Innlent

Ferða­veðrið versnar í nótt

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Viðvörunin tekur gildi í nótt og gildir fram eftir kvöldi annað kvöld.
Viðvörunin tekur gildi í nótt og gildir fram eftir kvöldi annað kvöld. Veðurstofa Íslands

Gul veðurviðvörun tekur gildi á Suðurlandi klukkan þrjú í nótt.

Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar. Þar segir að líkur séu á staðbundinni og talsverðri eða mikilli úrkomu, með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum, einkum í Þrengslum, Hellisheiði, Ölfusi og undir Eyjafjöllum.

Viðvörunin verður í gildi til klukkan ellefu annað kvöld.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×