Hissa yfir viðbrögðum Svandísar og segir þau vonbrigði Atli Ísleifsson og Heimir Már Pétursson skrifa 22. janúar 2024 11:43 Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segist hafa gert ráð fyrir að Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra myndi bregðast við að meiri auðmýkt. Vísir/Vilhelm Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðismanna, segir að viðbrögð Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra vegna álits umboðsmanns Alþingis vera sér vonbrigði. Hún segir að þingflokkur Sjálfstæðismanna muni fara yfir stöðuna síðar í dag. Þetta segir Hildur í samtali við fréttastofu. Svandís greindi frá því í morgun að hún ætli að fela óháðum aðila að fara yfir stjórnsýslu og lagaumgjörð hvalveiða og ríkislögmanni að leggja mat á erindi Hvals hf. um mögulegt uppgjör vegna hvalveiðimálsins. Þetta ætli hún að gera þrátt fyrir að lögfræðilegt álit ráðuneytis segi að hún þurfi ekki að grípa til sérstakra aðgerða. Þing kemur saman klukkan 15 í dag eftir jólahlé en þar verður lögð fram vantrauststillaga í garð Svandísar vegna hvalveiðimálsins. „Já, nú liggja fyrir þessi endanlegu viðbrögð ráðherra sem við höfum beðið eftir í einhvern tíma. Ég verð að viðurkenna að ég er mjög hissa yfir þessum viðbrögðum,“ segir Hildur. „Ég hefði haldið að ráðherra myndi svara þessu og bregðast við af meiri auðmýkt. En þetta er niðurstaða ráðherra. Hún er mér vonbrigði og ég leyfi mér að segja, fleirum í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Nú setjumst við yfir þessa stöðu. Það er það sem við höfum alltaf sagt og það er það sem liggur fyrir. Það er þingflokksfundur á eftir þar sem við munum ræða þetta,“ segir Hildur. En er ekki nokkuð ljóst að verji þingmenn Sjálfstæðisflokksins ekki ráðherrann falli þá er úti um ríkisstjórnina? „Eigum við að byrja á því að fara yfir þessi viðbrögð ráðherra. Ég tel rétt að gera það. Við erum með þingflokksfund á eftir. Það er svo Grindavíkurumræða klukkan þrjú og það eru líka Grindavíkurmál á dagskrá þingflokksfundarins sem eru þrátt fyrir allt í forgangi. Nú gerum við bara allt í réttri röð. En það er alveg óhætt að segja að viðbrögð ráðherra eru mér vonbrigði.“ Þannig að þú vilt ekkert koma fram með neinar tilgátur um hvort þingmenn Sjálfstæðisflokksins muni allir greiða atkvæði á móti vantraustinu? „Það hefur verið satt og rétt að við höfum ekki úttalað okkur um það fyrr en þessi viðbrögð lágu fyrir. Mér þykir rétt að við förum yfir það áður en við segjum eitthvað frekar. Við skulum bara gera hlutina í réttri röð. Það fer ágætlega á því að reyna að vanda sig,“ segir Hildur. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Vinstri græn Hvalveiðar Tengdar fréttir Vantrauststillagan um lögbrot ekki dýravelferð Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, leggur fram vantrauststillögu á hendur Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra á Alþingi í dag. Hún segir málið snúast um lögbrot en ekki dýravelferð. 22. janúar 2024 08:39 Svandís grípur til aðgerða þótt lögfræðiálit segi að þess þurfi ekki Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, ætlar að fela óháðum aðila að fara yfir stjórnsýslu og lagaumgjörð hvalveiða og ríkislögmanni að leggja mat á erindi Hvals hf. um mögulegt uppgjör vegna hvalveiðimálsins. Þetta gerir Svandís þrátt fyrir að lögfræðilegt álit ráðuneytis segi að hún þurfi ekki að grípa til sérstakra aðgerða. 22. janúar 2024 08:20 Þing kemur saman og ríkisstjórn fundar Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí. Þingið hefst klukkan 15 í dag. Á dagskrá þingsins eru sjö mál. Þar á meðal eru málefni Grindavíkur en ríkisstjórnin kemur einnig saman í dag á sérstökum fundi til að ræða málefni bæjarins. 22. janúar 2024 06:37 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Svanur syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Sjá meira
