Vill að íslensk stjórnvöld standi í lappirnar gagnvart þeim norsku Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. janúar 2024 14:45 Helga Vala Helgadóttir er einn lögmanna Eddu Bjarkar en hún vinnur nú að því að reyna að koma hreyfingu á málið. Mikilvægast sé að koma Eddu heim. Einn lögmanna Eddu Bjarkar Arnardóttur þrýstir nú á ríkissaksóknara koma henni heim til Íslands sem allra fyrst. Nú verði íslensk stjórnvöld að standa í lappirnar gagnvart þeim norsku. Edda hlaut í gær tuttugu mánaða óskilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir að hafa flutt syni sína þrjá frá Noregi með einkaflugvél í mars 2022. Föður drengjanna hafði verið dæmd forsjá fyrir norskum dómstólum. Helga Vala Helgadóttir, einn lögmanna Eddu, vinnur nú að því að fá ríkissaksóknara til að koma Eddu heim til Íslands. „Það hefur komið í ljós og er staðfest í hinum norska dómi í gær að þær aðgerðir sem farið var í hér og eru enn viðvarandi voru ekki byggðar á traustum grunni. Það er að segja farbann, gæsluvarðhald, sem hún hefur mátt sæta frá því í nóvember. Hún er enn í Noregi og svo framsalið að það reyndist rangt að henni hafi nokkurn tímann verið birt ákæra eða fyrirkall, svokallað, um að hún þyrfti að mæta fyrir dóm í Noregi.“ Norski saksóknarinn viðurkennir að ekki hafi tekist að birta Eddu Björk stefnu í sumar því heimilisfang hennar á Íslandi hafi verið rangt slegið inn. Norska lögreglan hafi í ofanálag ekki óskað eftir aðstoð frá íslenskum yfirvöldum varðandi birtingu stefnunnar, hvorki með stafrænum leiðum né með fyrirspurnum til verjanda Eddu. Edda fékk afslátt af refsingu sinni vegna þessa klúðurs. „Í rauninni var það eina skilyrði sett af hálfu íslenskra stjórnvalda að hún myndi afplána á Íslandi það er að segja þegar samþykkt var framsal á þessum íslenska ríkisborgara til Noregs - sem er líka í rauninni nánast fordæmalaust að sé gert í þessum tilvikum - þannig að nú skulu íslensk stjórnvöld standa í lappirnar gagnvart þeim norsku að fara þó eftir eigin skilyrðum sem þau settu fyrir framsalinu. Hún á auðvitað hér börn sem hún þarf að annast, ólögráða dætur, hún á sambýlismann, hún á rétt á því að íslensk stjórnvöld standi nú einu sinni með henni eftir þessar hörmungar sem hafa dunið á henni.“ Aðstæðurnar í fangelsinu séu afar slæmar. „Hún er búin að vera þarna í rammgirtu norsku fangelsi með ofboðslega takmarkaðar heimildir til að vera í samskiptum og annað og það er auðvitað alvarlegt mál. Hver dagur í slíkri frelsissviptingu, hvort sem er hana eða aðra er mjög íþyngjandi.“ Mál Eddu Bjarkar Noregur Tengdar fréttir Slógu heimilisfangið rangt inn og gerðu engar fleiri tilraunir Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi veitti Eddu Björk Arnardóttur afslátt af refsingu vegna klúðurs norsku lögreglunnar að fresta aðalmeðferð í ágúst síðastliðnum á þeim grundvelli að Edda Björk ætlaði ekki að mæta. Viðurkennt var að lögreglan hefði slegið heimilsfang Eddu rangt inn og ekki leitað frekari leiða til að birta henni fyrirkall sem hún fyrir vikið svaraði aldrei. 11. janúar 2024 17:30 Edda Björk dæmd í tuttugu mánaða fangelsi Edda Björk Arnardóttir hefur verið dæmd í tuttugu mánaða fangelsi fyrir að nema börn sín á brott frá Noregi. Aðalmeðferð í máli Eddu Bjarkar fór fram í þingsréttinum í Þelamörk í desember og nú hefur norskur dómstóll kveðið upp dóm sinn. 11. janúar 2024 14:40 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Sjá meira
Edda hlaut í gær tuttugu mánaða óskilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir að hafa flutt syni sína þrjá frá Noregi með einkaflugvél í mars 2022. Föður drengjanna hafði verið dæmd forsjá fyrir norskum dómstólum. Helga Vala Helgadóttir, einn lögmanna Eddu, vinnur nú að því að fá ríkissaksóknara til að koma Eddu heim til Íslands. „Það hefur komið í ljós og er staðfest í hinum norska dómi í gær að þær aðgerðir sem farið var í hér og eru enn viðvarandi voru ekki byggðar á traustum grunni. Það er að segja farbann, gæsluvarðhald, sem hún hefur mátt sæta frá því í nóvember. Hún er enn í Noregi og svo framsalið að það reyndist rangt að henni hafi nokkurn tímann verið birt ákæra eða fyrirkall, svokallað, um að hún þyrfti að mæta fyrir dóm í Noregi.“ Norski saksóknarinn viðurkennir að ekki hafi tekist að birta Eddu Björk stefnu í sumar því heimilisfang hennar á Íslandi hafi verið rangt slegið inn. Norska lögreglan hafi í ofanálag ekki óskað eftir aðstoð frá íslenskum yfirvöldum varðandi birtingu stefnunnar, hvorki með stafrænum leiðum né með fyrirspurnum til verjanda Eddu. Edda fékk afslátt af refsingu sinni vegna þessa klúðurs. „Í rauninni var það eina skilyrði sett af hálfu íslenskra stjórnvalda að hún myndi afplána á Íslandi það er að segja þegar samþykkt var framsal á þessum íslenska ríkisborgara til Noregs - sem er líka í rauninni nánast fordæmalaust að sé gert í þessum tilvikum - þannig að nú skulu íslensk stjórnvöld standa í lappirnar gagnvart þeim norsku að fara þó eftir eigin skilyrðum sem þau settu fyrir framsalinu. Hún á auðvitað hér börn sem hún þarf að annast, ólögráða dætur, hún á sambýlismann, hún á rétt á því að íslensk stjórnvöld standi nú einu sinni með henni eftir þessar hörmungar sem hafa dunið á henni.“ Aðstæðurnar í fangelsinu séu afar slæmar. „Hún er búin að vera þarna í rammgirtu norsku fangelsi með ofboðslega takmarkaðar heimildir til að vera í samskiptum og annað og það er auðvitað alvarlegt mál. Hver dagur í slíkri frelsissviptingu, hvort sem er hana eða aðra er mjög íþyngjandi.“
Mál Eddu Bjarkar Noregur Tengdar fréttir Slógu heimilisfangið rangt inn og gerðu engar fleiri tilraunir Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi veitti Eddu Björk Arnardóttur afslátt af refsingu vegna klúðurs norsku lögreglunnar að fresta aðalmeðferð í ágúst síðastliðnum á þeim grundvelli að Edda Björk ætlaði ekki að mæta. Viðurkennt var að lögreglan hefði slegið heimilsfang Eddu rangt inn og ekki leitað frekari leiða til að birta henni fyrirkall sem hún fyrir vikið svaraði aldrei. 11. janúar 2024 17:30 Edda Björk dæmd í tuttugu mánaða fangelsi Edda Björk Arnardóttir hefur verið dæmd í tuttugu mánaða fangelsi fyrir að nema börn sín á brott frá Noregi. Aðalmeðferð í máli Eddu Bjarkar fór fram í þingsréttinum í Þelamörk í desember og nú hefur norskur dómstóll kveðið upp dóm sinn. 11. janúar 2024 14:40 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Sjá meira
Slógu heimilisfangið rangt inn og gerðu engar fleiri tilraunir Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi veitti Eddu Björk Arnardóttur afslátt af refsingu vegna klúðurs norsku lögreglunnar að fresta aðalmeðferð í ágúst síðastliðnum á þeim grundvelli að Edda Björk ætlaði ekki að mæta. Viðurkennt var að lögreglan hefði slegið heimilsfang Eddu rangt inn og ekki leitað frekari leiða til að birta henni fyrirkall sem hún fyrir vikið svaraði aldrei. 11. janúar 2024 17:30
Edda Björk dæmd í tuttugu mánaða fangelsi Edda Björk Arnardóttir hefur verið dæmd í tuttugu mánaða fangelsi fyrir að nema börn sín á brott frá Noregi. Aðalmeðferð í máli Eddu Bjarkar fór fram í þingsréttinum í Þelamörk í desember og nú hefur norskur dómstóll kveðið upp dóm sinn. 11. janúar 2024 14:40