Lífið

IKEA sam­einar hús­gögn og líkams­rækt

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Vörulínan Dajlien er hönnuð með því markmiði að skapa fjölbreyttar, sveigjanlegar og hagstæðar vörur sem hægt er að nota innan veggja heimilisins á fjölbreyttan máta.
Vörulínan Dajlien er hönnuð með því markmiði að skapa fjölbreyttar, sveigjanlegar og hagstæðar vörur sem hægt er að nota innan veggja heimilisins á fjölbreyttan máta. IKEA

Sænski húsgagnaframleiðandinn IKEA ætlar sér að breyta því hvernig fólk hugsar um líkamsræktarbúnað með nítján vörum sem nýtast á fleiri en einn hátt á heimilinu. 

„Með DAJLIEN vildum við hanna sniðugar og fallegar vörur sem hvetja til líkamsræktar og endurskilgreina hana sem skemmtilega og náttúrulega daglega athöfn,“ segir Sara Fager, hönnuður IKEA.

Vörulínan er hönnuð af fjórum IKEA hönnuðum, þeim Paulin Machado, Akanksha Deo, Sarah Fager og Maja Ganszyni, með því markmiði að skapa fjölbreyttar, sveigjanlegar og hagstæðar vörur sem hægt væri að nota á heimilinu á fjölbreyttan hátt, og allar með fallegu og nútímalegu yfirbragði.

DAJLIEN fatastandurinn er til að mynda frábær til að hengja upp föt til þerris. IKEA

„Við vildum gera líkamsrækt aðgengilegri fyrir sem flesta með því að gera fólk kleift að skapa góða aðstöðu heima,“ segir Akansha Deo.

Í vörulínunni má sjá bekk úr bambus sem líkist gömlum æfingabekk. Hægt er að nota hann við æfingar, og sem hirslur eða sófaborð. 

Bekkurinn nýtist sem æfingabekkur og sófaborð.IKEA

Þá má finna minni vörur sem geta nýtast við æfingarnar. Þar má nefna lofthreinsitækið sem má nýta sem viftu, jógaband, hnéhlífar, nuddbolta og þráðlausan bluetooth-hátalara.

„Vörurnar hjálpa þér að jafna þig eftir æfingarnar og losa streitu sem er nauðsynlegur hluti af líkamsrækt,“ segir í tilkynningu frá IKEA.

IKEA
DAJLIEN hjólavagninn er hægt að geyma undir skrifborði þegar hann er ekki notkun.IKEA
Sporöskjulaga DAJLIEN æfingamotturnar eru í tveimur hentugum stærðum, auðvelt að rúlla upp og setja til hliðar. Minni mottan er fullkomin til að taka með sér og sú stærri rúmar tvö.IKEA





Fleiri fréttir

Sjá meira


×