Landlæknir, ráðherrar og rithöfundar orðaðir við Bessastaði Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. janúar 2024 21:30 Andrés Jónsson, almannatengill, býst við fjörugum kappræðum og mörgum frambjóðendum Vísir/einar Forystufólk í heilbrigðiskerfinu, ráðherrar og rithöfundar eru orðaðir við forsetaframboð í sumar. Almannatengill býst við fjörugum kappræðum og mörgum frambjóðendum. Hann telur að sagan muni fara mjúkum höndum um núverandi forseta og ákvörðun hans um að láta gott heita. Nú fer í hönd sá tími þar sem fólk ýmist mátar sig eða aðra í embætti forseta Íslands. Andrés Jónsson, eigandi Góðra samskipta, leggur mikinn metnað í þessar bollaleggingar og hefur útbúið viðamikið skjal yfir það fólk sem er orðað við framboð. „Þú þarft eiginlega að hafa sýnt fram á að þú hafir þessa hæfni sem til þarf eða staðið vel í krefjandi aðstæðum eða komið að einhverjum málaflokki sem er íslensku þjóðinni dýrmætur,“ segir Andrés um mögulega frambjóðendur. Heilbrigðiskerfið er einn þessara málaflokka sem stendur þjóðinni nærri. „Þar getum við nefnt Ölmu Möller landlækni, Björn Zoëga forstjóra Karólínska, Pál Matthíasson fyrrverandi forstjóra Landspítalans.“ Þá hafa nokkrir úr heimi menningar og lista verið nefndir. „Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtjóri, Sigríður Hagalín Björnsdóttir hefur verið nefnd, og Brynhildur Guðjónsdóttir Borgarleikhússtjóri.“ „Svo gætum við jafnvel farið í viðskiptalífið. Það hefur í rauninni ekki komið forseti þaðan en Hörður Arnarson hefur lengi verið forstjóri Landsvirkjunar og hefur notið aukins trausts eftir því sem á hefur liðið. Ásta Fjeldsted nýtur virðingar í sínu starfi og er ungur forstjóri í Kauphöllinni, Rannveig Rist hefur oft verið nefnd og einhverjir fleiri.“ Loks hafa þónokkrir verið nefndir sem starfa á hinu pólitíska sviði. „Katrínar Jakobsdóttir er auðvitað nefnt af mörgum og var nefnt af mörgum kannski hér fyrir fjórum árum og hefur aðeins hrapað í persónulegum vinsældum síðan en ekki spurning að hún yrði mjög sterk, færi hún fram og síðan má nefna fólk sem nýtur trausts fyrir utan sínar raðir, Willum Þór, heilbrigðisráðherra, væri hægt að nefna, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri í Reykjaesbæ hef ég heyrt.“ Svo eru það þau sem hafa yfirgefið hið pólitíska svið. „Ingibjörg Sólrún, Össur Skarphéðinsson, jafnvel Geir Haarde og Þorsteinn Pálsson þannig að það er leitað líka í þennan flokk, ekki spurning.“ Andrés býst við að málið liggi ljóst fyrir í kringum páska og að margir verði í framboði og kappræðurnar fjörugar. „Þetta verður sprettur, þetta er óvænt og það er fullt af fólki sem hefur einhvern tímann mátað sig í þetta sem bjóst ekki við þessu, nú þarf það að ákveða hvort það ætli að stökkva eða hrökkva því forsetar sitja oft einmitt í tólf til tuttugu ár þannig að tækifærin koma ekki oft á ævinni, ef þú hefur þennan draum í maganum.“ Ákvörðun Guðna kom mörgum á óvart, sérstaklega í ljósi vinsælda hans. „Þau hjónin eru bæði mjög vinsæl og farsæl og ég held að sagan muni fara mjúkum höndum um Guðna fyrir að hafa gert einmitt þetta.“ Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir „Ég hef enga eftirsjá“ „Hér sit ég sjö mánuði enn, eftir það geri ég fastlega ráð fyrir því að sinna fræða og rannsóknarstörfum, hverfa á ný í þann heim sem ég kom úr. En annars veit ég ekkert hvað framtíðin beri í skauti sér þar fyrir utan. Við látum það ráðast,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins, sem tilkynnti í gær að hann ætlaði að láta tvö kjörtímabil nægja og ætlar ekki að gefa kost á sér aftur. 2. janúar 2024 16:04 Alls kyns yfirlýsingar tengdar forsetaframboði Þjóðþekktir einstaklingar hafa gefið út ýmiss konar yfirlýsingar tengdar forsetaframboði eftir að Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands tilkynnti að hann muni ekki sækjast eftir endurkjöri. Dóri DNA fullyrðir að hann muni bjóða sig fram. 1. janúar 2024 16:39 Hjónin hafi ákveðið að verja lífinu á annan hátt Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðingur og prófessor emiritus, segir að ákvörðun Guðna Th. Jóhannessonar forseta að sækjast ekki eftir endurkjöri hafi komið sér ákaflega mikið á óvart. „Ég, eins og fleiri, átti von á því að hann myndi taka eitt kjörtímabil í viðbót þannig að þetta yrðu samtals tólf ár.“ 1. janúar 2024 14:12 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Fleiri fréttir „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Sjá meira
Nú fer í hönd sá tími þar sem fólk ýmist mátar sig eða aðra í embætti forseta Íslands. Andrés Jónsson, eigandi Góðra samskipta, leggur mikinn metnað í þessar bollaleggingar og hefur útbúið viðamikið skjal yfir það fólk sem er orðað við framboð. „Þú þarft eiginlega að hafa sýnt fram á að þú hafir þessa hæfni sem til þarf eða staðið vel í krefjandi aðstæðum eða komið að einhverjum málaflokki sem er íslensku þjóðinni dýrmætur,“ segir Andrés um mögulega frambjóðendur. Heilbrigðiskerfið er einn þessara málaflokka sem stendur þjóðinni nærri. „Þar getum við nefnt Ölmu Möller landlækni, Björn Zoëga forstjóra Karólínska, Pál Matthíasson fyrrverandi forstjóra Landspítalans.“ Þá hafa nokkrir úr heimi menningar og lista verið nefndir. „Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtjóri, Sigríður Hagalín Björnsdóttir hefur verið nefnd, og Brynhildur Guðjónsdóttir Borgarleikhússtjóri.“ „Svo gætum við jafnvel farið í viðskiptalífið. Það hefur í rauninni ekki komið forseti þaðan en Hörður Arnarson hefur lengi verið forstjóri Landsvirkjunar og hefur notið aukins trausts eftir því sem á hefur liðið. Ásta Fjeldsted nýtur virðingar í sínu starfi og er ungur forstjóri í Kauphöllinni, Rannveig Rist hefur oft verið nefnd og einhverjir fleiri.“ Loks hafa þónokkrir verið nefndir sem starfa á hinu pólitíska sviði. „Katrínar Jakobsdóttir er auðvitað nefnt af mörgum og var nefnt af mörgum kannski hér fyrir fjórum árum og hefur aðeins hrapað í persónulegum vinsældum síðan en ekki spurning að hún yrði mjög sterk, færi hún fram og síðan má nefna fólk sem nýtur trausts fyrir utan sínar raðir, Willum Þór, heilbrigðisráðherra, væri hægt að nefna, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri í Reykjaesbæ hef ég heyrt.“ Svo eru það þau sem hafa yfirgefið hið pólitíska svið. „Ingibjörg Sólrún, Össur Skarphéðinsson, jafnvel Geir Haarde og Þorsteinn Pálsson þannig að það er leitað líka í þennan flokk, ekki spurning.“ Andrés býst við að málið liggi ljóst fyrir í kringum páska og að margir verði í framboði og kappræðurnar fjörugar. „Þetta verður sprettur, þetta er óvænt og það er fullt af fólki sem hefur einhvern tímann mátað sig í þetta sem bjóst ekki við þessu, nú þarf það að ákveða hvort það ætli að stökkva eða hrökkva því forsetar sitja oft einmitt í tólf til tuttugu ár þannig að tækifærin koma ekki oft á ævinni, ef þú hefur þennan draum í maganum.“ Ákvörðun Guðna kom mörgum á óvart, sérstaklega í ljósi vinsælda hans. „Þau hjónin eru bæði mjög vinsæl og farsæl og ég held að sagan muni fara mjúkum höndum um Guðna fyrir að hafa gert einmitt þetta.“
Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir „Ég hef enga eftirsjá“ „Hér sit ég sjö mánuði enn, eftir það geri ég fastlega ráð fyrir því að sinna fræða og rannsóknarstörfum, hverfa á ný í þann heim sem ég kom úr. En annars veit ég ekkert hvað framtíðin beri í skauti sér þar fyrir utan. Við látum það ráðast,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins, sem tilkynnti í gær að hann ætlaði að láta tvö kjörtímabil nægja og ætlar ekki að gefa kost á sér aftur. 2. janúar 2024 16:04 Alls kyns yfirlýsingar tengdar forsetaframboði Þjóðþekktir einstaklingar hafa gefið út ýmiss konar yfirlýsingar tengdar forsetaframboði eftir að Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands tilkynnti að hann muni ekki sækjast eftir endurkjöri. Dóri DNA fullyrðir að hann muni bjóða sig fram. 1. janúar 2024 16:39 Hjónin hafi ákveðið að verja lífinu á annan hátt Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðingur og prófessor emiritus, segir að ákvörðun Guðna Th. Jóhannessonar forseta að sækjast ekki eftir endurkjöri hafi komið sér ákaflega mikið á óvart. „Ég, eins og fleiri, átti von á því að hann myndi taka eitt kjörtímabil í viðbót þannig að þetta yrðu samtals tólf ár.“ 1. janúar 2024 14:12 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Fleiri fréttir „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Sjá meira
„Ég hef enga eftirsjá“ „Hér sit ég sjö mánuði enn, eftir það geri ég fastlega ráð fyrir því að sinna fræða og rannsóknarstörfum, hverfa á ný í þann heim sem ég kom úr. En annars veit ég ekkert hvað framtíðin beri í skauti sér þar fyrir utan. Við látum það ráðast,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins, sem tilkynnti í gær að hann ætlaði að láta tvö kjörtímabil nægja og ætlar ekki að gefa kost á sér aftur. 2. janúar 2024 16:04
Alls kyns yfirlýsingar tengdar forsetaframboði Þjóðþekktir einstaklingar hafa gefið út ýmiss konar yfirlýsingar tengdar forsetaframboði eftir að Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands tilkynnti að hann muni ekki sækjast eftir endurkjöri. Dóri DNA fullyrðir að hann muni bjóða sig fram. 1. janúar 2024 16:39
Hjónin hafi ákveðið að verja lífinu á annan hátt Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðingur og prófessor emiritus, segir að ákvörðun Guðna Th. Jóhannessonar forseta að sækjast ekki eftir endurkjöri hafi komið sér ákaflega mikið á óvart. „Ég, eins og fleiri, átti von á því að hann myndi taka eitt kjörtímabil í viðbót þannig að þetta yrðu samtals tólf ár.“ 1. janúar 2024 14:12