Yfirvararskeggið fraus á þjálfara Chiefs Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2024 07:01 Andy Reid kallar á sína menn í Kansas City Chiefs í kuldanum um helgina. Getty/David Eulitt Kansas City Chiefs komst áfram i undanúrslit Ameríkudeildarinnar með 26-7 sigri á Miami Dolphins þegar úrslitakeppni NFL-deildarinnar fór af stað um helgina. Leikurinn fór fram við afar krefjandi aðstæður enda var mjög kalt í Kansas City. Þetta var fjórði kaldasti leikurinn í sögu NFL-deildarinnar því það var allt að 27 stiga frost á meðan leiknum stóð. Kuldinn er aldrei ástæða til að fresta leik í NFL-deildinni og því þurftu leikmenn að harka af sér og spila leikinn í svo miklu frosti. View this post on Instagram A post shared by Sports Blog Nation (@sbnation) Leikmenn Chiefs eru kannski aðeins vanari þessum aðstæðum en strákarnir frá Flórída þar sem svona kuldi þekkist ekki. Höfðingjarnir unnu öruggan sigur eftir að hafa verið 16-7 yfir í hálfleik og unnið seinni hálfleikinn síðan 10-0. Ein af eftirminnilegustu myndum frá leiknum var sú af Andy Reid, þjálfara Kansas City Chiefs. Reid er einn reyndasti og sigursælasti þjálfarinn í NFL-deildinni og hefur séð ýmislegt á löngum ferli. Það er hins vega ekki vitað hvort að yfirvaraskeggið hans hafi frosið áður. Eins og sjá má hjá fyrir neðan þá fraus nefnilega yfirvararskeggið á þjálfara Chiefs á meðan leiknum stóð. Önnur lið sem komust áfram voru Houston Texans, Green Bay Packers og Detroit Lions. Lions vann 24-23 sigur á Los Angeles Rams en Packers liðið fór illa með Dallas á þeirra eigin heimavelli. Green Bay komst í 27-0 og vann leikinn 48-32. Houston vann Cleveland Browns mjög örugglega 45-14. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) NFL Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Fleiri fréttir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Sjá meira
Leikurinn fór fram við afar krefjandi aðstæður enda var mjög kalt í Kansas City. Þetta var fjórði kaldasti leikurinn í sögu NFL-deildarinnar því það var allt að 27 stiga frost á meðan leiknum stóð. Kuldinn er aldrei ástæða til að fresta leik í NFL-deildinni og því þurftu leikmenn að harka af sér og spila leikinn í svo miklu frosti. View this post on Instagram A post shared by Sports Blog Nation (@sbnation) Leikmenn Chiefs eru kannski aðeins vanari þessum aðstæðum en strákarnir frá Flórída þar sem svona kuldi þekkist ekki. Höfðingjarnir unnu öruggan sigur eftir að hafa verið 16-7 yfir í hálfleik og unnið seinni hálfleikinn síðan 10-0. Ein af eftirminnilegustu myndum frá leiknum var sú af Andy Reid, þjálfara Kansas City Chiefs. Reid er einn reyndasti og sigursælasti þjálfarinn í NFL-deildinni og hefur séð ýmislegt á löngum ferli. Það er hins vega ekki vitað hvort að yfirvaraskeggið hans hafi frosið áður. Eins og sjá má hjá fyrir neðan þá fraus nefnilega yfirvararskeggið á þjálfara Chiefs á meðan leiknum stóð. Önnur lið sem komust áfram voru Houston Texans, Green Bay Packers og Detroit Lions. Lions vann 24-23 sigur á Los Angeles Rams en Packers liðið fór illa með Dallas á þeirra eigin heimavelli. Green Bay komst í 27-0 og vann leikinn 48-32. Houston vann Cleveland Browns mjög örugglega 45-14. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible)
NFL Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Fleiri fréttir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn