Fengu leðurblöku á svalirnar í Kópavogi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. desember 2023 20:24 Leðurblakan var þreytt að sjá. Harpa Eik Harpa Eik Óskarsdóttir og Valgarð Hrafnsson urðu heldur betur hissa síðdegis í dag þegar leðurblaka flaug inn á lokaðar svalir þeirra á níundu hæð í fjölbýlishúsi í Kópavogi. „Kærastinn minn var einn heima og hringdi í mig og sagði: „Harpa það er leðurblaka á svölunum mínum,“ segir Harpa í samtali við Vísi. Hún segist hafa haldið að hann væri að grínast og farið að hlæja. „Þá hringdi hann í mig á Facetime og sýndi mér hana. Ég hélt í smá stund að þetta væri einhver filter,“ segir Harpa. Á myndbandi sem hún sendi fréttastofu má sjá að leðurblakan er ekki stór. Umrædd leðurblaka er ekki sú fyrsta sem álpast hingað til lands en Vísir greindi frá því á síðasta ári þegar svokölluð trítilblaka fannst um borð í skipi á veiðum djúpt suðaustur af Íslandi. Flaug aftur út „Hún flaug í einhvern dágóðan tíma inni á svölunum, sem eru lokaðar fyrir utan einn glugga, þaðan sem hún flaug inn. Svo virðist hún bara hafa flogið út aftur,“ segir Harpa. Hún segir að hún og Valgarð hafi ekki verið viss hvernig þau ættu að bregðast við á meðan leðurblakan var á staðnum. Þau byrjuðu á að hringja á lögreglu sem vísaði þeim á meindýreyði sem var á leiðinni til að fanga leðurblökuna þegar hún slapp út. „Kærastinn minn og vinur hans fóru svo út á svalirnar í mjög miklum fötum að leita að henni og sjá hvort hún væri þarna enn. Við vildum auðvitað ekki drepa hana,“ segir Harpa. Hún bætir því við að hún voni að leðurblakan komist einhvern veginn í skjól. Kópavogur Dýr Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
„Kærastinn minn var einn heima og hringdi í mig og sagði: „Harpa það er leðurblaka á svölunum mínum,“ segir Harpa í samtali við Vísi. Hún segist hafa haldið að hann væri að grínast og farið að hlæja. „Þá hringdi hann í mig á Facetime og sýndi mér hana. Ég hélt í smá stund að þetta væri einhver filter,“ segir Harpa. Á myndbandi sem hún sendi fréttastofu má sjá að leðurblakan er ekki stór. Umrædd leðurblaka er ekki sú fyrsta sem álpast hingað til lands en Vísir greindi frá því á síðasta ári þegar svokölluð trítilblaka fannst um borð í skipi á veiðum djúpt suðaustur af Íslandi. Flaug aftur út „Hún flaug í einhvern dágóðan tíma inni á svölunum, sem eru lokaðar fyrir utan einn glugga, þaðan sem hún flaug inn. Svo virðist hún bara hafa flogið út aftur,“ segir Harpa. Hún segir að hún og Valgarð hafi ekki verið viss hvernig þau ættu að bregðast við á meðan leðurblakan var á staðnum. Þau byrjuðu á að hringja á lögreglu sem vísaði þeim á meindýreyði sem var á leiðinni til að fanga leðurblökuna þegar hún slapp út. „Kærastinn minn og vinur hans fóru svo út á svalirnar í mjög miklum fötum að leita að henni og sjá hvort hún væri þarna enn. Við vildum auðvitað ekki drepa hana,“ segir Harpa. Hún bætir því við að hún voni að leðurblakan komist einhvern veginn í skjól.
Kópavogur Dýr Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira