Vandræðaklukka send út til viðgerðar Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. desember 2023 20:01 Gangverk og vísar klukkunnar á Iceland parliament hótel hafa verið send út til viðgerðar. Klukkan bíður berstrípuð á veggnum á meðan. Vísir/Einar Illa hefur gengið um nokkurt skeið að halda tröllvaxinni klukku við Austurvöll gangandi. Viðgerðir hér heima hafa ekki borið árangur og hún hefur því verið send í viðgerð til útlanda. Rekstrarstjóri hótels sem klukkan prýðir segir skipta miklu máli að fá hana í lag. Tvær klukkur standa við Austurvöll. Önnur er uppi í Dómkirkjuturni og hefur þjónustað vegfarendur um árabil. Hin klukkan er öllu nýrri og henni hefur aðeins misfarist að sinna sínu hlutverki. Síðarnefnda klukkan var reist utan á viðbyggingu gamla Landsímahússins, nú Iceland parliament hótel, í ársbyrjun 2021 og vakti talsverða athygli. Ekki síður þótti það svo eftirtektarvert fáeinum mánuðum síðar þegar hin tröllvaxna klukka byrjaði að tifa. En það leið ekki á löngu áður en glöggir vegfarendur tóku eftir því að ekki var allt með felldu; myndin hér fyrir neðan er tekin í lok nóvember síðastliðnum, klukkan tuttugu mínútur yfir fjögur síðdegis. En klukkan er á algjörum villigötum; vísarnir eru stopp í tuttugu mínútur í eitt. Helga Björk Jósefsdóttir er rekstrarstjóri Iceland Parliament hótels. „Oft þegar maður er að gera eitthvað nýtt koma upp vandamál og þessi klukka hefur verið vandamál hérna á Iceland Parliament hótelinu,“ segir Helga. „Mekanisminn inni í henni hefur verið að gera okkur lífið leitt. Við höfum verið að taka hana niður, reyna að laga á íslensku verkstæði og sett hana svo upp aftur. En það hefur ekki gengið þannig að nú er búið að taka mekanismann niður og vísana og hún er á leiðinni í viðgerð til útlanda akkúrat núna.“ Helga Björk Jósefsdóttir, rekstrarstjóri Iceland parliament hótels, með klukkuna í baksýn.Vísir/Arnar Það er eigandi hússins, Lindarvatn ehf., sem ber ábyrgð á klukkunni og stendur fyrir viðgerðinni. Á meðan bíður klukkan berstrípuð án vísa og gangverks á veggnum. Vonast er til þess að hún verði komin aftur í gagnið nú í janúar. „Þetta er eitthvað sem er tekið eftir. Þetta skiptir okkur og fólk sem gengur hérna um máli,“ segir Helga. Reykjavík Klukkan á Íslandi Hótel á Íslandi Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Tvær klukkur standa við Austurvöll. Önnur er uppi í Dómkirkjuturni og hefur þjónustað vegfarendur um árabil. Hin klukkan er öllu nýrri og henni hefur aðeins misfarist að sinna sínu hlutverki. Síðarnefnda klukkan var reist utan á viðbyggingu gamla Landsímahússins, nú Iceland parliament hótel, í ársbyrjun 2021 og vakti talsverða athygli. Ekki síður þótti það svo eftirtektarvert fáeinum mánuðum síðar þegar hin tröllvaxna klukka byrjaði að tifa. En það leið ekki á löngu áður en glöggir vegfarendur tóku eftir því að ekki var allt með felldu; myndin hér fyrir neðan er tekin í lok nóvember síðastliðnum, klukkan tuttugu mínútur yfir fjögur síðdegis. En klukkan er á algjörum villigötum; vísarnir eru stopp í tuttugu mínútur í eitt. Helga Björk Jósefsdóttir er rekstrarstjóri Iceland Parliament hótels. „Oft þegar maður er að gera eitthvað nýtt koma upp vandamál og þessi klukka hefur verið vandamál hérna á Iceland Parliament hótelinu,“ segir Helga. „Mekanisminn inni í henni hefur verið að gera okkur lífið leitt. Við höfum verið að taka hana niður, reyna að laga á íslensku verkstæði og sett hana svo upp aftur. En það hefur ekki gengið þannig að nú er búið að taka mekanismann niður og vísana og hún er á leiðinni í viðgerð til útlanda akkúrat núna.“ Helga Björk Jósefsdóttir, rekstrarstjóri Iceland parliament hótels, með klukkuna í baksýn.Vísir/Arnar Það er eigandi hússins, Lindarvatn ehf., sem ber ábyrgð á klukkunni og stendur fyrir viðgerðinni. Á meðan bíður klukkan berstrípuð án vísa og gangverks á veggnum. Vonast er til þess að hún verði komin aftur í gagnið nú í janúar. „Þetta er eitthvað sem er tekið eftir. Þetta skiptir okkur og fólk sem gengur hérna um máli,“ segir Helga.
Reykjavík Klukkan á Íslandi Hótel á Íslandi Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira