Innlent

Til­boð upp á 1,2 milljarð í 17,5 hektara land á Sel­fossi

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Landið sem um ræðir eru í svokölluðu Björkurstykki á Selfossi.
Landið sem um ræðir eru í svokölluðu Björkurstykki á Selfossi. Aðsend

Sveitarfélagið Árborg auglýsti nýlega 17,5 hektara land til sölu í svokölluðu Björkurstykki á Selfossi en tilboðin voru opnuð nú síðdegis. Um er að ræða vel staðsett land, sem er ætlað undir íbúðabyggð. Landið er ekki deiliskipulagt en fyrirliggjandi eru deiliskipulagstillögur frá nóvember 2021. Þær tillögur gera ráð fyrir allt að 296 íbúða byggð en hugmyndir eru uppi um að fjöldi íbúða á landinu geti orðið allt að 360.

Lágmarkstilboð í landið var 700.000.000 milljónir króna.

Tilboðin sem bárust í landið voru þessi:

Fagridalur ehf., 732.250.000 krónur, sem er 4% yfir verðmati

JT verk ehf., 810.000.000 krónur, sem er 16% yfir verðmati

Arcus ehf., 707.700.000 krónur, sem er 1% yfir verðmati

Jórvík fasteignir ehf., 1.210.000.800 krónur, sem er 73% yfir verðmati

„Þetta sýnir fyrst og fremst hversu mikil trú er á svæðinu. Nú fer væntanlega af stað vinna við að fara yfir umbeðin fylgigögn og í framhaldinu fer tilboðið fyrir bæjarráð til staðfestingar. Tímalína framkvæmda eru einhver ár en greiðslur eiga að berast innan nokkurra vikna frá samþykki bæjarráðs,” segir Fjóla Kristinsdóttir, bæjarstjóri í Árborg aðspurð um viðbrögð við tilboðunum.

Fjóla Steindóra Kristinsdóttir, bæjarstjóri í Árborg.Aðsend







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×