Innlent

Sam­dráttur í kjöt­fram­leiðslu á­hyggju­efni

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir samdrátt íslenskrar kjötframleiðslu verulegt áhyggjuefni.
Framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir samdrátt íslenskrar kjötframleiðslu verulegt áhyggjuefni. Bændasamtökin/Magnús Hlynur

Fram­kvæmda­stjóri Bænda­sam­tak­anna seg­ir sam­drátt­ í kjöt­fram­leiðslu veru­legt áhyggju­efni. Samdráttin megi rekja til hækkunar á fjármagnskostnaði og fóðri og erfiðri samkeppni íslenskra afurða við innflutt kjöt.

Þetta kemur fram í viðtali mbl.is við Vig­dísi Häsler, framkvæmdastjóra samtakanna.

Þar kemur fram að kjöt­fram­leiðsla í nóv­em­ber 2023 hafi dregist sam­an um tíu prósent frá fyrra ári en alls voru fram­leidd 1.798 tonn í mánuðinum. Vigdís segir kjötframleiðslu dragast saman í öllum kjötgreinum.

Vigdís segir að rekja megi sam­drátt­inn að stór­um hluta til þeirra áhrifaþátta sem Bænda­sam­tök­in hafa vakið at­hygli á allt síðasta ár. Aukinn fjár­magns­kostnaðar, hækk­un á fóðurverði og sam­keppni sem ís­lensk­ar afurðir eiga við inn­flutn­ing­inn ráði mestu að hennar mati.

Riða, innflutningur og stríð

Í viðtalinu við mbl tekur Vigdís kindakjöt sem dæmi. Þar sé fækkun á vetrarfóðruðum og svo hafi þurft að skera hátt í 600 til 700 kindur vegna riðu síðustu tvö ár. Það sé gríðarlegt högg.

Mikill innflutningur á nautakjöti síðustu ár hafi haft mikil áhrif á framleiðslu innanlands að sögn Vigdísar. Fóðurkostnaður vegna innrásar Rússa í Úkraínu hafi einnig haft mikill áhrif á greinina.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×