Frá sérstökum saksóknara í dáleiðslu Boði Logason skrifar 7. desember 2023 20:01 Aldís Arna er menntaður viðskiptafræðingur en starfar í dag meðal annars sem dáleiðari og markþjálfi. Aðsend „Í rauninni var alltaf hjartað þar að vera vinna með og fyrir fólk. Titlarnir eru eitt en í grunninn er ég er bara fyrst og fremst mannvinur. Ég elska að pæla í fólki og vera innan um fólk. Af hverju hagar fólk sér eins og það hagar sér, af hverju líður okkur vel, af hverju líður okkur illa? Af hverju erum við kvíðin? Hvenær erum við í essinu okkar og hvernig getum við hámarkað hamingjuna?“ Þetta segir Aldís Arna Tryggvadóttir viðskiptafræðingur sem í dag starfar sem streituráðgjafi í samstarfi við Heilsuvernd en einnig sem markþjálfi, teymisþjálfi, samskiptaráðgjafi, dáleiðari, heilari og fyrirlesari. Aldís Arna er nýjasti viðmælandi Marín Möndu í hlaðvarpi Spegilmyndarinnar en hún segir frá því hvernig hún stóð á tímamótum í lífi sínu og breytti um starfsvettvang í kringum 2016. Fann sjálfa sig í Ilvu Áður vann hún á fjármálamarkaði sem verðbréfamiðlari og síðar hjá sérstökum saksóknara en hún fann að hún þurfti að finna annan takt í lífinu og fara út í mannræktarmál þar sem hún gæti gert meira gagn, gefið fólki af sér og haft áhrif til góðs. Aldís Arna hefur haldið fjölda fyrirlestra síðustu ár.Aðsend „Ég var þarna á ramma deildinni í Ilvu áramótin 2015/2016 og ég bið alheiminn að gefa mér merki. Og ég finn skilti og á því stendur: Besta leiðin til að skapa framtíðina er að skapa hana sjálfur. Ég kem úr svolítið svona íhaldsömu umhverfi þar sem maður vill fá launin sín og hafa öryggi og ég átti þarna 3 börn og maður vildi hafa allt á hreinu, en það var alltaf svona innri ólga sem ég gat ekki annað en hlustað á. Þetta kallast innsæi þessi mjóróma rödd sem hvíslar að þér“, segir hún. Í kjölfarið stofnaði hún ferðaskrifstofu sem lagði áherslu á andlega, líkamlega og félagslega heilsu, ásamt eiginmanninum og móður sinni og buðu þau upp á streitu lausar ferðir. „Þegar hérna er komið við sögu ákvað ég einnig að fara læra markþjálfun og er í dag PCC vottaður markþjálfi og er búin að vera kenna markþjálfun. Svo hef ég alltaf viljað fara dýpra og dýpra en markþjálfun vinnur með heilbrigt ástand og þegar ég fór að vinna með streituna og samskipta ráðgjöfina þá fór ég að læra dáleiðslu. Að vinna með undirmeðvitundina, því þar er oft traumað okkar og óheilbrigðar venjur, fíkn eða imposter syndrome, fóbíur, hræðsla og þess háttar.“ Margar mýtur um dáleiðslu Hún segir samtalsmeðferðir skili ákveðnu fyrir suma en svo séu aðrir með dýpri rætur, eins og kvíða, hræðslu eða höfnunartilfinningu og þá kemur dáleiðsla að góðum notum. Þá er hægt að ná fólki niður á ákveðið stig milli svefn og vöku til þess að endurforrita hugann. „Þá getur fólk allt í einu losnað við eða minnkað, matarfíkn, fíkniefni, sígarettur, áfengi og farið að sofa betur. Það getur fólk allt í einu farið að fljúga og farið að brillera í að halda fyrirlestra og þar frameftir götunum. Það felst svo mikil lífsgæða aukning í því“, segir Aldís Arna en hún bendir á það séu til margar mýtur um dáleiðslu. Fólk missi ekki stjórn í dáleiðslu því enginn getur látið dáleiðast nema að fólk vilji það sjálft. „Stundum kemur fólk og segir; heyrðu mig langar að vita hvar giftingahringurinn minn er, ég er búin að týna honum - og stundum þurfum við að dáleiða börn til að vita hvað gerðist í sakamálum því undirmeðvitundin er alltaf vakandi, hún er eins og upplýsingabanki sem geymir allar þínar upplýsingar, öll áföll og alla reynslu, alla þekkingu. Sumt vitum við bara meðvitað og þess vegna er fólk oft hissa eftir dáleiðslu.“ Hlusta má á þáttinn hér fyrir neðan: Heilsa Spegilmyndin Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Sjá meira
Þetta segir Aldís Arna Tryggvadóttir viðskiptafræðingur sem í dag starfar sem streituráðgjafi í samstarfi við Heilsuvernd en einnig sem markþjálfi, teymisþjálfi, samskiptaráðgjafi, dáleiðari, heilari og fyrirlesari. Aldís Arna er nýjasti viðmælandi Marín Möndu í hlaðvarpi Spegilmyndarinnar en hún segir frá því hvernig hún stóð á tímamótum í lífi sínu og breytti um starfsvettvang í kringum 2016. Fann sjálfa sig í Ilvu Áður vann hún á fjármálamarkaði sem verðbréfamiðlari og síðar hjá sérstökum saksóknara en hún fann að hún þurfti að finna annan takt í lífinu og fara út í mannræktarmál þar sem hún gæti gert meira gagn, gefið fólki af sér og haft áhrif til góðs. Aldís Arna hefur haldið fjölda fyrirlestra síðustu ár.Aðsend „Ég var þarna á ramma deildinni í Ilvu áramótin 2015/2016 og ég bið alheiminn að gefa mér merki. Og ég finn skilti og á því stendur: Besta leiðin til að skapa framtíðina er að skapa hana sjálfur. Ég kem úr svolítið svona íhaldsömu umhverfi þar sem maður vill fá launin sín og hafa öryggi og ég átti þarna 3 börn og maður vildi hafa allt á hreinu, en það var alltaf svona innri ólga sem ég gat ekki annað en hlustað á. Þetta kallast innsæi þessi mjóróma rödd sem hvíslar að þér“, segir hún. Í kjölfarið stofnaði hún ferðaskrifstofu sem lagði áherslu á andlega, líkamlega og félagslega heilsu, ásamt eiginmanninum og móður sinni og buðu þau upp á streitu lausar ferðir. „Þegar hérna er komið við sögu ákvað ég einnig að fara læra markþjálfun og er í dag PCC vottaður markþjálfi og er búin að vera kenna markþjálfun. Svo hef ég alltaf viljað fara dýpra og dýpra en markþjálfun vinnur með heilbrigt ástand og þegar ég fór að vinna með streituna og samskipta ráðgjöfina þá fór ég að læra dáleiðslu. Að vinna með undirmeðvitundina, því þar er oft traumað okkar og óheilbrigðar venjur, fíkn eða imposter syndrome, fóbíur, hræðsla og þess háttar.“ Margar mýtur um dáleiðslu Hún segir samtalsmeðferðir skili ákveðnu fyrir suma en svo séu aðrir með dýpri rætur, eins og kvíða, hræðslu eða höfnunartilfinningu og þá kemur dáleiðsla að góðum notum. Þá er hægt að ná fólki niður á ákveðið stig milli svefn og vöku til þess að endurforrita hugann. „Þá getur fólk allt í einu losnað við eða minnkað, matarfíkn, fíkniefni, sígarettur, áfengi og farið að sofa betur. Það getur fólk allt í einu farið að fljúga og farið að brillera í að halda fyrirlestra og þar frameftir götunum. Það felst svo mikil lífsgæða aukning í því“, segir Aldís Arna en hún bendir á það séu til margar mýtur um dáleiðslu. Fólk missi ekki stjórn í dáleiðslu því enginn getur látið dáleiðast nema að fólk vilji það sjálft. „Stundum kemur fólk og segir; heyrðu mig langar að vita hvar giftingahringurinn minn er, ég er búin að týna honum - og stundum þurfum við að dáleiða börn til að vita hvað gerðist í sakamálum því undirmeðvitundin er alltaf vakandi, hún er eins og upplýsingabanki sem geymir allar þínar upplýsingar, öll áföll og alla reynslu, alla þekkingu. Sumt vitum við bara meðvitað og þess vegna er fólk oft hissa eftir dáleiðslu.“ Hlusta má á þáttinn hér fyrir neðan:
Heilsa Spegilmyndin Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Sjá meira