Innlent

Bæjar­­stjóri leggst yfir aparólu­málið

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, hyggst funda með hönnuðum eins fljótt og auðið er um framkvæmdir við Eyrartún. 
Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, hyggst funda með hönnuðum eins fljótt og auðið er um framkvæmdir við Eyrartún.  Ísafjarðarbær

Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar hefur óskað eftir fundi með hönnuðum leikvallar á Eyrartúni svo hægt sé að kanna hvort hægt sé að koma betur til móts við sjónarmið íbúa vegna staðsetningar væntanlegrar aparólu.

Þetta kemur fram í skriflegu svari Örnu Láru Jónsdóttur, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar við fyrirspurn Vísi. Eins og greint var frá í lok desember kærði íbúi við Túngötu framkvæmdirnar til úrskurðarnefndar umhverfis-og auðlindamála. Nefndin vísaði máli mannsins frá.

Íbúinn taldi leikvöllinn á Eyrartúni myndu hafa veruleg grenndaráhrif á íbúa hússins, sérstaklega hvað varði hljóðvist og innsýn. Framkvæmdin væri þar með leyfisskyld en sstarfsmenn sveitarfélagsins sögðu svo ekki vera, hún væri í samræmi við skipulagsáætlanir sveitarfélagsins.

Til mikils að vinna

Eftir að nefndin vísaði málinu frá fól bæjarráð Ísafjarðarbæjar bæjarstjóra að skoða hvort hægt sé að koma betur til móts við sjónarmiða íbúa.

Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri, segir í svari til Vísis að hún vonist til að ná fundi um málið í vikunni með hönnuðum svæðisins. „Markmiðið er að gera skemmtilegt leiksvæði fyrir börn og það er mikil til unnis ef við getum gert það í sátt við íbúa,“ segir Arna.


Tengdar fréttir

Enn tekist á um ærslabelginn á Ísafirði

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu íbúa um að ógilda ákvörðun bæjaryfirvalda á Ísafirði um að verða ekki við kröfu hans um að ærslabelgur í bænum verði færður.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×