Innlent

Al­elda bíll í Skerja­firði

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá vettvangi í dag þar sem sjá má slökkviliðið draga teppi yfir bílinn.
Frá vettvangi í dag þar sem sjá má slökkviliðið draga teppi yfir bílinn. Pétur Oddbergur Heimisson

Eldur kviknaði í sendiferðabíl á gatnamótum Baugatanga og Skildinganess í Skerjafirðinum í Reykjavík á öðrum tímanum í dag. Mikinn reyk lagði yfir hverfið.

Eins og sjá má á myndunum og myndbandinu að neðan var bíllinn í ljósum logum. Þá sést hve fljótt slökkvilið slökkti eldinn og hvaða tækni slökkviliðsmennirnir beittu. Sendiferðabíllinn er gjörónýtur eftir eldsvoðann.

Að neðan má sjá ljósmyndir af vettvangi.



Fréttin hefur verið uppfærð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×