Hissa yfir viðbrögðum Svandísar og segir þau vonbrigði Atli Ísleifsson og Heimir Már Pétursson skrifa 22. janúar 2024 11:43 Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segist hafa gert ráð fyrir að Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra myndi bregðast við að meiri auðmýkt. Vísir/Vilhelm Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðismanna, segir að viðbrögð Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra vegna álits umboðsmanns Alþingis vera sér vonbrigði. Hún segir að þingflokkur Sjálfstæðismanna muni fara yfir stöðuna síðar í dag. Þetta segir Hildur í samtali við fréttastofu. Svandís greindi frá því í morgun að hún ætli að fela óháðum aðila að fara yfir stjórnsýslu og lagaumgjörð hvalveiða og ríkislögmanni að leggja mat á erindi Hvals hf. um mögulegt uppgjör vegna hvalveiðimálsins. Þetta ætli hún að gera þrátt fyrir að lögfræðilegt álit ráðuneytis segi að hún þurfi ekki að grípa til sérstakra aðgerða. Þing kemur saman klukkan 15 í dag eftir jólahlé en þar verður lögð fram vantrauststillaga í garð Svandísar vegna hvalveiðimálsins. „Já, nú liggja fyrir þessi endanlegu viðbrögð ráðherra sem við höfum beðið eftir í einhvern tíma. Ég verð að viðurkenna að ég er mjög hissa yfir þessum viðbrögðum,“ segir Hildur. „Ég hefði haldið að ráðherra myndi svara þessu og bregðast við af meiri auðmýkt. En þetta er niðurstaða ráðherra. Hún er mér vonbrigði og ég leyfi mér að segja, fleirum í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Nú setjumst við yfir þessa stöðu. Það er það sem við höfum alltaf sagt og það er það sem liggur fyrir. Það er þingflokksfundur á eftir þar sem við munum ræða þetta,“ segir Hildur. En er ekki nokkuð ljóst að verji þingmenn Sjálfstæðisflokksins ekki ráðherrann falli þá er úti um ríkisstjórnina? „Eigum við að byrja á því að fara yfir þessi viðbrögð ráðherra. Ég tel rétt að gera það. Við erum með þingflokksfund á eftir. Það er svo Grindavíkurumræða klukkan þrjú og það eru líka Grindavíkurmál á dagskrá þingflokksfundarins sem eru þrátt fyrir allt í forgangi. Nú gerum við bara allt í réttri röð. En það er alveg óhætt að segja að viðbrögð ráðherra eru mér vonbrigði.“ Þannig að þú vilt ekkert koma fram með neinar tilgátur um hvort þingmenn Sjálfstæðisflokksins muni allir greiða atkvæði á móti vantraustinu? „Það hefur verið satt og rétt að við höfum ekki úttalað okkur um það fyrr en þessi viðbrögð lágu fyrir. Mér þykir rétt að við förum yfir það áður en við segjum eitthvað frekar. Við skulum bara gera hlutina í réttri röð. Það fer ágætlega á því að reyna að vanda sig,“ segir Hildur. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Vinstri græn Hvalveiðar Tengdar fréttir Vantrauststillagan um lögbrot ekki dýravelferð Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, leggur fram vantrauststillögu á hendur Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra á Alþingi í dag. Hún segir málið snúast um lögbrot en ekki dýravelferð. 22. janúar 2024 08:39 Svandís grípur til aðgerða þótt lögfræðiálit segi að þess þurfi ekki Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, ætlar að fela óháðum aðila að fara yfir stjórnsýslu og lagaumgjörð hvalveiða og ríkislögmanni að leggja mat á erindi Hvals hf. um mögulegt uppgjör vegna hvalveiðimálsins. Þetta gerir Svandís þrátt fyrir að lögfræðilegt álit ráðuneytis segi að hún þurfi ekki að grípa til sérstakra aðgerða. 22. janúar 2024 08:20 Þing kemur saman og ríkisstjórn fundar Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí. Þingið hefst klukkan 15 í dag. Á dagskrá þingsins eru sjö mál. Þar á meðal eru málefni Grindavíkur en ríkisstjórnin kemur einnig saman í dag á sérstökum fundi til að ræða málefni bæjarins. 22. janúar 2024 06:37 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Sjá meira
Þetta segir Hildur í samtali við fréttastofu. Svandís greindi frá því í morgun að hún ætli að fela óháðum aðila að fara yfir stjórnsýslu og lagaumgjörð hvalveiða og ríkislögmanni að leggja mat á erindi Hvals hf. um mögulegt uppgjör vegna hvalveiðimálsins. Þetta ætli hún að gera þrátt fyrir að lögfræðilegt álit ráðuneytis segi að hún þurfi ekki að grípa til sérstakra aðgerða. Þing kemur saman klukkan 15 í dag eftir jólahlé en þar verður lögð fram vantrauststillaga í garð Svandísar vegna hvalveiðimálsins. „Já, nú liggja fyrir þessi endanlegu viðbrögð ráðherra sem við höfum beðið eftir í einhvern tíma. Ég verð að viðurkenna að ég er mjög hissa yfir þessum viðbrögðum,“ segir Hildur. „Ég hefði haldið að ráðherra myndi svara þessu og bregðast við af meiri auðmýkt. En þetta er niðurstaða ráðherra. Hún er mér vonbrigði og ég leyfi mér að segja, fleirum í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Nú setjumst við yfir þessa stöðu. Það er það sem við höfum alltaf sagt og það er það sem liggur fyrir. Það er þingflokksfundur á eftir þar sem við munum ræða þetta,“ segir Hildur. En er ekki nokkuð ljóst að verji þingmenn Sjálfstæðisflokksins ekki ráðherrann falli þá er úti um ríkisstjórnina? „Eigum við að byrja á því að fara yfir þessi viðbrögð ráðherra. Ég tel rétt að gera það. Við erum með þingflokksfund á eftir. Það er svo Grindavíkurumræða klukkan þrjú og það eru líka Grindavíkurmál á dagskrá þingflokksfundarins sem eru þrátt fyrir allt í forgangi. Nú gerum við bara allt í réttri röð. En það er alveg óhætt að segja að viðbrögð ráðherra eru mér vonbrigði.“ Þannig að þú vilt ekkert koma fram með neinar tilgátur um hvort þingmenn Sjálfstæðisflokksins muni allir greiða atkvæði á móti vantraustinu? „Það hefur verið satt og rétt að við höfum ekki úttalað okkur um það fyrr en þessi viðbrögð lágu fyrir. Mér þykir rétt að við förum yfir það áður en við segjum eitthvað frekar. Við skulum bara gera hlutina í réttri röð. Það fer ágætlega á því að reyna að vanda sig,“ segir Hildur.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Vinstri græn Hvalveiðar Tengdar fréttir Vantrauststillagan um lögbrot ekki dýravelferð Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, leggur fram vantrauststillögu á hendur Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra á Alþingi í dag. Hún segir málið snúast um lögbrot en ekki dýravelferð. 22. janúar 2024 08:39 Svandís grípur til aðgerða þótt lögfræðiálit segi að þess þurfi ekki Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, ætlar að fela óháðum aðila að fara yfir stjórnsýslu og lagaumgjörð hvalveiða og ríkislögmanni að leggja mat á erindi Hvals hf. um mögulegt uppgjör vegna hvalveiðimálsins. Þetta gerir Svandís þrátt fyrir að lögfræðilegt álit ráðuneytis segi að hún þurfi ekki að grípa til sérstakra aðgerða. 22. janúar 2024 08:20 Þing kemur saman og ríkisstjórn fundar Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí. Þingið hefst klukkan 15 í dag. Á dagskrá þingsins eru sjö mál. Þar á meðal eru málefni Grindavíkur en ríkisstjórnin kemur einnig saman í dag á sérstökum fundi til að ræða málefni bæjarins. 22. janúar 2024 06:37 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Sjá meira
Vantrauststillagan um lögbrot ekki dýravelferð Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, leggur fram vantrauststillögu á hendur Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra á Alþingi í dag. Hún segir málið snúast um lögbrot en ekki dýravelferð. 22. janúar 2024 08:39
Svandís grípur til aðgerða þótt lögfræðiálit segi að þess þurfi ekki Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, ætlar að fela óháðum aðila að fara yfir stjórnsýslu og lagaumgjörð hvalveiða og ríkislögmanni að leggja mat á erindi Hvals hf. um mögulegt uppgjör vegna hvalveiðimálsins. Þetta gerir Svandís þrátt fyrir að lögfræðilegt álit ráðuneytis segi að hún þurfi ekki að grípa til sérstakra aðgerða. 22. janúar 2024 08:20
Þing kemur saman og ríkisstjórn fundar Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí. Þingið hefst klukkan 15 í dag. Á dagskrá þingsins eru sjö mál. Þar á meðal eru málefni Grindavíkur en ríkisstjórnin kemur einnig saman í dag á sérstökum fundi til að ræða málefni bæjarins. 22. janúar 2024 06:37