„Ég ætla að verða atvinnulaus“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 5. desember 2023 16:53 Halldóra Geirharðs leikur Bubba Morthens á Egótímabilinu. Borgarleikhúsið Halldóra Geirharðsdóttir leikkona, eða Dóra Wonder eins og margir þekkja hana, segist mikil áhugamanneskja um stjörnuspeki þar sem hún hefur gagnast henni í daglegu lífi. Hún sagði nýverið samningi sínum upp hjá Borgarleikhúsinu eftir tæplega þrjá áratugi. Halldóra er nýjasti gestur hlaðvarpsins Stjörnuspeki undir stjórn Ásgeirs Kolbeinssonar, Heru Gísladóttur og Gunnlaugs Guðmundssonar stjörnuspekings. Í þættinum ræða þau um leiklistarferilinn, mikilvægi stjörnukorta og orkuna sem býr innra með henni. Segir skilið við leikhúsið Halldóra fer með hlutverk Bubba í söngleiknum Níu líf í Borgarleikhúsinu. Hún segir frá því hversu erfitt henni þótti að kveikja eldinn innra með sér að stíga á svið eftir að hafa leikið í 217 sýningum. „Það er rosalegt átak að kveikja í mér aftur og aftur. Fyrstu 50 til 80 sýningarnar var það frekar auðvelt, þar sem sýningin var ennþá svo lifandi í manni,“ segir Halldóra sem kveðst ekki getað leikið af skyldu. „Núna finn ég að ég er farin að slasa mig meira á sýningum. Til þess að kveikja eldinn verður hann næstum því of mikill þar sem ég fer inn í svo mikla reiði og það kemur svo mikil orka. Ég braut framtönn á sýningu um daginn,“ segir Halldóra. Hera, Gunnlaugur, Halldóra og Ásgeir Kolbeins ræddu allt á milli himins og jarðar í þættinum.Stjörnuspeki Að sögn Halldóru hefur hún sagt upp samningi sínum í Borgarleikhúsinu eftir 27 ár, og einnig sem kennari og prófessor í Listaháskóla Íslands. Hún segir vinnufyrirkomulagið sem hún hefur verið í síðastliðna áratugi ekki henta henni í dag. „Líkaminn minn og aðstæðurnar eru að ýta mér út í það,“ segir Halldóra. „Ég ætla að verða atvinnulaus,“ bætir hún við kímin. Lætur eiginmanninn lesa gagnrýnina Halldóra er ein þekktasta leikkona landsins og hefur til að mynda verið tilnefnd sem besta leikkona Evrópu. Þrátt fyrir mikla reynslu í faginu og velgengni fæst hún ekki til að lesa gagnrýni um sjálfa sig, nema hún sé jákvæð. „Ég er viðkvæm fyrir gagnrýni og les ekki gagnrýni í blöðum þar sem hún hefur meitt mig of mikið og fer djúpt inn í mig. Ég læt manninn minn lesa það og spyr hann hvort ég megi lesa það. Ef það er gott um mig þá les ég það, af því ég er ljón. En vil alls ekki lesa það ef það hallar á mig,“ segir hún og hlær. Viðtalið í heild sinni má nálgast í spilaranum hér að neðan. Þar ræðir Halldóra um lífið, leiklistina og stjörnumerkin. Leikhús Ástin og lífið Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Sjá meira
Halldóra er nýjasti gestur hlaðvarpsins Stjörnuspeki undir stjórn Ásgeirs Kolbeinssonar, Heru Gísladóttur og Gunnlaugs Guðmundssonar stjörnuspekings. Í þættinum ræða þau um leiklistarferilinn, mikilvægi stjörnukorta og orkuna sem býr innra með henni. Segir skilið við leikhúsið Halldóra fer með hlutverk Bubba í söngleiknum Níu líf í Borgarleikhúsinu. Hún segir frá því hversu erfitt henni þótti að kveikja eldinn innra með sér að stíga á svið eftir að hafa leikið í 217 sýningum. „Það er rosalegt átak að kveikja í mér aftur og aftur. Fyrstu 50 til 80 sýningarnar var það frekar auðvelt, þar sem sýningin var ennþá svo lifandi í manni,“ segir Halldóra sem kveðst ekki getað leikið af skyldu. „Núna finn ég að ég er farin að slasa mig meira á sýningum. Til þess að kveikja eldinn verður hann næstum því of mikill þar sem ég fer inn í svo mikla reiði og það kemur svo mikil orka. Ég braut framtönn á sýningu um daginn,“ segir Halldóra. Hera, Gunnlaugur, Halldóra og Ásgeir Kolbeins ræddu allt á milli himins og jarðar í þættinum.Stjörnuspeki Að sögn Halldóru hefur hún sagt upp samningi sínum í Borgarleikhúsinu eftir 27 ár, og einnig sem kennari og prófessor í Listaháskóla Íslands. Hún segir vinnufyrirkomulagið sem hún hefur verið í síðastliðna áratugi ekki henta henni í dag. „Líkaminn minn og aðstæðurnar eru að ýta mér út í það,“ segir Halldóra. „Ég ætla að verða atvinnulaus,“ bætir hún við kímin. Lætur eiginmanninn lesa gagnrýnina Halldóra er ein þekktasta leikkona landsins og hefur til að mynda verið tilnefnd sem besta leikkona Evrópu. Þrátt fyrir mikla reynslu í faginu og velgengni fæst hún ekki til að lesa gagnrýni um sjálfa sig, nema hún sé jákvæð. „Ég er viðkvæm fyrir gagnrýni og les ekki gagnrýni í blöðum þar sem hún hefur meitt mig of mikið og fer djúpt inn í mig. Ég læt manninn minn lesa það og spyr hann hvort ég megi lesa það. Ef það er gott um mig þá les ég það, af því ég er ljón. En vil alls ekki lesa það ef það hallar á mig,“ segir hún og hlær. Viðtalið í heild sinni má nálgast í spilaranum hér að neðan. Þar ræðir Halldóra um lífið, leiklistina og stjörnumerkin.
Leikhús Ástin og lífið Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Sjá meira