„Verður Grundartangi fallegri eða ljótari ef við setjum vindmyllur þar?“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. desember 2023 20:00 Guðlaugur Þór segir tillögurnar í góðum takti við ákall Cop28. Vísir/Einar Nærsamfélög ættu að hafa endanlegt ákvörðunarvald um hvort vindorkugarðar byggist þar upp og aðeins á að setja upp vindmyllur á svæðum sem teljast þegar röskuð. Þetta er meðal tillaga sem starfshópur hefur skilað til umhverfisráðherra. Fyrrverandi umhverfisráðherra segir mmikilvægt að byggja upp græna orku en hlífa náttúruperlum. Niðurstöður starfshóps, sem skipaður var í júlí 2022, um vindorkumál voru kynntar síðdegis. Starfshópinn skipa Hilmar Gunnlaugsson, Björt Ólafsdóttir fyrrverandi umhverfisráðherra og Kolbeinn Óttarsson Proppé fyrrverandi Alþingismaður. Meðal tillagna hópsins er að sett verði opinber stefna um hagnýtingu vindorku, vindorka verði áfram innna rammaáætlunar og að svæði innan miðhálendislínu verði vernduð fyrir uppbyggingu vindorku auk annarra viðkvæmra svæða. Þá muni vindorka byggjast frekar upp á svæðum sem þegar eru röskuð af manna völdum, nærsamfélög fái endanlegt ákvörðunarvald hvort vindorka byggist þar upp og tryggður verði ávinningur fyrir nærsamfélög. Mikilvægt að hlífa náttúruperlum Fyrrverandi umhverfisráðherra og fulltrúi í starfshópnum segir hópinn hafa verið einhuga um að gera kerfið í kring um vindorku skilvirkara. „Á sama tíma og við sláum alls ekki af kröfu um náttúruvernd,“ segir Björt. „Ef vindorka á að byggjast upp á Íslandi þá verðum við að taka hana aðeins nær okkur. Þá verðum við að vera sú kynslóð sem horfir á það græna rafmagn sem við erum stolt af, við hlífum hálendinu, náttúruperlunum okkar fyrir næstu kynslóðir.“ Björt segir mjög mikilvægt að nærsamfélög hagnist af uppbyggingu vindmylla.Vísir/Einar Tillögurnar munu svo fara fyrir þingið og leggur hópurinn til að þær verði sett sem stefna í formi þingsályktunartillögu um hagnýtingu vindorku. Björt segir miklu máli skipta að færa ferlið nær hérði og eru nú hópur á vegum fjármálaráðuneytisins að vinna að tillögum umþað hvernig tryggja megi nærsamfélögum ágóða af hagnýtingu vindorku. „Það er gríðarlega mikilvægt að sveitarstjórnir, nærsamfélag hafi meira að segja en hefur verið, og að þau fái fyrr í ferlinu ekki bara fregnir af því heldur séu spurð hvort það henti sveitarfélaginu að færa slíka starfsemi inn á sitt skipulag,“ segir Björt. Í takt við skilaboð COP28 Ráðherra segir tillögurnar í samræmi við ákall heimsins um græna orku. „Nú var verið að ljúka COP28 og þar birtast þessi sömu skilaboð, þetta eru sömu skilaboð út um allan heim. Við finnum það Íslendingar að okkur liggur á,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Í gegn um tíðina hafa landverndarsinnar lýst yfir áhyggjum af sjónrænum áhrifum vindmylla og nefnir Guðlaugur að víða séu lýti í landslagi, til dæmis háspennulínur, þar sem bæta megi við myllum. „Verður Grundartangi eitthvað fallegri eða ljótari ef við setjum vindmyllur þar? Ég held að enginn segi, ef það verður gert sem ég veit ekkert um, að þeir hætti að keyra Hvalfjörð vegna þess.“ Vindorka Orkumál Orkuskipti Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Niðurstöður starfshóps, sem skipaður var í júlí 2022, um vindorkumál voru kynntar síðdegis. Starfshópinn skipa Hilmar Gunnlaugsson, Björt Ólafsdóttir fyrrverandi umhverfisráðherra og Kolbeinn Óttarsson Proppé fyrrverandi Alþingismaður. Meðal tillagna hópsins er að sett verði opinber stefna um hagnýtingu vindorku, vindorka verði áfram innna rammaáætlunar og að svæði innan miðhálendislínu verði vernduð fyrir uppbyggingu vindorku auk annarra viðkvæmra svæða. Þá muni vindorka byggjast frekar upp á svæðum sem þegar eru röskuð af manna völdum, nærsamfélög fái endanlegt ákvörðunarvald hvort vindorka byggist þar upp og tryggður verði ávinningur fyrir nærsamfélög. Mikilvægt að hlífa náttúruperlum Fyrrverandi umhverfisráðherra og fulltrúi í starfshópnum segir hópinn hafa verið einhuga um að gera kerfið í kring um vindorku skilvirkara. „Á sama tíma og við sláum alls ekki af kröfu um náttúruvernd,“ segir Björt. „Ef vindorka á að byggjast upp á Íslandi þá verðum við að taka hana aðeins nær okkur. Þá verðum við að vera sú kynslóð sem horfir á það græna rafmagn sem við erum stolt af, við hlífum hálendinu, náttúruperlunum okkar fyrir næstu kynslóðir.“ Björt segir mjög mikilvægt að nærsamfélög hagnist af uppbyggingu vindmylla.Vísir/Einar Tillögurnar munu svo fara fyrir þingið og leggur hópurinn til að þær verði sett sem stefna í formi þingsályktunartillögu um hagnýtingu vindorku. Björt segir miklu máli skipta að færa ferlið nær hérði og eru nú hópur á vegum fjármálaráðuneytisins að vinna að tillögum umþað hvernig tryggja megi nærsamfélögum ágóða af hagnýtingu vindorku. „Það er gríðarlega mikilvægt að sveitarstjórnir, nærsamfélag hafi meira að segja en hefur verið, og að þau fái fyrr í ferlinu ekki bara fregnir af því heldur séu spurð hvort það henti sveitarfélaginu að færa slíka starfsemi inn á sitt skipulag,“ segir Björt. Í takt við skilaboð COP28 Ráðherra segir tillögurnar í samræmi við ákall heimsins um græna orku. „Nú var verið að ljúka COP28 og þar birtast þessi sömu skilaboð, þetta eru sömu skilaboð út um allan heim. Við finnum það Íslendingar að okkur liggur á,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Í gegn um tíðina hafa landverndarsinnar lýst yfir áhyggjum af sjónrænum áhrifum vindmylla og nefnir Guðlaugur að víða séu lýti í landslagi, til dæmis háspennulínur, þar sem bæta megi við myllum. „Verður Grundartangi eitthvað fallegri eða ljótari ef við setjum vindmyllur þar? Ég held að enginn segi, ef það verður gert sem ég veit ekkert um, að þeir hætti að keyra Hvalfjörð vegna þess.“
Vindorka Orkumál Orkuskipti Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent