Þolimæði stjórnvalda að þrotum komin Heimir Már Pétursson skrifar 18. desember 2023 11:48 Sigurður Ingi Jóhannsson segir stjórnvöld ætlast til þess að deiluaðilar setjist nú þegar að samningaborði til að leysa deiluna. Vísir/Vilhelm Þolinmæði stjórnvalda gagnvart verkfallsaðgerðum flugumferðarstjóra er við það að bresta. Innviðaráðherra ætlast til að deiluaðilar setjist að samningaborðinu og leysi deiluna. Aðgerðir flugumferðarstjóra hafa nú þegar haft bein áhrif á ferðatilhögun hátt í þrjátíu þúsund farþega íslensku flugfélaganna. Þriðji verkfallsdagur flugumferðarstjóra sem sinna aðflugi að Keflavíkurflugvelli og Reykjavíkurflugvelli hófst klukkan fjögur síðast liðna nótt og stóð til klukkan tíu í morgun. Íslensku flugfélögin höfðu gert ráðstafanir og seinkað bæði komum flugvéla frá norður Ameríku og brottförum til Evrópu. Aðgerðirnar hafa engu að síður töluverð áhrif á þúsundir farþega og á rekstur flugfélaganna. Ferðaáætlanir hátt í 30 þúsund farþega íslensku flugfélaganna hafa raskast í aðgerðum flugumferðarstjóra.Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vonar að samningsaðilar geri sér grein fyrir að ábyrgð þeirra væri mikil. Kemur til greina að kalla þing saman fyrir jól til að leggja fram frumvarp um málið? „Það er vissulega margt til hérna í ráðuneytinu. Því miður er það svo að það eru bæði til frumvörp og lög frá gamalli tíð um aðgerðir flugumferðarstjóra. Við erum hins vegar ekki að semja nein lög. Við ætlumst hreinlega til að þessir aðilar setjist núna niður og klári þetta við þessar aðstæður. Láti þessu linna sem við höfum verið að horfa upp á núna í þrjú skipti,“ segir Sigurður Ingi. Ljóst er að innanríkisráðherra ætlar ekki að leggja fram frumvarp á deiluna í dag en flugumferðarstjórar hafa boðað sams konar aðgerðir á miðvikudag, fjórum dögum fyrir aðfangadag. Enginn samningafundur hefur aftur á móti verið boðaður í dag. Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir tjónið af þessum aðgerðum mikið, fyrir flugfélögin, ferðaþjónustuna í heild sinni og auðvitað farþegana. Ekki væri hægt að ganga að kröfum flugumferðarstjóra óbreyttum. Sigurður Ingi segist stjórnvöld fylgjast náið með stöðunni. Auðvitað hafi flugumferðarstjórar rétt á að sækja kjarabætur meðal annars með því að nýta verkfallsréttinn. En við núverandi aðstæður ætti að nýta hann sparlega, ekki hvað síst í ljósi þess að verið væri að ræða um heildarsamninga á almenna vinnumarkaðnum til langs tíma. Þriðju verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra fóru fram í morgun og trufluðu ferðaáætlanir þúsunda farþega. Sigurður Ingi Jóhannsson minnir á að til séu frumvörp og lög frá fyrri tíð vegna aðgerða flugumferðarstjóra. „Við verðum held ég að ætlast til þess að þessir aðilar axli þá ábyrgð sem þeir hafa. Sem er að semja um kaup og kjör. En við hjá stjórnvöldum verðum vissulega að fylgjast með og sjá hvernig það hefur áhrif á samfélagið allt. - Hver er tímaramminn, hvað er djúp á þolinmæði stjórnvalda? - Ég veit það ekki. En við erum alla vega á viðkvæmum tíma og það held ég að sé öllum ljóst,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Flugumferðarstjórar hafa ekki boðað frekari aðgerðir umfram þær sem fara að óbreyttu fram næsta miðvikudag. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Fyrstu brottfarir klukkan ellefu Verkfallsaðgerðir Félags íslenskra flugumferðarstjóra héldu áfram í nótt þegar flugumferðarstjórar lögðu niður störf í þriðja skiptið. Verkfallið hefur áhrif á alla umferð um Keflavíkurflugvöll og fjölda flugferða hefur verið frestað. 18. desember 2023 09:13 Líkur á að fólk komist ekki heim fyrir jól að aukast talsvert Forstjóri Icelandair segir að líkurnar á að farþegar komist ekki á sinn áfangastað fyrir jól aukist talsvert milli vikna í ljósi þeirrar stöðu sem upp er komin í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra og sáttasemjara. Slæmt sé að vita til þess að fólk geti ekki einu sinni talað saman. 17. desember 2023 22:31 Pattstaða í samningaviðræðum og enginn veitir viðtal Vinnustöðvun flugumferðarstjóra hefst að óbreyttu í nótt. Deiluaðilar funduðu síðast á föstudaginn og hefur nýr fundur ekki verið boðaður. 17. desember 2023 13:20 Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Sjá meira
Þriðji verkfallsdagur flugumferðarstjóra sem sinna aðflugi að Keflavíkurflugvelli og Reykjavíkurflugvelli hófst klukkan fjögur síðast liðna nótt og stóð til klukkan tíu í morgun. Íslensku flugfélögin höfðu gert ráðstafanir og seinkað bæði komum flugvéla frá norður Ameríku og brottförum til Evrópu. Aðgerðirnar hafa engu að síður töluverð áhrif á þúsundir farþega og á rekstur flugfélaganna. Ferðaáætlanir hátt í 30 þúsund farþega íslensku flugfélaganna hafa raskast í aðgerðum flugumferðarstjóra.Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vonar að samningsaðilar geri sér grein fyrir að ábyrgð þeirra væri mikil. Kemur til greina að kalla þing saman fyrir jól til að leggja fram frumvarp um málið? „Það er vissulega margt til hérna í ráðuneytinu. Því miður er það svo að það eru bæði til frumvörp og lög frá gamalli tíð um aðgerðir flugumferðarstjóra. Við erum hins vegar ekki að semja nein lög. Við ætlumst hreinlega til að þessir aðilar setjist núna niður og klári þetta við þessar aðstæður. Láti þessu linna sem við höfum verið að horfa upp á núna í þrjú skipti,“ segir Sigurður Ingi. Ljóst er að innanríkisráðherra ætlar ekki að leggja fram frumvarp á deiluna í dag en flugumferðarstjórar hafa boðað sams konar aðgerðir á miðvikudag, fjórum dögum fyrir aðfangadag. Enginn samningafundur hefur aftur á móti verið boðaður í dag. Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir tjónið af þessum aðgerðum mikið, fyrir flugfélögin, ferðaþjónustuna í heild sinni og auðvitað farþegana. Ekki væri hægt að ganga að kröfum flugumferðarstjóra óbreyttum. Sigurður Ingi segist stjórnvöld fylgjast náið með stöðunni. Auðvitað hafi flugumferðarstjórar rétt á að sækja kjarabætur meðal annars með því að nýta verkfallsréttinn. En við núverandi aðstæður ætti að nýta hann sparlega, ekki hvað síst í ljósi þess að verið væri að ræða um heildarsamninga á almenna vinnumarkaðnum til langs tíma. Þriðju verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra fóru fram í morgun og trufluðu ferðaáætlanir þúsunda farþega. Sigurður Ingi Jóhannsson minnir á að til séu frumvörp og lög frá fyrri tíð vegna aðgerða flugumferðarstjóra. „Við verðum held ég að ætlast til þess að þessir aðilar axli þá ábyrgð sem þeir hafa. Sem er að semja um kaup og kjör. En við hjá stjórnvöldum verðum vissulega að fylgjast með og sjá hvernig það hefur áhrif á samfélagið allt. - Hver er tímaramminn, hvað er djúp á þolinmæði stjórnvalda? - Ég veit það ekki. En við erum alla vega á viðkvæmum tíma og það held ég að sé öllum ljóst,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Flugumferðarstjórar hafa ekki boðað frekari aðgerðir umfram þær sem fara að óbreyttu fram næsta miðvikudag.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Fyrstu brottfarir klukkan ellefu Verkfallsaðgerðir Félags íslenskra flugumferðarstjóra héldu áfram í nótt þegar flugumferðarstjórar lögðu niður störf í þriðja skiptið. Verkfallið hefur áhrif á alla umferð um Keflavíkurflugvöll og fjölda flugferða hefur verið frestað. 18. desember 2023 09:13 Líkur á að fólk komist ekki heim fyrir jól að aukast talsvert Forstjóri Icelandair segir að líkurnar á að farþegar komist ekki á sinn áfangastað fyrir jól aukist talsvert milli vikna í ljósi þeirrar stöðu sem upp er komin í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra og sáttasemjara. Slæmt sé að vita til þess að fólk geti ekki einu sinni talað saman. 17. desember 2023 22:31 Pattstaða í samningaviðræðum og enginn veitir viðtal Vinnustöðvun flugumferðarstjóra hefst að óbreyttu í nótt. Deiluaðilar funduðu síðast á föstudaginn og hefur nýr fundur ekki verið boðaður. 17. desember 2023 13:20 Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Sjá meira
Fyrstu brottfarir klukkan ellefu Verkfallsaðgerðir Félags íslenskra flugumferðarstjóra héldu áfram í nótt þegar flugumferðarstjórar lögðu niður störf í þriðja skiptið. Verkfallið hefur áhrif á alla umferð um Keflavíkurflugvöll og fjölda flugferða hefur verið frestað. 18. desember 2023 09:13
Líkur á að fólk komist ekki heim fyrir jól að aukast talsvert Forstjóri Icelandair segir að líkurnar á að farþegar komist ekki á sinn áfangastað fyrir jól aukist talsvert milli vikna í ljósi þeirrar stöðu sem upp er komin í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra og sáttasemjara. Slæmt sé að vita til þess að fólk geti ekki einu sinni talað saman. 17. desember 2023 22:31
Pattstaða í samningaviðræðum og enginn veitir viðtal Vinnustöðvun flugumferðarstjóra hefst að óbreyttu í nótt. Deiluaðilar funduðu síðast á föstudaginn og hefur nýr fundur ekki verið boðaður. 17. desember 2023 13:20