Segist ekki vilja láta bendla sig við skemmtistaðakeppni Sverris Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 24. janúar 2024 18:53 Manuela vill ekki tengjast keppninni sem Sverrir heldur. Manuela Ósk Harðardóttir framkvæmdastjóri fegurðarsamkeppninnar Ungfrú Ísland segist ekki vilja láta bendla sig við fegurðarsamkeppnina Miss Bikini Iceland, sem er í eigu athafnamannsins Sverris Einars Eiríkssonar. Myndir af nýlegum titilhöfum Ungfrú Íslands voru notaðar til að auglýsa keppni Sverris. Hann segir á fjórða tug hafa sótt um þátttöku. „Það hefur tekið langan tíma að ná fram jákvæðari ímynd á fegurðarsamkeppnir, og sýna hversu mikið þær hafa breyst og hversu uppbyggilegar og valdeflandi þær geta verið fyrir konur. Ég er búin að vera ótrúlega passasöm á allt mitt og er þessi keppni ekki eitthvað sem ég vil láta bendla mig við. Þetta eru ótrúlega ólíkar keppnir og getur verið villandi fyrir fólk að sjá myndir frá okkur tengt þessu,“ segir Manuela í samtali við Vísi. Umrædd keppni verður haldin í mars á skemmtistöðunum Exit og B5. Ísdrottningin Ásdís Rán Gunnarsdóttir mun þjálfa keppendur, og sagði hún í samtali við Vísi á dögunum að markmiðið væri að endurvekja hina gömlu Ungfrú Hawaiian-Tropic keppni. Ásdís var framkvæmdastjóri þeirra keppni árið 2008. Myndirnar sem Sverrir notaði í auglýsinguna fyrir keppnina voru af þeim Elísu Gróu Steinþórsdóttur, Ungfrú Ísland 2021, Hrafnhildi Haraldsdóttur, Ungfrú Ísland 2022 og Lilju Sif Pétursdóttur, Ungfrú Ísland 2023, en myndirnar eru í eigu Arnórs Traustasonar ljósmyndara. „Þetta var tekið niður sem er aðalatriðið en þær eru samt búnir að vera inni í einhverjar klukkustundir, einhver skaði er skeður. Að bera fyrir sig mistök skil ég ekki. Mér fannst Sverrir gera mjög lítið úr þessu og bar þetta upp eins ég væri með óþarfa vesen,“ segir Manuela. Skjáskot/Manuela Ósk Á fjórða tug umsækjenda Sverrir segir í skriflegu svari til Vísis að um mistök hafi verið að ræða. Hann ætli sér að greiða eiganda myndanna fyrir óheimila birtingu. „Fyrir mistök fóru á samfélagsmiðla tvær færslur með rangri mynd þegar verið að greina frá Miss Bikini Iceland keppninni. Ranga myndin var uppkast frá því verið var að leggja drög að kynningu á Miss Bikini Iceland. Færslurnar voru að sjálfsögðu teknar úr birtingu um leið og mistökin uppgötvuðust. Ekki var á nokkurn hátt ásetningur um að nota myndir frá keppninni Ungfrú ísland sem ég ber mjög mikla virðingu fyrir og hef stutt í gegnum tíðina, meðal annars með samstarfi við Þrastalund. Ég greiði eiganda myndanna eðlilegt verð fyrir óheimila birtingu þeirra þessa stuttu stund sem hún varði, en árétta að þetta voru mistök sem hafa verið leiðrétt,“ segir Sverrir. Viðbrögðin við keppninni hafi verið mjög góð. „Nú þegar höfum við fengið á fjórða tug umsókna um þátttöku í keppninni. Um þær og tilhögun keppninnar verður upplýst nánar þegar nær dregur,“ segir Sverrir. Ungfrú Ísland Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fleiri fréttir „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Sjá meira
„Það hefur tekið langan tíma að ná fram jákvæðari ímynd á fegurðarsamkeppnir, og sýna hversu mikið þær hafa breyst og hversu uppbyggilegar og valdeflandi þær geta verið fyrir konur. Ég er búin að vera ótrúlega passasöm á allt mitt og er þessi keppni ekki eitthvað sem ég vil láta bendla mig við. Þetta eru ótrúlega ólíkar keppnir og getur verið villandi fyrir fólk að sjá myndir frá okkur tengt þessu,“ segir Manuela í samtali við Vísi. Umrædd keppni verður haldin í mars á skemmtistöðunum Exit og B5. Ísdrottningin Ásdís Rán Gunnarsdóttir mun þjálfa keppendur, og sagði hún í samtali við Vísi á dögunum að markmiðið væri að endurvekja hina gömlu Ungfrú Hawaiian-Tropic keppni. Ásdís var framkvæmdastjóri þeirra keppni árið 2008. Myndirnar sem Sverrir notaði í auglýsinguna fyrir keppnina voru af þeim Elísu Gróu Steinþórsdóttur, Ungfrú Ísland 2021, Hrafnhildi Haraldsdóttur, Ungfrú Ísland 2022 og Lilju Sif Pétursdóttur, Ungfrú Ísland 2023, en myndirnar eru í eigu Arnórs Traustasonar ljósmyndara. „Þetta var tekið niður sem er aðalatriðið en þær eru samt búnir að vera inni í einhverjar klukkustundir, einhver skaði er skeður. Að bera fyrir sig mistök skil ég ekki. Mér fannst Sverrir gera mjög lítið úr þessu og bar þetta upp eins ég væri með óþarfa vesen,“ segir Manuela. Skjáskot/Manuela Ósk Á fjórða tug umsækjenda Sverrir segir í skriflegu svari til Vísis að um mistök hafi verið að ræða. Hann ætli sér að greiða eiganda myndanna fyrir óheimila birtingu. „Fyrir mistök fóru á samfélagsmiðla tvær færslur með rangri mynd þegar verið að greina frá Miss Bikini Iceland keppninni. Ranga myndin var uppkast frá því verið var að leggja drög að kynningu á Miss Bikini Iceland. Færslurnar voru að sjálfsögðu teknar úr birtingu um leið og mistökin uppgötvuðust. Ekki var á nokkurn hátt ásetningur um að nota myndir frá keppninni Ungfrú ísland sem ég ber mjög mikla virðingu fyrir og hef stutt í gegnum tíðina, meðal annars með samstarfi við Þrastalund. Ég greiði eiganda myndanna eðlilegt verð fyrir óheimila birtingu þeirra þessa stuttu stund sem hún varði, en árétta að þetta voru mistök sem hafa verið leiðrétt,“ segir Sverrir. Viðbrögðin við keppninni hafi verið mjög góð. „Nú þegar höfum við fengið á fjórða tug umsókna um þátttöku í keppninni. Um þær og tilhögun keppninnar verður upplýst nánar þegar nær dregur,“ segir Sverrir.
Ungfrú Ísland Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fleiri fréttir „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Sjá meira