„Hefur löngum heitið Moggalygi“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. desember 2023 10:53 Ragnar Þór Ingólfsson og Hörður Guðbrandsson. Vísir/Vilhelm Formenn Verkalýðsfélags Grindavíkur og sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur segjast vísa ávirðingum um að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hafi gengið fram í offorsi í mótmælum á skrifstofu Gildis til föðurhúsanna. Um sé að ræða svokallaða „Moggalygi.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu. Forsvarsmenn Gildis lífeyrissjóðs hafa kvartað formlega undan framgöngu Ragnars í mótmælum gagnvart stjórnendum og starfsmönnum lífeyrissjóðsins. Sjálfur hafnar Ragnar Þór því alfarið og segist ekki útiloka að leita réttar síns. Geti vottað um kurteisi Ragnars „Sú ávirðing að formaðurinn hafi farið fram með offorsi vísa undirritaðir algjörlega til föðurhúsanna enda kom Ragnar Þór fram á málefnalegan og kurteisan hátt. Um það geta nokkrir tugir Grindvíkinga vottað – við höfum lista yfir þau vitni,“ stendur í yfirlýsingunni. Undir hana rita nöfn sín þeir Hörður Guðbrandsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur og Einar Hannes Harðarson, formaður sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur. Þeir segja það lýðræðislegan rétt sinna félagsmanna til að mótmæla. Grindvíkingar sýnt tilfinningar „Sá réttur verður ekki tekinn af okkur, ekki einu sinni af skrifstofufólki lífeyrissjóðanna; starfsfólki sem á að vinna að og tryggja hagsmuni sjóðfélaga sinna,“ segir í tilkynningunni. „Við Grindvíkingar sýndum tilfinningar á mótmælunum, og töluðum í gjallarhorn til framkvæmdastjóra Gildis. Við biðjumst velvirðingar á að því að mótmælin hafi valdið starfsfólki óþægindum.“ Löngum heitið Moggalygi Þeir segja það löngum hafa heitið Moggalygi þegar fulltrúar atvinnurekenda noti Morgunblaðið í þeim annarlega tilgangi að koma formönnum stéttarfélaga í vandræði, með hálfsannleik og jafnvel ósannsögli að vopni, líkt og gert sé á forsíðu Morgunblaðsins í dag. „Við höfnum því alfarið að umræðum um hjálp til Grindvíkinga í neyð sé drepið á dreif með upplognum ávirðingum og krefjum lífeyrissjóðina um svör vegna réttmætrar kröfu Grindvíkinga um að fella niður vexti og verðbætur af lánum í þrjá mánuði.“ Yfirlýsingin í heild sinni: Yfirlýsing vegna bréfs framkvæmdastjóra Gildis til stjórnar VR Fimmtudaginn 30. nóvember boðuðu Verkalýðsfélag Grindavíkur, Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur og VR til mótmæla við skrifstofu Gildis, lífeyrissjóðs okkar félagsfólks. Flest öll vita af hverju þau mótmæli áttu sér stað en lífeyrissjóðir landsins, sem eru í eigu launafólks, hafa neitað að koma almennilega til móts við Grindvíkinga vegna lánamála í þeim miklu hremmingum sem við förum í gegn um þessa dagana. Gildi lífeyrissjóður hefur sent stjórn VR kvörtun vegna framgöngu Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, á mótmælunum. Sú ávirðing að formaðurinn hafi farið fram með offorsi vísa undirritaðir algjörlega til föðurhúsanna enda kom Ragnar Þór fram á málefnalegan og kurteisan hátt. Um það geta nokkrir tugir Grindvíkinga vottað – við höfum lista yfir þau vitni. Það er lýðræðislegur réttur okkar að mótmæla, sá réttur verður ekki tekinn af okkur, ekki einu sinni af skrifstofufólki lífeyrissjóðanna; starfsfólki sem á að vinna að og tryggja hagsmuni sjóðfélaga sinna. Við Grindvíkingar sýndum tilfinningar á mótmælunum, og töluðum í gjallarhorn til framkvæmdastjóra Gildis. Við biðjumst velvirðingar á að því að mótmælin hafi valdið starfsfólki óþægindum. Það hefur löngum heitið Moggalygi þegar fulltrúar atvinnurekanda nota Morgunblaðið í þeim annarlega tilgangi að koma formönnum stéttarfélaga í vandræði, með hálfsannleik og jafnvel ósannsögli að vopni, eins og gert er á forsíðu Morgunblaðsins í dag. Við höfnum því alfarið að umræðum um hjálp til Grindvíkinga í neyð sé drepið á dreif með upplognum ávirðingum og krefjum lífeyrissjóðina um svör vegna réttmætrar kröfu Grindvíkinga um að fella niður vexti og verðbætur af lánum í þrjá mánuði. Hörður Guðbrandsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur Einar Hannes Harðarson, formaður sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Lífeyrissjóðir Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu. Forsvarsmenn Gildis lífeyrissjóðs hafa kvartað formlega undan framgöngu Ragnars í mótmælum gagnvart stjórnendum og starfsmönnum lífeyrissjóðsins. Sjálfur hafnar Ragnar Þór því alfarið og segist ekki útiloka að leita réttar síns. Geti vottað um kurteisi Ragnars „Sú ávirðing að formaðurinn hafi farið fram með offorsi vísa undirritaðir algjörlega til föðurhúsanna enda kom Ragnar Þór fram á málefnalegan og kurteisan hátt. Um það geta nokkrir tugir Grindvíkinga vottað – við höfum lista yfir þau vitni,“ stendur í yfirlýsingunni. Undir hana rita nöfn sín þeir Hörður Guðbrandsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur og Einar Hannes Harðarson, formaður sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur. Þeir segja það lýðræðislegan rétt sinna félagsmanna til að mótmæla. Grindvíkingar sýnt tilfinningar „Sá réttur verður ekki tekinn af okkur, ekki einu sinni af skrifstofufólki lífeyrissjóðanna; starfsfólki sem á að vinna að og tryggja hagsmuni sjóðfélaga sinna,“ segir í tilkynningunni. „Við Grindvíkingar sýndum tilfinningar á mótmælunum, og töluðum í gjallarhorn til framkvæmdastjóra Gildis. Við biðjumst velvirðingar á að því að mótmælin hafi valdið starfsfólki óþægindum.“ Löngum heitið Moggalygi Þeir segja það löngum hafa heitið Moggalygi þegar fulltrúar atvinnurekenda noti Morgunblaðið í þeim annarlega tilgangi að koma formönnum stéttarfélaga í vandræði, með hálfsannleik og jafnvel ósannsögli að vopni, líkt og gert sé á forsíðu Morgunblaðsins í dag. „Við höfnum því alfarið að umræðum um hjálp til Grindvíkinga í neyð sé drepið á dreif með upplognum ávirðingum og krefjum lífeyrissjóðina um svör vegna réttmætrar kröfu Grindvíkinga um að fella niður vexti og verðbætur af lánum í þrjá mánuði.“ Yfirlýsingin í heild sinni: Yfirlýsing vegna bréfs framkvæmdastjóra Gildis til stjórnar VR Fimmtudaginn 30. nóvember boðuðu Verkalýðsfélag Grindavíkur, Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur og VR til mótmæla við skrifstofu Gildis, lífeyrissjóðs okkar félagsfólks. Flest öll vita af hverju þau mótmæli áttu sér stað en lífeyrissjóðir landsins, sem eru í eigu launafólks, hafa neitað að koma almennilega til móts við Grindvíkinga vegna lánamála í þeim miklu hremmingum sem við förum í gegn um þessa dagana. Gildi lífeyrissjóður hefur sent stjórn VR kvörtun vegna framgöngu Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, á mótmælunum. Sú ávirðing að formaðurinn hafi farið fram með offorsi vísa undirritaðir algjörlega til föðurhúsanna enda kom Ragnar Þór fram á málefnalegan og kurteisan hátt. Um það geta nokkrir tugir Grindvíkinga vottað – við höfum lista yfir þau vitni. Það er lýðræðislegur réttur okkar að mótmæla, sá réttur verður ekki tekinn af okkur, ekki einu sinni af skrifstofufólki lífeyrissjóðanna; starfsfólki sem á að vinna að og tryggja hagsmuni sjóðfélaga sinna. Við Grindvíkingar sýndum tilfinningar á mótmælunum, og töluðum í gjallarhorn til framkvæmdastjóra Gildis. Við biðjumst velvirðingar á að því að mótmælin hafi valdið starfsfólki óþægindum. Það hefur löngum heitið Moggalygi þegar fulltrúar atvinnurekanda nota Morgunblaðið í þeim annarlega tilgangi að koma formönnum stéttarfélaga í vandræði, með hálfsannleik og jafnvel ósannsögli að vopni, eins og gert er á forsíðu Morgunblaðsins í dag. Við höfnum því alfarið að umræðum um hjálp til Grindvíkinga í neyð sé drepið á dreif með upplognum ávirðingum og krefjum lífeyrissjóðina um svör vegna réttmætrar kröfu Grindvíkinga um að fella niður vexti og verðbætur af lánum í þrjá mánuði. Hörður Guðbrandsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur Einar Hannes Harðarson, formaður sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur
Yfirlýsing vegna bréfs framkvæmdastjóra Gildis til stjórnar VR Fimmtudaginn 30. nóvember boðuðu Verkalýðsfélag Grindavíkur, Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur og VR til mótmæla við skrifstofu Gildis, lífeyrissjóðs okkar félagsfólks. Flest öll vita af hverju þau mótmæli áttu sér stað en lífeyrissjóðir landsins, sem eru í eigu launafólks, hafa neitað að koma almennilega til móts við Grindvíkinga vegna lánamála í þeim miklu hremmingum sem við förum í gegn um þessa dagana. Gildi lífeyrissjóður hefur sent stjórn VR kvörtun vegna framgöngu Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, á mótmælunum. Sú ávirðing að formaðurinn hafi farið fram með offorsi vísa undirritaðir algjörlega til föðurhúsanna enda kom Ragnar Þór fram á málefnalegan og kurteisan hátt. Um það geta nokkrir tugir Grindvíkinga vottað – við höfum lista yfir þau vitni. Það er lýðræðislegur réttur okkar að mótmæla, sá réttur verður ekki tekinn af okkur, ekki einu sinni af skrifstofufólki lífeyrissjóðanna; starfsfólki sem á að vinna að og tryggja hagsmuni sjóðfélaga sinna. Við Grindvíkingar sýndum tilfinningar á mótmælunum, og töluðum í gjallarhorn til framkvæmdastjóra Gildis. Við biðjumst velvirðingar á að því að mótmælin hafi valdið starfsfólki óþægindum. Það hefur löngum heitið Moggalygi þegar fulltrúar atvinnurekanda nota Morgunblaðið í þeim annarlega tilgangi að koma formönnum stéttarfélaga í vandræði, með hálfsannleik og jafnvel ósannsögli að vopni, eins og gert er á forsíðu Morgunblaðsins í dag. Við höfnum því alfarið að umræðum um hjálp til Grindvíkinga í neyð sé drepið á dreif með upplognum ávirðingum og krefjum lífeyrissjóðina um svör vegna réttmætrar kröfu Grindvíkinga um að fella niður vexti og verðbætur af lánum í þrjá mánuði. Hörður Guðbrandsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur Einar Hannes Harðarson, formaður sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur
Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Lífeyrissjóðir Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira