Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Sindri Sindrason les fréttir í kvöld.
Sindri Sindrason les fréttir í kvöld. Vísir

Viðbúið er að húsnæðisverð hækki þegar Grindvíkingar koma inn á fasteignamarkaðinn að sögn fjármálaráðherra. Hagfræðideild Landsbankans segir hækkunina meðal annars fara eftir því hvort gripið verði til skuldsetningar eða skattheimtu.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Við fylgjumst með kjaraviðræðna í dag og kíkjum á Reykjanes þar sem við heyrum í slökkviliðsstjóranum í Grindavík. Hann er meðal fjölmargra sem vinna nú að því að tryggja rafmagn og hita í bænum.

Þá kynnum við okkur nýja könnun Maskínu á fylgi stjórnmálaflokkanna, verðum í beinni frá fjölsóttum fundi lyfjafræðinga um skaðaminnkun og kynnumst gíraffanum Benito sem hefur fengið nýtt heimili í Mexíkó eftir að hafa verið bjargað úr slæmum aðstæðum.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×