Næsti fasi að slíta viðræðum og ráðast í aðgerðir Árni Sæberg og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 24. janúar 2024 21:35 Ragnar Þór telur sína félagsmenn í VR tilbúna í aðgerðir. Vísir/Sigurjón Kjaraviðræðum breiðfylkingar stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði og Samtaka atvinnulífsins hefur verið vísað til ríkissáttasemjara eftir árangurslausan fund í dag. Formaður VR segir grafalvarlegt mál að deilan sé nú komin í þennan farveg. Deiluaðilar hittust á fundi í Karphúsinu í dag klukkan eitt. Á fimmta tímanum í dag var fundinum slitið án árangurs. „Við höfðum kallað eftir afstöðu SA í marga daga en það hafði staðið á svörum. Síðan loksins núna virtust þau vera tilbúin til að svara þeim gagntilboðum sem við höfum sent þeim, fleiri en einu, og kom þá í ljós að þau höfðu lækkað sig frá tilboði sem þau sendu okkur 17. janúar síðastliðinn. Það auðvitað hljóta allir að sjá að það er tilgangslaust að halda slíkum viðræðum áfram og ég held að það sé í rauninni bara merki þess að Samtök atvinnulífsins hafa ekki trú á þessu verkefni,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR í kvöldfréttum Stöðvar 2. Í framhaldinu ákvað breiðfylking stéttarfélaganna að vísa deilunni sameiginlega til Ríkissáttasemjara. Hugarfarsbreytingu þurfi til „Næsti fasi á eftir því að vísa deilunni til Ríkissáttasemjara, er að slíta viðræðum, lýsa yfir árangursleysi og fara í aðgerðir. Þetta er grafalvarlegt mál og ef Samtök atvinnulífsins ætla að komast út úr þeirri stöðu og þeim fasa, sem málin virðast vera að fara í, þá þarf að verða veruleg hugarfarsbreyting á þeim bænum. Þau eru að missa af gríðarlega góðu tækifæri, í raun dauðafæri, til að ná góðum, hröðum og skjótum árangri í baráttunni við verðbólgu og allt of háa vexti,“ segir Ragnar. Hann segir breiðfylkingu stéttarfélaganna standa þétt saman og þegar hafa rætt um hugsanlegar aðgerðir sem mögulega verði gripið til ef þarf. „Ég tel að allavega mitt fólk og fólkið í verkalýðshreyfingunni sé tilbúið til að stíga fast til jarðar til að standa á sínu og berjast fyrir alvöru réttlæti og leiðréttingu á þeirri miklu kjararýrnun sem hefur verið, og eru að verða bara í þessum töluðu orðum. Þessar gjaldskrárhækkanir, það er allt að hækka. Boðaðar hækkanir eru tíu upp í tuttugu, þrjátíu prósent. Þetta getur ekki gengið svona lengur.“ Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Stéttarfélög Verðlag Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Deiluaðilar hittust á fundi í Karphúsinu í dag klukkan eitt. Á fimmta tímanum í dag var fundinum slitið án árangurs. „Við höfðum kallað eftir afstöðu SA í marga daga en það hafði staðið á svörum. Síðan loksins núna virtust þau vera tilbúin til að svara þeim gagntilboðum sem við höfum sent þeim, fleiri en einu, og kom þá í ljós að þau höfðu lækkað sig frá tilboði sem þau sendu okkur 17. janúar síðastliðinn. Það auðvitað hljóta allir að sjá að það er tilgangslaust að halda slíkum viðræðum áfram og ég held að það sé í rauninni bara merki þess að Samtök atvinnulífsins hafa ekki trú á þessu verkefni,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR í kvöldfréttum Stöðvar 2. Í framhaldinu ákvað breiðfylking stéttarfélaganna að vísa deilunni sameiginlega til Ríkissáttasemjara. Hugarfarsbreytingu þurfi til „Næsti fasi á eftir því að vísa deilunni til Ríkissáttasemjara, er að slíta viðræðum, lýsa yfir árangursleysi og fara í aðgerðir. Þetta er grafalvarlegt mál og ef Samtök atvinnulífsins ætla að komast út úr þeirri stöðu og þeim fasa, sem málin virðast vera að fara í, þá þarf að verða veruleg hugarfarsbreyting á þeim bænum. Þau eru að missa af gríðarlega góðu tækifæri, í raun dauðafæri, til að ná góðum, hröðum og skjótum árangri í baráttunni við verðbólgu og allt of háa vexti,“ segir Ragnar. Hann segir breiðfylkingu stéttarfélaganna standa þétt saman og þegar hafa rætt um hugsanlegar aðgerðir sem mögulega verði gripið til ef þarf. „Ég tel að allavega mitt fólk og fólkið í verkalýðshreyfingunni sé tilbúið til að stíga fast til jarðar til að standa á sínu og berjast fyrir alvöru réttlæti og leiðréttingu á þeirri miklu kjararýrnun sem hefur verið, og eru að verða bara í þessum töluðu orðum. Þessar gjaldskrárhækkanir, það er allt að hækka. Boðaðar hækkanir eru tíu upp í tuttugu, þrjátíu prósent. Þetta getur ekki gengið svona lengur.“
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Stéttarfélög Verðlag Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira