Lífið

Fyrsta stiklan úr nýjum Útkallsþáttum

Boði Logason skrifar
Óttar Sveinsson hefur gefið út 30 Útkallsbækur og byrjar nú með nýja þætti á Vísi á sunnudögum.
Óttar Sveinsson hefur gefið út 30 Útkallsbækur og byrjar nú með nýja þætti á Vísi á sunnudögum. Heiðar

Útkall eru nýir þættir sem verða frumsýndir á Vísi klukkan sjö á sunnudagsmorgun. Þátturinn verður sýndur á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi klukkan 20:00 um kvöldið. 

Um er að ræða átta þætti sem eru byggðir á Útkallsbókaseríunni, metsölubókum Óttars Sveinssonar. Þættirnir eru framleiddir af kvikmyndagerðarmanninum Heiðari Aðalbjörnssyni. 

Í hverjum þætti verður einn atburður tekinn fyrir og ýmist rætt við þá sem var bjargað eða þá sem komu að björgunaraðgerðum. 

Í fyrsta þættinum á sunnudag verður fjallað um hið hörmulega sjóslys þegar flutningaskipið Dísarfell sökk um 100 sjómílum suðaustur af Hornafirði árið 1997. Tíu mönnum var bjargað um borð í TF-LÍF, þyrlu Landhelgisgæslunnar. Tveir menn létust.

Eins og áður segir verður fyrsti þáttur sýndur klukkan sjö á sunnudagsmorgun. Þátturinn verður sýndur á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi klukkan 20:00 um kvöldið.

Hér fyrir neðan má sjá fyrstu stikluna úr þáttunum.


Tengdar fréttir

Flóðgáttirnar opnast þegar loksins er rætt um áföllin

Undanfarna þrjá áratugi hefur Óttar Sveinsson skrifað ótrúlegar sögur fólks úr íslenskum veruleika - frásagnir af mögnuðum björgunarafrekum og baráttu upp á líf og dauða. Fyrsta Útkallsbókin kom út árið 1994. Nú er sú þrítugasta komin út: Útkall – Mayday – erum að sökkva. Tvær bækur standa upp úr enda sögurnar með endæmum dramatískar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×