Næsti fasi að slíta viðræðum og ráðast í aðgerðir Árni Sæberg og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 24. janúar 2024 21:35 Ragnar Þór telur sína félagsmenn í VR tilbúna í aðgerðir. Vísir/Sigurjón Kjaraviðræðum breiðfylkingar stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði og Samtaka atvinnulífsins hefur verið vísað til ríkissáttasemjara eftir árangurslausan fund í dag. Formaður VR segir grafalvarlegt mál að deilan sé nú komin í þennan farveg. Deiluaðilar hittust á fundi í Karphúsinu í dag klukkan eitt. Á fimmta tímanum í dag var fundinum slitið án árangurs. „Við höfðum kallað eftir afstöðu SA í marga daga en það hafði staðið á svörum. Síðan loksins núna virtust þau vera tilbúin til að svara þeim gagntilboðum sem við höfum sent þeim, fleiri en einu, og kom þá í ljós að þau höfðu lækkað sig frá tilboði sem þau sendu okkur 17. janúar síðastliðinn. Það auðvitað hljóta allir að sjá að það er tilgangslaust að halda slíkum viðræðum áfram og ég held að það sé í rauninni bara merki þess að Samtök atvinnulífsins hafa ekki trú á þessu verkefni,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR í kvöldfréttum Stöðvar 2. Í framhaldinu ákvað breiðfylking stéttarfélaganna að vísa deilunni sameiginlega til Ríkissáttasemjara. Hugarfarsbreytingu þurfi til „Næsti fasi á eftir því að vísa deilunni til Ríkissáttasemjara, er að slíta viðræðum, lýsa yfir árangursleysi og fara í aðgerðir. Þetta er grafalvarlegt mál og ef Samtök atvinnulífsins ætla að komast út úr þeirri stöðu og þeim fasa, sem málin virðast vera að fara í, þá þarf að verða veruleg hugarfarsbreyting á þeim bænum. Þau eru að missa af gríðarlega góðu tækifæri, í raun dauðafæri, til að ná góðum, hröðum og skjótum árangri í baráttunni við verðbólgu og allt of háa vexti,“ segir Ragnar. Hann segir breiðfylkingu stéttarfélaganna standa þétt saman og þegar hafa rætt um hugsanlegar aðgerðir sem mögulega verði gripið til ef þarf. „Ég tel að allavega mitt fólk og fólkið í verkalýðshreyfingunni sé tilbúið til að stíga fast til jarðar til að standa á sínu og berjast fyrir alvöru réttlæti og leiðréttingu á þeirri miklu kjararýrnun sem hefur verið, og eru að verða bara í þessum töluðu orðum. Þessar gjaldskrárhækkanir, það er allt að hækka. Boðaðar hækkanir eru tíu upp í tuttugu, þrjátíu prósent. Þetta getur ekki gengið svona lengur.“ Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Stéttarfélög Verðlag Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Deiluaðilar hittust á fundi í Karphúsinu í dag klukkan eitt. Á fimmta tímanum í dag var fundinum slitið án árangurs. „Við höfðum kallað eftir afstöðu SA í marga daga en það hafði staðið á svörum. Síðan loksins núna virtust þau vera tilbúin til að svara þeim gagntilboðum sem við höfum sent þeim, fleiri en einu, og kom þá í ljós að þau höfðu lækkað sig frá tilboði sem þau sendu okkur 17. janúar síðastliðinn. Það auðvitað hljóta allir að sjá að það er tilgangslaust að halda slíkum viðræðum áfram og ég held að það sé í rauninni bara merki þess að Samtök atvinnulífsins hafa ekki trú á þessu verkefni,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR í kvöldfréttum Stöðvar 2. Í framhaldinu ákvað breiðfylking stéttarfélaganna að vísa deilunni sameiginlega til Ríkissáttasemjara. Hugarfarsbreytingu þurfi til „Næsti fasi á eftir því að vísa deilunni til Ríkissáttasemjara, er að slíta viðræðum, lýsa yfir árangursleysi og fara í aðgerðir. Þetta er grafalvarlegt mál og ef Samtök atvinnulífsins ætla að komast út úr þeirri stöðu og þeim fasa, sem málin virðast vera að fara í, þá þarf að verða veruleg hugarfarsbreyting á þeim bænum. Þau eru að missa af gríðarlega góðu tækifæri, í raun dauðafæri, til að ná góðum, hröðum og skjótum árangri í baráttunni við verðbólgu og allt of háa vexti,“ segir Ragnar. Hann segir breiðfylkingu stéttarfélaganna standa þétt saman og þegar hafa rætt um hugsanlegar aðgerðir sem mögulega verði gripið til ef þarf. „Ég tel að allavega mitt fólk og fólkið í verkalýðshreyfingunni sé tilbúið til að stíga fast til jarðar til að standa á sínu og berjast fyrir alvöru réttlæti og leiðréttingu á þeirri miklu kjararýrnun sem hefur verið, og eru að verða bara í þessum töluðu orðum. Þessar gjaldskrárhækkanir, það er allt að hækka. Boðaðar hækkanir eru tíu upp í tuttugu, þrjátíu prósent. Þetta getur ekki gengið svona lengur.“
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Stéttarfélög Verðlag Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira