Mögulegt gos líklega eins og það síðasta Jón Þór Stefánsson skrifar 2. janúar 2024 13:41 „Þetta er held ég ekki neitt til að hafa mjög stórar áhyggjur af,“ segirÞorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. Vísir/RAX/Arnar Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur líklegt að mögulegt eldgos á Reykjanesskaga verði líkt síðasta gosi, sem varð í nýliðnum desember. „Landrisið heldur áfram, en hefur hægt aðeins á sér, og það er svolítið svipað og gerðist fyrir síðasta atburð. Þessi tankur, það er næstum því búið að fylla hann. Hann er að komast á mestu þenslu áður enn hann gefur sig. Þannig það er alveg rétt að líkurnar á gosi eru að aukast eitthvað, þó að við vitum ekki með vissu að það gjósi,“ segir Þorvaldur í samtali við Fréttastofu. Veðurstofa Íslands greindi frá því fyrr í dag að vísbending væri um að kvikuþrýstingur væri að byggjast upp og þar með væru líkur á eldgosi að aukast. „Þrýstingurinn í hólfinu er orðinn meiri en styrkurinn á þakinu eða veggjunum umhverfis hólfið þá opnar það sprunguna, og kvikan leitar í sprunguna. Ef sprungan opnast alla leiðina að yfirborðinu þá leitar kvikan þangað og gýs,“ segir Þorvaldur. Hann segir að svo virðist þó vera sem kvikumagnið sé ekki sérlega mikið „Ég held að þetta séu kannski fimm, sex milljón rúmmetrar. Þetta gæti kannski farið upp í átta til tíu. Þetta tæmist síðan aldrei alveg, þannig að gosið yrði eitthvað minna að rúmmáli. Kannski svipað því sem varð í síðasta gosi, sem var ekki mikið meira enn fimm, sex milljón rúmmetrar.“ Ekkert til að hafa mjög stórar áhyggjur af Þorvaldur telur því mögulegt að gosið verði líkt síðasta gosi. Það gæti byrjað með sömu framleiðni, en kannski muni það dragast einum til tveimur dögum lengur. Þá sé einnig líklegt að gosið verði á svipuðum slóðum. „Mér finnst það langlíklegast, þó svo að aðrir möguleikar séu í stöðunni og þar fram eftir götunum. Miðað við fyrri atburðarás og hvernig þetta er að þróast þá finnst mér það líklegasta sviðsmyndin. Þetta er held ég ekki neitt til að hafa mjög stórar áhyggjur af.“ Minnkandi landris sem nú er að eiga sér stað er líkt við ástandið sem var þann fimmtánda desember. Þremur dögum eftir það gaus, en aðspurður segir Þorvaldur alveg hægt að miða við þann tímaramma, kannski muni gosið gefa sér aðeins lengri tíma í þetta skipti. „En þetta er þessi tímaskali. Þannig það er langlíklegast að þetta verði mjög svipað,“ segir hann. Þó er ekki endilega víst að gosið komi með jafn skömmum fyrirvara og síðast, vegna þess að nú hefur skorpan veikst og því þurfi mögulega minna afl til að búa til sprungu. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
„Landrisið heldur áfram, en hefur hægt aðeins á sér, og það er svolítið svipað og gerðist fyrir síðasta atburð. Þessi tankur, það er næstum því búið að fylla hann. Hann er að komast á mestu þenslu áður enn hann gefur sig. Þannig það er alveg rétt að líkurnar á gosi eru að aukast eitthvað, þó að við vitum ekki með vissu að það gjósi,“ segir Þorvaldur í samtali við Fréttastofu. Veðurstofa Íslands greindi frá því fyrr í dag að vísbending væri um að kvikuþrýstingur væri að byggjast upp og þar með væru líkur á eldgosi að aukast. „Þrýstingurinn í hólfinu er orðinn meiri en styrkurinn á þakinu eða veggjunum umhverfis hólfið þá opnar það sprunguna, og kvikan leitar í sprunguna. Ef sprungan opnast alla leiðina að yfirborðinu þá leitar kvikan þangað og gýs,“ segir Þorvaldur. Hann segir að svo virðist þó vera sem kvikumagnið sé ekki sérlega mikið „Ég held að þetta séu kannski fimm, sex milljón rúmmetrar. Þetta gæti kannski farið upp í átta til tíu. Þetta tæmist síðan aldrei alveg, þannig að gosið yrði eitthvað minna að rúmmáli. Kannski svipað því sem varð í síðasta gosi, sem var ekki mikið meira enn fimm, sex milljón rúmmetrar.“ Ekkert til að hafa mjög stórar áhyggjur af Þorvaldur telur því mögulegt að gosið verði líkt síðasta gosi. Það gæti byrjað með sömu framleiðni, en kannski muni það dragast einum til tveimur dögum lengur. Þá sé einnig líklegt að gosið verði á svipuðum slóðum. „Mér finnst það langlíklegast, þó svo að aðrir möguleikar séu í stöðunni og þar fram eftir götunum. Miðað við fyrri atburðarás og hvernig þetta er að þróast þá finnst mér það líklegasta sviðsmyndin. Þetta er held ég ekki neitt til að hafa mjög stórar áhyggjur af.“ Minnkandi landris sem nú er að eiga sér stað er líkt við ástandið sem var þann fimmtánda desember. Þremur dögum eftir það gaus, en aðspurður segir Þorvaldur alveg hægt að miða við þann tímaramma, kannski muni gosið gefa sér aðeins lengri tíma í þetta skipti. „En þetta er þessi tímaskali. Þannig það er langlíklegast að þetta verði mjög svipað,“ segir hann. Þó er ekki endilega víst að gosið komi með jafn skömmum fyrirvara og síðast, vegna þess að nú hefur skorpan veikst og því þurfi mögulega minna afl til að búa til sprungu.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira