Verkfallsaðgerðir raski plönum mörg þúsund farþega Magnús Jochum Pálsson og Heimir Már Pétursson skrifa 11. desember 2023 20:10 Verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra munu hafa áhrif á tugi flugferða og raska plönum mörg þúsund farþega. Vísir/Vilhelm Flugumferðarstjórar hafa samþykkt verkfallsaðgerðir á tveimur dögum í næstu viku til viðbótar við aðgerðir á morgun og næsta fimmtudag. Enn er fundað í Karphúsinu og bendir því allt til að það verði af fyrirhugaðri vinnustöðvun í nótt sem mun hafa áhrif á mörg þúsund farþega. Deiluaðilar komu til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan tvö í dag og sitja enn á fundi. Samningar losnuðu mánaðamótin september-október og er verið að semja um tímabil sem aðrir sömdu um á almennum vinnumarkaði í desember í fyrra. Flugumferðarstjórar og fulltrúar flugfélaga funda í Karphúsinu.Vísir/Sigurjón Náist ekki saman skella fyrstu aðgerðirnar á klukkan fjögur í nótt og standa til klukkan tíu í fyrramálið. Á þeim tíma verða engar lendingar eða flugtök frá Keflavíkurflugvelli og Reykjavíkurflugvelli. Þess ber að geta að flugumferðarstjórar eru með rúm 900 þúsund í grunnlaun og rúmlega 1.400 þúsund í meðalheildarlaun en það vakti þó nokkra athygli nýlega þegar Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, sagðist ekki vita hver meðallaun flugumferðarstjóra væru. Aðgerðirnar hafa áhrif á tugi flugferða íslensku flugfélaganna Íslensku flugfélögin eru tilbúin með áætlanir um breytingu á flugferðum á morgun vegna aðgerðanna. Play hefur þegar ákveðið að breyta nítján brottförum og komum hjá sér. Venjulega koma Norður-Ameríkuflugvélarnar þeirra inn á fimmta tímanum og brottfarir til Evrópu um klukkan sex en þessu verður öllu frestað til um klukkan ellefu. Heimir Már Pétursson, fréttamaður, ræddi við Guðna Sigurðsson, upplýsingafulltrúa Icelandair, um áhrif verkfallsins á flugferðir flugfélagsins. „Það eru þarna 28 ferðir til og frá Íslandi á dagskrá þarna á milli fjögur og tíu. Svo hefur þetta ruðningsáhrif þarna seinni partinn líka á tólf ferðir til Íslands frá Evrópu. Þannig þetta eru um 4.700 farþegar sem þetta hefur áhrif á,“ sagði Guðni um áhrif aðgerðanna á Icelandair. Seinkanir og raskanir á plönum Munu ykkar farþegar missa af tengiflugi eins og gerist hjá Play? „Við höfum verið að bóka farþega með öðrum flugfélögum, þá sem eiga tengiflug með okkur. Þannig við stefnum að því að allir farþegar komist leiða sinnar innan dagsins en það verða auðvitað seinkanir og raskanir á plönum,“ sagði Guðni. „Þetta er mjög erfitt á þessum tíma svona fyrir jól. Íslendingar að komast til ástvina erlendis, fólk sem býr erlendis að koma hingað til landsins og sömuleiðis fólk sem er á leið yfir hafið. Það eru allir að reyna að komast eitthvert fyrir jólin. Þetta er háannatími og erfiður tími fyrir fólk,“ sagði hann. Áhrif á næstu daga dempuð Jafnvel þó þetta yrðu einu aðgerðirnar, tekur ekki langan tíma að vinda ofan af svona dómínó-áhrifum? „Með því að færa tengifarþegana yfir á önnur flugfélög þá gerum við ráð fyrir að við náum að jafna þetta út seinni partinn þannig það verði ekki áhrif á áætlanir okkar síðdegis á morgun,“ sagði Guðni um næstu daga. Ameríkuflugið verður á réttum tíma seinni partinn á morgun og svo ætti miðvikudagurinn að vera í lagi eða hvað? „Já, það er stefnan og við vonum að það gangi eftir,“ sagði Guðni að lokum. Fréttir af flugi Stéttarfélög Play Icelandair Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Sjá meira