Þetta segir Hildur í samtali við fréttastofu. Svandís greindi frá því í morgun að hún ætli að fela óháðum aðila að fara yfir stjórnsýslu og lagaumgjörð hvalveiða og ríkislögmanni að leggja mat á erindi Hvals hf. um mögulegt uppgjör vegna hvalveiðimálsins. Þetta ætli hún að gera þrátt fyrir að lögfræðilegt álit ráðuneytis segi að hún þurfi ekki að grípa til sérstakra aðgerða. Þing kemur saman klukkan 15 í dag eftir jólahlé en þar verður lögð fram vantrauststillaga í garð Svandísar vegna hvalveiðimálsins. „Já, nú liggja fyrir þessi endanlegu viðbrögð ráðherra sem við höfum beðið eftir í einhvern tíma. Ég verð að viðurkenna að ég er mjög hissa yfir þessum viðbrögðum,“ segir Hildur. „Ég hefði haldið að ráðherra myndi svara þessu og bregðast við af meiri auðmýkt. En þetta er niðurstaða ráðherra. Hún er mér vonbrigði og ég leyfi mér að segja, fleirum í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Nú setjumst við yfir þessa stöðu. Það er það sem við höfum alltaf sagt og það er það sem liggur fyrir. Það er þingflokksfundur á eftir þar sem við munum ræða þetta,“ segir Hildur. En er ekki nokkuð ljóst að verji þingmenn Sjálfstæðisflokksins ekki ráðherrann falli þá er úti um ríkisstjórnina? „Eigum við að byrja á því að fara yfir þessi viðbrögð ráðherra. Ég tel rétt að gera það. Við erum með þingflokksfund á eftir. Það er svo Grindavíkurumræða klukkan þrjú og það eru líka Grindavíkurmál á dagskrá þingflokksfundarins sem eru þrátt fyrir allt í forgangi. Nú gerum við bara allt í réttri röð. En það er alveg óhætt að segja að viðbrögð ráðherra eru mér vonbrigði.“ Þannig að þú vilt ekkert koma fram með neinar tilgátur um hvort þingmenn Sjálfstæðisflokksins muni allir greiða atkvæði á móti vantraustinu? „Það hefur verið satt og rétt að við höfum ekki úttalað okkur um það fyrr en þessi viðbrögð lágu fyrir. Mér þykir rétt að við förum yfir það áður en við segjum eitthvað frekar. Við skulum bara gera hlutina í réttri röð. Það fer ágætlega á því að reyna að vanda sig,“ segir Hildur.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Vinstri græn Hvalveiðar Tengdar fréttir Vantrauststillagan um lögbrot ekki dýravelferð Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, leggur fram vantrauststillögu á hendur Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra á Alþingi í dag. Hún segir málið snúast um lögbrot en ekki dýravelferð. 22. janúar 2024 08:39 Svandís grípur til aðgerða þótt lögfræðiálit segi að þess þurfi ekki Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, ætlar að fela óháðum aðila að fara yfir stjórnsýslu og lagaumgjörð hvalveiða og ríkislögmanni að leggja mat á erindi Hvals hf. um mögulegt uppgjör vegna hvalveiðimálsins. Þetta gerir Svandís þrátt fyrir að lögfræðilegt álit ráðuneytis segi að hún þurfi ekki að grípa til sérstakra aðgerða. 22. janúar 2024 08:20 Þing kemur saman og ríkisstjórn fundar Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí. Þingið hefst klukkan 15 í dag. Á dagskrá þingsins eru sjö mál. Þar á meðal eru málefni Grindavíkur en ríkisstjórnin kemur einnig saman í dag á sérstökum fundi til að ræða málefni bæjarins. 22. janúar 2024 06:37 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Svanur syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Sjá meira
Vantrauststillagan um lögbrot ekki dýravelferð Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, leggur fram vantrauststillögu á hendur Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra á Alþingi í dag. Hún segir málið snúast um lögbrot en ekki dýravelferð. 22. janúar 2024 08:39
Svandís grípur til aðgerða þótt lögfræðiálit segi að þess þurfi ekki Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, ætlar að fela óháðum aðila að fara yfir stjórnsýslu og lagaumgjörð hvalveiða og ríkislögmanni að leggja mat á erindi Hvals hf. um mögulegt uppgjör vegna hvalveiðimálsins. Þetta gerir Svandís þrátt fyrir að lögfræðilegt álit ráðuneytis segi að hún þurfi ekki að grípa til sérstakra aðgerða. 22. janúar 2024 08:20
Þing kemur saman og ríkisstjórn fundar Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí. Þingið hefst klukkan 15 í dag. Á dagskrá þingsins eru sjö mál. Þar á meðal eru málefni Grindavíkur en ríkisstjórnin kemur einnig saman í dag á sérstökum fundi til að ræða málefni bæjarins. 22. janúar 2024 06:37