Lífið

Sinéad O’Connor lést af náttúru­legum or­sökum

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Sinead O'Connor á tónleikum í Tórínó.
Sinead O'Connor á tónleikum í Tórínó. Roberto Finizio/Getty Images

Írska stórsöngkonan Sinéad O’Connor lést af náttúrulegum orsökum, að því er krufning hefur leitt í ljós.

Breska ríkisútvarpið greinir frá málinu en söngkonan fannst látin á heimili sínu í júlí. Hún var 56 ára gömul en ekki hafði verið greint frá dánarorsök hennar fyrr en nú.

Í stuttri tilkynningu frá dánardómstjóra segir að ekkert óeðlilegt hafi komið í ljós við krufningu hennar. Rannsókn málsins sé lokið.

Sinéad gaf alls út tíu breiðskífur og öðlaðist heimsfrægð árið 1990 þegar hún gaf út ábreiðu af Nothing Compares 2 U eftir Prince. Lagið var efst á lista Billboard yfir smáskífur ársins árið 1990.

Söngkonan lét eftir sig þrjú börn. Sonur hennar Shane O’Connor féll fyrir eigin hendi í fyrra aðeins sautján ára að aldri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×