Erfitt að lýsa hvernig er að sjá samfélagið brotna hægt og rólega Bjarki Sigurðsson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 14. janúar 2024 20:26 Haukur Einarsson Grindvíkingur var í bænum í fyrsta sinn í tvo mánuði þegar rýmingin átti sér stað. Vísir/Sigurjón Gist var í níutíu húsum í Grindavík í nótt og eins og áður segir gekk rýmingin vel í nótt. Einn þeirra sem gisti í bænum segir erfitt að lýsa því hvernig það er að horfa á samfélagið sitt hægt og rólega brotna niður. Hann segist hafa náð að halda ró sinni við rýmingu en mögulega eigi sorgin eftir að koma síðar. Þeir Grindvíkingar sem dvöldu í bænum í nótt vöknuðu við sírenur þegar Almannavarnir hófu að rýma bæinn skömmu eftir klukkan fjögur í morgun. Gist var á um það bil níutíu heimilum, svipað og hafði verið dagana þar á undan. Einn þeirra sem sváfu í bænum í nótt er Haukur Einarsson. Hann fór með eiginkonu sinni í bæinn í fyrsta sinn í tvo mánuði í gær. „Við lentum í matarboði hjá góðum vinum, allt gekk í lyndi og bara allt í rólegheitum. Fáir í bænum. Svo byrjaði hundurinn að gelta um þrjú leytið, sonur minn hringdi skömmu eftir en hann var andvaka í Reykjavík. Strax í kjölfarið kemur SMS um rýmingu. Þá var bara að taka saman og fljótlega heyrði ég í sírenum í bænum,“ segir Haukur. Hvernig var tilfinningin að koma í bæinn í fyrsta skipti í tvo mánuði og þurfa svo að rýma allt? „Ég var svo sem alveg rólegur yfir því en það hefur svo margt verið að hellast yfir okkur Grindvíkinga, sem er búið að slá okkur hægri vinstri. Sorgin kemur kannski seinna. Maður reynir að vera sterkur í dag, komast í gegnum þetta.“ Innviðir í bænum séu ekki það mikilvægasta í stóra samhenginu. „Húsið mitt er dauður hlutur. Það er samfélagið sem ég bý í. Það tekur mig sárt,“ segir Haukur. „Þetta er samfélagið sem maður er að sjá hægt og rólega brotna. Það er erfitt að lýsa því í lýsingarorðum hvernig maður horfir á það.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira
Þeir Grindvíkingar sem dvöldu í bænum í nótt vöknuðu við sírenur þegar Almannavarnir hófu að rýma bæinn skömmu eftir klukkan fjögur í morgun. Gist var á um það bil níutíu heimilum, svipað og hafði verið dagana þar á undan. Einn þeirra sem sváfu í bænum í nótt er Haukur Einarsson. Hann fór með eiginkonu sinni í bæinn í fyrsta sinn í tvo mánuði í gær. „Við lentum í matarboði hjá góðum vinum, allt gekk í lyndi og bara allt í rólegheitum. Fáir í bænum. Svo byrjaði hundurinn að gelta um þrjú leytið, sonur minn hringdi skömmu eftir en hann var andvaka í Reykjavík. Strax í kjölfarið kemur SMS um rýmingu. Þá var bara að taka saman og fljótlega heyrði ég í sírenum í bænum,“ segir Haukur. Hvernig var tilfinningin að koma í bæinn í fyrsta skipti í tvo mánuði og þurfa svo að rýma allt? „Ég var svo sem alveg rólegur yfir því en það hefur svo margt verið að hellast yfir okkur Grindvíkinga, sem er búið að slá okkur hægri vinstri. Sorgin kemur kannski seinna. Maður reynir að vera sterkur í dag, komast í gegnum þetta.“ Innviðir í bænum séu ekki það mikilvægasta í stóra samhenginu. „Húsið mitt er dauður hlutur. Það er samfélagið sem ég bý í. Það tekur mig sárt,“ segir Haukur. „Þetta er samfélagið sem maður er að sjá hægt og rólega brotna. Það er erfitt að lýsa því í lýsingarorðum hvernig maður horfir á það.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira