinu. Ekki er ætlast til að íbúar fari um bæinn. Við skiljum vel að fólk vilji kanna stöðuna og sjá hvernig bærinn lítur út, en við biðjum ykkur um að gera það ekki.“ Allir fái tækifæri til að fara tvisvar Víðir segir lagt upp með að allir fái tækifæri til að fara inn í bæinn. „Það er lykilatriði. Til þess að það gangi upp þurfa allir að skrá sig inn á ísland.is. Fá þá úthlutað tíma og kóða í símann eða til að prenta út, til þess að fá aðgang að bænum.“ Íbúar um 300 heimila geta verið inni í bænum hverju sinni. Fyrsta loti verði þrír klukkutímar, en tíminn síðan mögulega lengdur. Tímum verði úthlutað yfir 13 daga tímabil. „Við reiknum með að á þessum tíma fái allir tækifæri til að komast einu sinni í þennan stutta tíma sem við ætlum að keyra á núna fyrstu dagana, og einu sinni í þessa lengri tíma. Þannig að allir fái tækifæri til að fara tvisvar heim á þessum tíma. Við erum að hugsa um jafnræði í þessu, þannig að allir fái tækifæri.“ Ekkert kalt vatn og óvissa um dreifikerfið Á fundinum kom meðal annars fram að ekkert kalt vatn sé í Grindavík. Víða séu skólplagnir skemmdar og hitaveita mjög löskuð. Unnið sé að viðgerðum. Þegar þær verði búnar sé þó dreifikerfið eftir. „Þannig að það gæti orðið kaldavatnslaust í bænum í talsverðan tíma.“ Þegar íbúar fari heim er mikilvægt að þeir breyti ekki hitastillingum á heimilum sínum, þar sem hitaveitukerfið er mikið laskað. „Það er kalt í mörgum ef ekki öllum húsum í Grindavík, en hitastigið er eingöngu hugsað til að koma í veg fyrir tjón á lögnum og innanstokksmunum. Okkur er sagt að hitastigið nái víða ekki tveggja stafa tölu innanhúss.“ Lagt er upp með að fólk aki inn til Grindavíkur frá Suðurstrandarvegi og fari út um Norðurljósaveg, svo dreifa megi umferð sem mest. Fyrirkomulag aðgengis að bænum í heild sinni er að finna á vefsíðum Almannavarna og Grindavíkur.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Sjá meira