Innlent

Fjór­tán vændisbrot til rann­sóknar á árinu

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Fram kemur í svörum Guðrúnar Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra, að fjórtán vændisbrot hafi verið framin á árinu.
Fram kemur í svörum Guðrúnar Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra, að fjórtán vændisbrot hafi verið framin á árinu. Vísir/Vilhelm

Fjórtán vændisbrot hafa komið inn á borð lögreglu til rannsóknar á árinu sem er að líða. Þetta kemur fram í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurn Brynhildar Björnsdóttur, varaþingmanns VG.

Í svarinu sem birt hefur verið á vef Alþingis kemur fram að af þeim hafa tvö fengið sektarmeðferð og þrjú ákærumeðferð. Dómur hefur ekki fallið í neinu þeirra mála sem upp hafa komið á þessu ári.

Brynhildur lagði fram fyrirspurn um það hve mörg vændisbrot hefðu verið framin frá því að lög 54/2009 um bann við kaupum á vændi tóku gildi. Alls eru málin 562 tvö talsins frá árinu 2009.

82 þeirra fóru í sektarmeðferð, 251 þeirra í ákærumeðferð og þá hefur dómur fallið í 104 málanna. Fram kemur í svari ráðherra að ekki hafi reynst unnt að taka saman upplýsingar um sekt eða sýknu vegna umfangs þeirrar vinnu sem það hefði í för með sér.


Tengdar fréttir

Taka þurfi skýra afstöðu gegn vændi en með þolendum þess

Mikilvægt er að vekja athygli á skuggahliðum vændis þar sem meirihluti hefur slæma reynslu að sögn þolenda vændis og fjölmiðlakonu sem gerði vændi að umfjöllunarefni sínu í nýrri bók. Umræðan hafi verið einræð og skaðleg undanfarið þar sem minnihluti hafi lýst jákvæðri reynslu. Samfélagið þurfi að taka skýra afstöðu gegn vændi, en með þolendum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×