Deiluaðilar komu til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan tvö í dag og sitja enn á fundi. Samningar losnuðu mánaðamótin september-október og er verið að semja um tímabil sem aðrir sömdu um á almennum vinnumarkaði í desember í fyrra. Flugumferðarstjórar og fulltrúar flugfélaga funda í Karphúsinu.Vísir/Sigurjón Náist ekki saman skella fyrstu aðgerðirnar á klukkan fjögur í nótt og standa til klukkan tíu í fyrramálið. Á þeim tíma verða engar lendingar eða flugtök frá Keflavíkurflugvelli og Reykjavíkurflugvelli. Þess ber að geta að flugumferðarstjórar eru með rúm 900 þúsund í grunnlaun og rúmlega 1.400 þúsund í meðalheildarlaun en það vakti þó nokkra athygli nýlega þegar Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, sagðist ekki vita hver meðallaun flugumferðarstjóra væru. Aðgerðirnar hafa áhrif á tugi flugferða íslensku flugfélaganna Íslensku flugfélögin eru tilbúin með áætlanir um breytingu á flugferðum á morgun vegna aðgerðanna. Play hefur þegar ákveðið að breyta nítján brottförum og komum hjá sér. Venjulega koma Norður-Ameríkuflugvélarnar þeirra inn á fimmta tímanum og brottfarir til Evrópu um klukkan sex en þessu verður öllu frestað til um klukkan ellefu. Heimir Már Pétursson, fréttamaður, ræddi við Guðna Sigurðsson, upplýsingafulltrúa Icelandair, um áhrif verkfallsins á flugferðir flugfélagsins. „Það eru þarna 28 ferðir til og frá Íslandi á dagskrá þarna á milli fjögur og tíu. Svo hefur þetta ruðningsáhrif þarna seinni partinn líka á tólf ferðir til Íslands frá Evrópu. Þannig þetta eru um 4.700 farþegar sem þetta hefur áhrif á,“ sagði Guðni um áhrif aðgerðanna á Icelandair. Seinkanir og raskanir á plönum Munu ykkar farþegar missa af tengiflugi eins og gerist hjá Play? „Við höfum verið að bóka farþega með öðrum flugfélögum, þá sem eiga tengiflug með okkur. Þannig við stefnum að því að allir farþegar komist leiða sinnar innan dagsins en það verða auðvitað seinkanir og raskanir á plönum,“ sagði Guðni. „Þetta er mjög erfitt á þessum tíma svona fyrir jól. Íslendingar að komast til ástvina erlendis, fólk sem býr erlendis að koma hingað til landsins og sömuleiðis fólk sem er á leið yfir hafið. Það eru allir að reyna að komast eitthvert fyrir jólin. Þetta er háannatími og erfiður tími fyrir fólk,“ sagði hann. Áhrif á næstu daga dempuð Jafnvel þó þetta yrðu einu aðgerðirnar, tekur ekki langan tíma að vinda ofan af svona dómínó-áhrifum? „Með því að færa tengifarþegana yfir á önnur flugfélög þá gerum við ráð fyrir að við náum að jafna þetta út seinni partinn þannig það verði ekki áhrif á áætlanir okkar síðdegis á morgun,“ sagði Guðni um næstu daga. Ameríkuflugið verður á réttum tíma seinni partinn á morgun og svo ætti miðvikudagurinn að vera í lagi eða hvað? „Já, það er stefnan og við vonum að það gangi eftir,“ sagði Guðni að lokum.
Fréttir af flugi Stéttarfélög Play Icelandair Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Sjá meira