Telur skynsamlegt að reisa varnargarða norðan við Grindavíkurbæ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. desember 2023 19:57 Sigurður Ingi Jóhannsson telur að ákvörðun um uppbyggingu varnargarða verði auðveld. vísir/vilhelm Innviðaráðherra telur skynsamlegt að byggja varnargarða norðan við Grindavíkurbæ til að verja bæinn ef til eldgoss kemur. Framkvæmdin sé vissulega dýr en verndi mun meiri verðmæti. Bæjarstjórn Grindavíkur skoraði í gær á ríkisstjórnina að ljúka hönnun og fjármögnun varnargarða norðan við Grindavíkurbæ til að tryggja öryggi íbúa til framtíðar. Innviðaráðherra segist deila áhyggjum Grindvíkinga og segir skynsamlegt að ráðast í uppbyggingu varnargarða. Framkvæmdin sé vissulega dýr en verndi mun meiri verðmæti. „Það eru auðvitað umtalsverð verðmæti í Grindavík og bara hjá náttúruhamfaratryggingasjóði er stærðargráðan minnir mig 150-160 milljarðar þannig að garður upp á einhverja milljarða sem þú ert að forða tjóni á þessu er kannski ekkert erfitt að taka slíka ákvörðun,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra. Auk þess séu mikil verðmæti fólgin í atvinnu á svæðinu en þar er ein öflugasta verstöð landsins sem bæjarstjórinn segir að skili hátt í 25 milljörðum á ári í útflutningsverðmæti sjávarafurða. Því sé uppbygging garðanna ekki síður mikilvæg fyrir þjóðarbúið. „Mín afstaða hefur alla tíð verið sú að auðvitað eigum við að reyna að byggja upp varnargarða til að forða tjóni á mannvirki og innviði alveg frá því að við prófuðum þann fyrsta.“ Auðveld ákvörðun Aðspurður hvort hann muni leggja það til á ríkisstjórnarfundi á morgun að ráðist verði í gerð varnargarða segist hann búast við að verkefnið komi frá dómsmálaráðherra. „Í lögunum sem við samþykktum á þingi um varnargarðinn sem búið er að byggja er heimild til að byggja fleiri slíka varnargarða þannig ég reikna nú með að þessi ákvörðun verði auðveld.“ Hann segist vænta þess að málið verði rætt á ríkisstjórnarfundi í fyrramálið. Eigiði efni á þessi? „Eins og ég segi þegar þú vegur og metur tjón upp á 150 til 160 milljarða plús fyrirtæki höfn og fleira á móti einhverjum milljörðum til að verja þig þá er það í minum huga engin spurning.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Nýjar sprungur í Grindavíkurvegi Nýjar sprungur hafa myndast í Grindavíkurvegi, í nýrri viðgerð nærri Svartsengi. Vegagerðin segir talsverðan mun á veginum í dag miðað við í gær. 28. desember 2023 14:53 Þrautseigja Grindvíkinga Föstudagskvöldið 10. nóvember var heilt bæjarfélag rýmt í skyndi eftir stanslausa skjálftahrinu. Eldgosið á Reykjanesskaga varði sögulega stutt og íbúar Grindavíkur vita lítið sem ekkert um framhaldið. 28. desember 2023 07:00 Vilja betra eftirlit með komum til Grindavíkur Enn eru miklar líkur á eldgosi. Kvikusöfnun og landris heldur áfram. Nýtt hættumatskort verður birt á föstudag sem ákvarðar fyrirkomulag í Grindavík. Íbúar vilja meira eftirlit og vöktun. 27. desember 2023 21:30 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Fleiri fréttir Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún segir Evrópusambandið glæpamenn Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Sjá meira
