Lífið

„Hún gerir skamm­degið bjartara með brosinu einu saman“

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Kolbrún og Bergrún Íris opinberuðu samband sitt í lok síðasta árs.
Kolbrún og Bergrún Íris opinberuðu samband sitt í lok síðasta árs. Bergrún Íris

Mynd- og rithöfundurinn Bergrún Íris Sævarsdóttir sendi kærustu sinni, Kolbrúnu Ósk Skaftadóttur bókastjóra bókaútgáfunnar Bókabeitunnar, hjartnæma afmæliskveðju á samfélagsmiðlum í tilefni dagsins. 

Bergrún fer fögrum orðum um Kolbrúnu og lýsir henni meðal annars sem miklum stuðpinna.

„Skemmtilegasta, ljúfasta, fyndnasta og frábærasta konan á afmæli í dag. Hún gerir skammdegið bjartara með brosinu einu saman og er einn allra mesti afmælisstuðpinni sem ég þekki. En þessi einlæga gleði yfir tyllidögum og gleðitilefnum er einn af ótalmörgum fallegum eiginleikum hennar Kollu minnar,“ skrifar Bergrún við mynd af þeim saman.

Kolbrún og Bergrún hafa verið nánar vinkonur til fjölda ára. Bergrún Íris

Vináttan þróaðist yfir í ástarsamband

Parið opinberaði samband sitt í lok desember síðastliðinn eftir að hafa verið nánar vinkonur til fjölda ára.

Bergrún Íris er einn fremsti barnabókahöfundur landsins. Hún hlaut Barna- og ung­menna­bóka­verðlaun Vestn­or­ræna ráðsins fyr­ir bók sína Lang­elst­ur að ei­lífu árið 2020 og Íslensku bók­mennta­verðlaun­in fyr­ir sömu bók árið 2019. Fyrir bókina Kennarinn sem hvarf hlaut hún Barna­bóka­verðlaun Guðrún­ar Helga­dótt­ur og Fjöruverðlaunin árið 2019. Bergrún Íris var útnefnd Bæj­arlistamaður Hafn­ar­fjarðar árið 2020.

Kolbrún Ósk deilir bókmenntaáhuganum með Bergrúnu en samkvæmt Facebook síðu hennar starfar hún sem bókastjóri hjá Bókabeitunni. Kolbrún hefur einnig starfað hjá Storytel, Heimkaup og Forlaginu.

Smartland greindi frá því í október að Bergrún og fyrrum eiginmaður hennar, Andri Ómars­son, verk­efn­astjóri markaðsmá­la og upp­lif­un­ar hjá Isa­via, væru skilin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×