Innlent

Gosvaktin: Gosið mallar á­fram inn í nóttina

Sólrún Dögg Jósefsdóttir, Hólmfríður Gísladóttir, Bjarki Sigurðsson, Margrét Björk Jónsdóttir og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa
Frá Grindavíkurbæ.
Frá Grindavíkurbæ. Vísir/Vilhelm

Eldgos hófst um fjóra kílómetra norðaustan Grindavíkur, norðan Sundhnúks í Sundhnúkaröðinni, klukkan 22:17 í gærkvöldi. Fréttastofa Vísis heldur áfram að vakta ástandið. 

  • Áfram dregur úr krafti eldgossins. Hraunflæði er um fjórðungur af því sem það var í gær og er einungis þriðjungur sprungunnar virkur. 
  • Almannavarnir hafa lýst yfir neyðarstigi. 
  • Áætluð lengd sprungunnar er um fjórir kílómetrar.
  • Uppfært hættumatskort Veðurstofu gerir ráð fyrir því að nýjar sprungur geti opnast með litlum fyrirvara
  • Lögreglan á Suðurnesjum ákvað um kvöldmatarleyti að rýma Grindavík af viðbragðsaðilum
  • Staðan í Grindavík verður endurmetin á morgun
  • Virkni gossins er óbreytt frá því sem var í dag

Allar nýjustu vendingar má finna í vaktinni hér að neðan. Ráð er að endurhlaða síðuna ef vaktin birtist ekki strax. 

Í spilaranum hér að neðan má sjá beina útsendingu en hægt er að nálgast allar vefmyndavélar Vísis hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×