„Ég óttast um börnin, að þau endi á sama stað“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Jón Þór Stefánsson skrifa 6. desember 2023 20:07 „Við viljum ekki búa börnunum okkar aukinn ójöfnuð eða samfélag þar sem sára fátækt viðgengst. Það er nauðsynlegt að breyta því,“ segir formaður ÖBÍ. Vísir/Vilhelm Formaður ÖBÍ réttindasamtaka segir að börn séu helstu fórnarlömbin í sárri fátækt og nauðsynlegt að stjórnvöld grípi til ráðstafana svo fjölskyldur þeirra komist út úr henni. Umsjónaraðili Hjálparstarfs kirkjunnar tekur í sama streng og segir þann hóp sem leiti til sín fara stækkandi. Alþýðusamband Íslands vekur athygli á að staða einhleypra foreldra með fötlun sé sérstaklega alvarleg. Langstærsti hluti þeirra tuttugu þúsund Íslendinga sem þurfa að reiða sig á lífeyri eða styrk vegna örorku eða endurhæfingar á erfitt með að ná endum saman eða 75 prósent. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem var birt í dag. Þriðjungur glímir svo við fátækt en hlutfallið hækkar í sextíu prósent fyrir einhleypa foreldra. „Það er að koma til okkar yngra fólk, með börn, vegna þess að þau ná ekki endum saman,“ segir Vilborg Oddsdóttir, sem heldur utan um innra starf Hjálparstarfs kirkjunnar. Að sögn Vilborgar felast stærstu áskoranirnar í hinum almenna leigumarkaði. „Fólk á bara ekkert eftir þegar það er búið.“ Þar á eftir komi matarkarfan, og í desember komi viðbótaráskoranir þar sem að fólk eigi erfitt með að taka þátt í jólunum. „Það er mjög erfitt þegar þú átt ekki pening fyrir því og börnin sín.“ „Ég er búinn að vera hjá hjálparstarfinu í tuttugu ár og það er fólk að koma hér sem er búið að vera á örorkulífeyri öll þessi tuttugu ár. Þeir sem eru á lægstu laununum eða atvinnulausir koma kannski tímabundið en fara svo aftur, en fólk sem er örorkulífeyri er fast þarna,“ segir Vilborg og bætir við að henni finnist lítið gert fyrir þetta fólk svo það geti bætt stöðu sína. „Ég óttast um börnin, að þau endi á sama stað.“ Hefur áhyggjur af börnunum Í rannsókninni kemur fram að níu af hverjum tíu einhleypum foreldrum á erfitt með að ná endum saman og 62 prósent foreldra í sambúð. Alma Ýr Ingólfsdóttir formaður ÖBÍ réttindasamtaka segir stöðuna afar alvarlega þegar kemur að börnum þessara hópa. „Niðurstöður rannsóknarinnar eru sláandi. Verst er alltaf þegar maður hugsar um börnin, því þarna eru börn undir. Það er stór hópur einstæðra foreldra og fólks í sambúð sem á afar erfitt með að ná endum saman. Við verðum að líta það mjög alvarlegum augum. Við viljum ekki búa börnunum okkar aukinn ójöfnuð eða samfélag þar sem sára fátækt viðgengst. Það er nauðsynlegt að breyta því,“ segir Alma. Alma Ýr Ingólfsdóttir formaður ÖBÍ réttindasamtaka segir stöðuna afar alvarlega þegar kemur að börnum þessara hópa. Vísir Staða einhleypra sérstaklega alvarleg Alþýðusamband Ísland vakti athygli á málinu í dag en í tilkynningu þeirra þar sem kemur fram að þrátt fyrir að Ísland standi vel á öllum alþjóðlegum mælikvörðum um efnahag og mikill jöfnuður mælist hér ríki kerfisbundinn vandi þegar kemur að stöðu og lífsskilyrðum fatlaðs fólks. Stór hluti þess búi við sára fátækt og lífsskilyrði lífeyristaka séu töluvert verri en launafólks. Tæplega sjö af hverjum tíu geta ekki mætt óvæntum 80 þúsund kr. útgjöldum án þess að efna til skuldar og meira en helmingur meti fjárhagsstöðu sína verri nú en fyrir ári síðan. Staða einhleypra foreldra sé sérstaklega alvarleg. Inga Sæland formaður Flokks fólksins var meðal þeirra sem ræddi skýrsluna á Alþingi í dag og sendi ríkisstjórninni tóninn vegna málsins. Málefni fatlaðs fólks Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Erlent Fleiri fréttir Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Sjá meira
Langstærsti hluti þeirra tuttugu þúsund Íslendinga sem þurfa að reiða sig á lífeyri eða styrk vegna örorku eða endurhæfingar á erfitt með að ná endum saman eða 75 prósent. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem var birt í dag. Þriðjungur glímir svo við fátækt en hlutfallið hækkar í sextíu prósent fyrir einhleypa foreldra. „Það er að koma til okkar yngra fólk, með börn, vegna þess að þau ná ekki endum saman,“ segir Vilborg Oddsdóttir, sem heldur utan um innra starf Hjálparstarfs kirkjunnar. Að sögn Vilborgar felast stærstu áskoranirnar í hinum almenna leigumarkaði. „Fólk á bara ekkert eftir þegar það er búið.“ Þar á eftir komi matarkarfan, og í desember komi viðbótaráskoranir þar sem að fólk eigi erfitt með að taka þátt í jólunum. „Það er mjög erfitt þegar þú átt ekki pening fyrir því og börnin sín.“ „Ég er búinn að vera hjá hjálparstarfinu í tuttugu ár og það er fólk að koma hér sem er búið að vera á örorkulífeyri öll þessi tuttugu ár. Þeir sem eru á lægstu laununum eða atvinnulausir koma kannski tímabundið en fara svo aftur, en fólk sem er örorkulífeyri er fast þarna,“ segir Vilborg og bætir við að henni finnist lítið gert fyrir þetta fólk svo það geti bætt stöðu sína. „Ég óttast um börnin, að þau endi á sama stað.“ Hefur áhyggjur af börnunum Í rannsókninni kemur fram að níu af hverjum tíu einhleypum foreldrum á erfitt með að ná endum saman og 62 prósent foreldra í sambúð. Alma Ýr Ingólfsdóttir formaður ÖBÍ réttindasamtaka segir stöðuna afar alvarlega þegar kemur að börnum þessara hópa. „Niðurstöður rannsóknarinnar eru sláandi. Verst er alltaf þegar maður hugsar um börnin, því þarna eru börn undir. Það er stór hópur einstæðra foreldra og fólks í sambúð sem á afar erfitt með að ná endum saman. Við verðum að líta það mjög alvarlegum augum. Við viljum ekki búa börnunum okkar aukinn ójöfnuð eða samfélag þar sem sára fátækt viðgengst. Það er nauðsynlegt að breyta því,“ segir Alma. Alma Ýr Ingólfsdóttir formaður ÖBÍ réttindasamtaka segir stöðuna afar alvarlega þegar kemur að börnum þessara hópa. Vísir Staða einhleypra sérstaklega alvarleg Alþýðusamband Ísland vakti athygli á málinu í dag en í tilkynningu þeirra þar sem kemur fram að þrátt fyrir að Ísland standi vel á öllum alþjóðlegum mælikvörðum um efnahag og mikill jöfnuður mælist hér ríki kerfisbundinn vandi þegar kemur að stöðu og lífsskilyrðum fatlaðs fólks. Stór hluti þess búi við sára fátækt og lífsskilyrði lífeyristaka séu töluvert verri en launafólks. Tæplega sjö af hverjum tíu geta ekki mætt óvæntum 80 þúsund kr. útgjöldum án þess að efna til skuldar og meira en helmingur meti fjárhagsstöðu sína verri nú en fyrir ári síðan. Staða einhleypra foreldra sé sérstaklega alvarleg. Inga Sæland formaður Flokks fólksins var meðal þeirra sem ræddi skýrsluna á Alþingi í dag og sendi ríkisstjórninni tóninn vegna málsins.
Málefni fatlaðs fólks Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Erlent Fleiri fréttir Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Sjá meira