Næsti fasi að slíta viðræðum og ráðast í aðgerðir Árni Sæberg og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 24. janúar 2024 21:35 Ragnar Þór telur sína félagsmenn í VR tilbúna í aðgerðir. Vísir/Sigurjón Kjaraviðræðum breiðfylkingar stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði og Samtaka atvinnulífsins hefur verið vísað til ríkissáttasemjara eftir árangurslausan fund í dag. Formaður VR segir grafalvarlegt mál að deilan sé nú komin í þennan farveg. Deiluaðilar hittust á fundi í Karphúsinu í dag klukkan eitt. Á fimmta tímanum í dag var fundinum slitið án árangurs. „Við höfðum kallað eftir afstöðu SA í marga daga en það hafði staðið á svörum. Síðan loksins núna virtust þau vera tilbúin til að svara þeim gagntilboðum sem við höfum sent þeim, fleiri en einu, og kom þá í ljós að þau höfðu lækkað sig frá tilboði sem þau sendu okkur 17. janúar síðastliðinn. Það auðvitað hljóta allir að sjá að það er tilgangslaust að halda slíkum viðræðum áfram og ég held að það sé í rauninni bara merki þess að Samtök atvinnulífsins hafa ekki trú á þessu verkefni,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR í kvöldfréttum Stöðvar 2. Í framhaldinu ákvað breiðfylking stéttarfélaganna að vísa deilunni sameiginlega til Ríkissáttasemjara. Hugarfarsbreytingu þurfi til „Næsti fasi á eftir því að vísa deilunni til Ríkissáttasemjara, er að slíta viðræðum, lýsa yfir árangursleysi og fara í aðgerðir. Þetta er grafalvarlegt mál og ef Samtök atvinnulífsins ætla að komast út úr þeirri stöðu og þeim fasa, sem málin virðast vera að fara í, þá þarf að verða veruleg hugarfarsbreyting á þeim bænum. Þau eru að missa af gríðarlega góðu tækifæri, í raun dauðafæri, til að ná góðum, hröðum og skjótum árangri í baráttunni við verðbólgu og allt of háa vexti,“ segir Ragnar. Hann segir breiðfylkingu stéttarfélaganna standa þétt saman og þegar hafa rætt um hugsanlegar aðgerðir sem mögulega verði gripið til ef þarf. „Ég tel að allavega mitt fólk og fólkið í verkalýðshreyfingunni sé tilbúið til að stíga fast til jarðar til að standa á sínu og berjast fyrir alvöru réttlæti og leiðréttingu á þeirri miklu kjararýrnun sem hefur verið, og eru að verða bara í þessum töluðu orðum. Þessar gjaldskrárhækkanir, það er allt að hækka. Boðaðar hækkanir eru tíu upp í tuttugu, þrjátíu prósent. Þetta getur ekki gengið svona lengur.“ Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Stéttarfélög Verðlag Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Fleiri fréttir Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Sjá meira
Deiluaðilar hittust á fundi í Karphúsinu í dag klukkan eitt. Á fimmta tímanum í dag var fundinum slitið án árangurs. „Við höfðum kallað eftir afstöðu SA í marga daga en það hafði staðið á svörum. Síðan loksins núna virtust þau vera tilbúin til að svara þeim gagntilboðum sem við höfum sent þeim, fleiri en einu, og kom þá í ljós að þau höfðu lækkað sig frá tilboði sem þau sendu okkur 17. janúar síðastliðinn. Það auðvitað hljóta allir að sjá að það er tilgangslaust að halda slíkum viðræðum áfram og ég held að það sé í rauninni bara merki þess að Samtök atvinnulífsins hafa ekki trú á þessu verkefni,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR í kvöldfréttum Stöðvar 2. Í framhaldinu ákvað breiðfylking stéttarfélaganna að vísa deilunni sameiginlega til Ríkissáttasemjara. Hugarfarsbreytingu þurfi til „Næsti fasi á eftir því að vísa deilunni til Ríkissáttasemjara, er að slíta viðræðum, lýsa yfir árangursleysi og fara í aðgerðir. Þetta er grafalvarlegt mál og ef Samtök atvinnulífsins ætla að komast út úr þeirri stöðu og þeim fasa, sem málin virðast vera að fara í, þá þarf að verða veruleg hugarfarsbreyting á þeim bænum. Þau eru að missa af gríðarlega góðu tækifæri, í raun dauðafæri, til að ná góðum, hröðum og skjótum árangri í baráttunni við verðbólgu og allt of háa vexti,“ segir Ragnar. Hann segir breiðfylkingu stéttarfélaganna standa þétt saman og þegar hafa rætt um hugsanlegar aðgerðir sem mögulega verði gripið til ef þarf. „Ég tel að allavega mitt fólk og fólkið í verkalýðshreyfingunni sé tilbúið til að stíga fast til jarðar til að standa á sínu og berjast fyrir alvöru réttlæti og leiðréttingu á þeirri miklu kjararýrnun sem hefur verið, og eru að verða bara í þessum töluðu orðum. Þessar gjaldskrárhækkanir, það er allt að hækka. Boðaðar hækkanir eru tíu upp í tuttugu, þrjátíu prósent. Þetta getur ekki gengið svona lengur.“
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Stéttarfélög Verðlag Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Fleiri fréttir Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Sjá meira