Innviðirnir góðir hjá Borgarbyggð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. janúar 2024 14:31 Innviðir Borgarbyggðar standa vel. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þrátt fyrir mikla uppbyggingu í Borgarbyggð og íbúafjölgun í sveitarfélaginu, þá ráða innviðir sveitarfélagsins vel við ástandið. Það getur verið erfitt fyrir sveitarfélög að vaxa of hratt því þá þurfa innviðirnir að fylgja með svo allir íbúar verði ánægðir og samfélagið jákvætt við íbúafjölgun. Borgarbyggð er eitt af þeim sveitarfélögum sem íbúum er alltaf að fjölga í, eða um 6 prósent á ári en íbúarnir eru í dag um 4.300. Stefán Broddi Guðjónsson er sveitarstjóri Borgarbyggðar. „Við erum alltaf að færst nær höfuðborgarsvæðinu, ég held að það megi alveg segja að við sjáum að við séum komin í jaðar höfuðborgarsvæðisins. Hér hefur fjölgun frá aldamótum verið um fjórðung íbúa en annars staðar hefur fjölgunin í nágrenni höfuðborgarsvæðisins verið miklu meiri. Það má kannski segja að það sé ekki sjálfstætt markmið að fjölga eitthvað gríðarlega hratt,“ segir Stefán Broddi. „Síðan má kannski bæta við að þetta er mjög áhugaverð þróun, sem er að eiga sér stað bæði hjá okkur og auðvitað víðar er hvað fjölgunin er mikil, sérstaklega á meðal, bæði auðvitað á meðal nýrra íbúa, sem koma erlendis frá og ekki síður á meðal eldri íbúa.“ Stefán Broddi Guðjónsson, sveitarstjóri Borgarbyggðar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvernig er með innviði í Borgarbyggð, eru þeir allir tryggðir og góðir, nóg leikskólapláss og nóg af öllu og allir bara í stuði? „Já, við stöndum nokkuð vel hvað leikskólapláss varðar. Við getum tekið á móti öllum börnum á leikskólaaldri, sem að vilja komast í leikskóla í Borgarbyggð en það eru fimm leikskólar hjá okkur. En á sama tími er biðlisti á einum leikskóla þó það sé rými á öðrum. Í okkar tilviki er biðlisti á Hnoðrabóli á Kleppjárnsreykjum en laust rými á Andabæ á Hvanneyri sem er í um 20 mín fjarlægð,“ segir Stefán Broddi. Borgarbyggð Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Sjá meira
Það getur verið erfitt fyrir sveitarfélög að vaxa of hratt því þá þurfa innviðirnir að fylgja með svo allir íbúar verði ánægðir og samfélagið jákvætt við íbúafjölgun. Borgarbyggð er eitt af þeim sveitarfélögum sem íbúum er alltaf að fjölga í, eða um 6 prósent á ári en íbúarnir eru í dag um 4.300. Stefán Broddi Guðjónsson er sveitarstjóri Borgarbyggðar. „Við erum alltaf að færst nær höfuðborgarsvæðinu, ég held að það megi alveg segja að við sjáum að við séum komin í jaðar höfuðborgarsvæðisins. Hér hefur fjölgun frá aldamótum verið um fjórðung íbúa en annars staðar hefur fjölgunin í nágrenni höfuðborgarsvæðisins verið miklu meiri. Það má kannski segja að það sé ekki sjálfstætt markmið að fjölga eitthvað gríðarlega hratt,“ segir Stefán Broddi. „Síðan má kannski bæta við að þetta er mjög áhugaverð þróun, sem er að eiga sér stað bæði hjá okkur og auðvitað víðar er hvað fjölgunin er mikil, sérstaklega á meðal, bæði auðvitað á meðal nýrra íbúa, sem koma erlendis frá og ekki síður á meðal eldri íbúa.“ Stefán Broddi Guðjónsson, sveitarstjóri Borgarbyggðar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvernig er með innviði í Borgarbyggð, eru þeir allir tryggðir og góðir, nóg leikskólapláss og nóg af öllu og allir bara í stuði? „Já, við stöndum nokkuð vel hvað leikskólapláss varðar. Við getum tekið á móti öllum börnum á leikskólaaldri, sem að vilja komast í leikskóla í Borgarbyggð en það eru fimm leikskólar hjá okkur. En á sama tími er biðlisti á einum leikskóla þó það sé rými á öðrum. Í okkar tilviki er biðlisti á Hnoðrabóli á Kleppjárnsreykjum en laust rými á Andabæ á Hvanneyri sem er í um 20 mín fjarlægð,“ segir Stefán Broddi.
Borgarbyggð Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Sjá meira