Bæjarstjórn Grindavíkur skoraði í gær á ríkisstjórnina að ljúka hönnun og fjármögnun varnargarða norðan við Grindavíkurbæ til að tryggja öryggi íbúa til framtíðar. Innviðaráðherra segist deila áhyggjum Grindvíkinga og segir skynsamlegt að ráðast í uppbyggingu varnargarða. Framkvæmdin sé vissulega dýr en verndi mun meiri verðmæti. „Það eru auðvitað umtalsverð verðmæti í Grindavík og bara hjá náttúruhamfaratryggingasjóði er stærðargráðan minnir mig 150-160 milljarðar þannig að garður upp á einhverja milljarða sem þú ert að forða tjóni á þessu er kannski ekkert erfitt að taka slíka ákvörðun,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra. Auk þess séu mikil verðmæti fólgin í atvinnu á svæðinu en þar er ein öflugasta verstöð landsins sem bæjarstjórinn segir að skili hátt í 25 milljörðum á ári í útflutningsverðmæti sjávarafurða. Því sé uppbygging garðanna ekki síður mikilvæg fyrir þjóðarbúið. „Mín afstaða hefur alla tíð verið sú að auðvitað eigum við að reyna að byggja upp varnargarða til að forða tjóni á mannvirki og innviði alveg frá því að við prófuðum þann fyrsta.“ Auðveld ákvörðun Aðspurður hvort hann muni leggja það til á ríkisstjórnarfundi á morgun að ráðist verði í gerð varnargarða segist hann búast við að verkefnið komi frá dómsmálaráðherra. „Í lögunum sem við samþykktum á þingi um varnargarðinn sem búið er að byggja er heimild til að byggja fleiri slíka varnargarða þannig ég reikna nú með að þessi ákvörðun verði auðveld.“ Hann segist vænta þess að málið verði rætt á ríkisstjórnarfundi í fyrramálið. Eigiði efni á þessi? „Eins og ég segi þegar þú vegur og metur tjón upp á 150 til 160 milljarða plús fyrirtæki höfn og fleira á móti einhverjum milljörðum til að verja þig þá er það í minum huga engin spurning.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Nýjar sprungur í Grindavíkurvegi Nýjar sprungur hafa myndast í Grindavíkurvegi, í nýrri viðgerð nærri Svartsengi. Vegagerðin segir talsverðan mun á veginum í dag miðað við í gær. 28. desember 2023 14:53 Þrautseigja Grindvíkinga Föstudagskvöldið 10. nóvember var heilt bæjarfélag rýmt í skyndi eftir stanslausa skjálftahrinu. Eldgosið á Reykjanesskaga varði sögulega stutt og íbúar Grindavíkur vita lítið sem ekkert um framhaldið. 28. desember 2023 07:00 Vilja betra eftirlit með komum til Grindavíkur Enn eru miklar líkur á eldgosi. Kvikusöfnun og landris heldur áfram. Nýtt hættumatskort verður birt á föstudag sem ákvarðar fyrirkomulag í Grindavík. Íbúar vilja meira eftirlit og vöktun. 27. desember 2023 21:30 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Fleiri fréttir Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún segir Evrópusambandið glæpamenn Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Sjá meira
Nýjar sprungur í Grindavíkurvegi Nýjar sprungur hafa myndast í Grindavíkurvegi, í nýrri viðgerð nærri Svartsengi. Vegagerðin segir talsverðan mun á veginum í dag miðað við í gær. 28. desember 2023 14:53
Þrautseigja Grindvíkinga Föstudagskvöldið 10. nóvember var heilt bæjarfélag rýmt í skyndi eftir stanslausa skjálftahrinu. Eldgosið á Reykjanesskaga varði sögulega stutt og íbúar Grindavíkur vita lítið sem ekkert um framhaldið. 28. desember 2023 07:00
Vilja betra eftirlit með komum til Grindavíkur Enn eru miklar líkur á eldgosi. Kvikusöfnun og landris heldur áfram. Nýtt hættumatskort verður birt á föstudag sem ákvarðar fyrirkomulag í Grindavík. Íbúar vilja meira eftirlit og vöktun. 27. desember 2023 21:30
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent