Á sjóðheitu stefnumóti í pottinum Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 11. janúar 2024 13:01 Þorleifur Örn leikstýrir Eddu sem er til sýninga í Þjóðleikhúsinu. Vísir/Vilhelm Sundhöll Reykjavíkur er sjóðandi heitur stefnumótastaður og það vita þau Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri og Erna Mist listmálari sem böðuðu sig í heitu vatninu í gær. Um er að ræða eitt nýjasta og heitasta par landsins. Fleiri fóru á heit stefnumót í gær en reyndar utan landsteinanna. Dorrit Moussaieff fyrrverandi forsetafrú og stórleikarinn Michael Caine snæddu mat á The Ivy Chelsea Garden í London. Dorrit birti mynd af sér með hinum níræða Caine sem óhætt er að segja að sé goðsögn í kvikmyndabransanum. Þekktir Íslendingar hafa verið á ferð og flugi. Margir stunda líkamsræktina grimmt og Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir, betur þekkt sem söngkonan GDRN, skellti sér í World Class í Ögurhvarfi. Björg Magnúsdóttir, sjónvarpskona og nýráðinn aðstoðarmaður Einars Þorsteinssonar borgarstjóra, endurnýjaði kynnin við Vesturbæinn með heimsókn á Kaffi Vest á þriðjudaginn. Björg bjó lengi í Vesturbænum en hefur flutt sig um set í Reykjavík. Þar var útvarpsmaðurinn Gunnar Hanson, samstarfsmaður hennar á RÚV, sömuleiðis og trymbillinn Sigtryggur Baldursson. Fá kaffihús komast með tærnar þar sem Kaffi Vest hefur hælana hvað varðar fræga fólkið á Íslandi. Hrafn Gunnlaugsson leikstjóri skellti sér í gulu CROCS-skóna sína og pantaði sér hamborgara á Metro í Skeifunni. Handboltakempan Sigurður Valur Sveinsson færði skátunum dósir í gjöf á grenndarstöð í Vogunum. Íslenska karlalandsliðið hefur keppni á morgum og Siggi vill mögulega rýma fyrir dósum sem kunna að tæmast á meðan mótinu stendur. Fjölmiðlamaðurinn Frosti Logason lætur vætuna í janúar ekki stoppa sig á Hopphjólinu og sást á einu slíku í Hallarmúlanum í vikunni. Ingólfur Þórarinsson veðurguð undirbýr tónleika á Selfossi og hefur safnað kröftum fyrir þá í útlandinu. Hann kom til landsins á föstudaginn en margur Íslendingurinn varði áramótunum í heitara loftslagi. Lokað hefur verið í Bláfjöllum undanfarna fjóra daga en skíðasvæðið var vel sótt þar á undan. Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir sjónvarpskona og Haukur Ingi Guðnason verslunareigandi lögðust í það metnaðarfulla verkefni að henda sér með alla krakkana á skíði. Miðað við mynd sem tekin var af hópnum tókst ferðin vel. Þó vika sé liðin þá er ekki hægt að sleppa því að greina frá vel mönnuðu kvöldi á Apótekinu síðastliðinn fimmtudag. Þar sátu Tinna Aðalbjörnsdóttir, sem starfar við leikaraval og er annar eigandi Ey agency, og Elías Guðmundsson hjá Héðni Kitchen í hrókasamræðum. Þar var líka Jökull Júlíusson söngvari Kaleo ásamt kærustu sinni Telmu Fanneyju Magnúsdóttur í góðra vina hópi. Frægir á ferð Ástin og lífið Mest lesið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Endaði í hjólastól en fann styrkinn í kraftlyftingum Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Endaði í hjólastól en fann styrkinn í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Sjá meira
Fleiri fóru á heit stefnumót í gær en reyndar utan landsteinanna. Dorrit Moussaieff fyrrverandi forsetafrú og stórleikarinn Michael Caine snæddu mat á The Ivy Chelsea Garden í London. Dorrit birti mynd af sér með hinum níræða Caine sem óhætt er að segja að sé goðsögn í kvikmyndabransanum. Þekktir Íslendingar hafa verið á ferð og flugi. Margir stunda líkamsræktina grimmt og Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir, betur þekkt sem söngkonan GDRN, skellti sér í World Class í Ögurhvarfi. Björg Magnúsdóttir, sjónvarpskona og nýráðinn aðstoðarmaður Einars Þorsteinssonar borgarstjóra, endurnýjaði kynnin við Vesturbæinn með heimsókn á Kaffi Vest á þriðjudaginn. Björg bjó lengi í Vesturbænum en hefur flutt sig um set í Reykjavík. Þar var útvarpsmaðurinn Gunnar Hanson, samstarfsmaður hennar á RÚV, sömuleiðis og trymbillinn Sigtryggur Baldursson. Fá kaffihús komast með tærnar þar sem Kaffi Vest hefur hælana hvað varðar fræga fólkið á Íslandi. Hrafn Gunnlaugsson leikstjóri skellti sér í gulu CROCS-skóna sína og pantaði sér hamborgara á Metro í Skeifunni. Handboltakempan Sigurður Valur Sveinsson færði skátunum dósir í gjöf á grenndarstöð í Vogunum. Íslenska karlalandsliðið hefur keppni á morgum og Siggi vill mögulega rýma fyrir dósum sem kunna að tæmast á meðan mótinu stendur. Fjölmiðlamaðurinn Frosti Logason lætur vætuna í janúar ekki stoppa sig á Hopphjólinu og sást á einu slíku í Hallarmúlanum í vikunni. Ingólfur Þórarinsson veðurguð undirbýr tónleika á Selfossi og hefur safnað kröftum fyrir þá í útlandinu. Hann kom til landsins á föstudaginn en margur Íslendingurinn varði áramótunum í heitara loftslagi. Lokað hefur verið í Bláfjöllum undanfarna fjóra daga en skíðasvæðið var vel sótt þar á undan. Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir sjónvarpskona og Haukur Ingi Guðnason verslunareigandi lögðust í það metnaðarfulla verkefni að henda sér með alla krakkana á skíði. Miðað við mynd sem tekin var af hópnum tókst ferðin vel. Þó vika sé liðin þá er ekki hægt að sleppa því að greina frá vel mönnuðu kvöldi á Apótekinu síðastliðinn fimmtudag. Þar sátu Tinna Aðalbjörnsdóttir, sem starfar við leikaraval og er annar eigandi Ey agency, og Elías Guðmundsson hjá Héðni Kitchen í hrókasamræðum. Þar var líka Jökull Júlíusson söngvari Kaleo ásamt kærustu sinni Telmu Fanneyju Magnúsdóttur í góðra vina hópi.
Frægir á ferð Ástin og lífið Mest lesið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Endaði í hjólastól en fann styrkinn í kraftlyftingum Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Endaði í hjólastól en fann styrkinn í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Sjá meira