Meðferð umsókna frá Palestínu ekki breyst frá upphafi október Lovísa Arnardóttir skrifar 5. desember 2023 10:47 Útlendingastofnun hefur afgreitt frá upphafi árs tæplega 250 umsóknir frá Palestínumönnum. Vísir/Friðrik Þór Meðferð umsókna einstaklinga frá Palestínu hefur ekki breyst hjá Útlendingastofnun frá því í upphafi október þegar átökin hófust á Gasa. Alls hefur stofnunin tekið til meðferðar 244 umsóknir á þessu ári. 128 hafa fengið vernd og 116 neitun á grundvelli Dyflinnarreglugerðar eða verndar annars staðar. Frá upphafi þessa árs hefur Útlendingastofnun afgreitt 128 umsóknir frá Palestínumönnum í efnislegri meðferð og fengu þau öll veitta vernd eða viðbótarvernd. Flestar veitingar verndar voru afgreiddar í febrúar, eða alls 31. Það kemur fram í svari Útlendingastofnunar til fréttastofu. Á sama tíma hafa 44 umsóknir verið afgreiddar með ákvörðun um endursendingu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar og 72 með ákvörðun um endursendingu á grundvelli þess að njóta þegar verndar í öðru Evrópulandi. Það eru alls 116 umsóknir. Í svari til fréttastofu um það hvort að átökin í Palestínu hafi haft áhrif á meðferð umsókna einstaklinga frá Palestínu segir að vegna þess hve slæmt ástandið var fyrir, hafi meðferð umsókna ekki breyst mikið. „Þessar niðurstöður sýna að þrátt fyrir að ástandið hafi versnað til muna í kjölfar átaka undanfarinna vikna þá hefur það ekki haft mikil áhrif á þessa málsmeðferð vegna þess hve ástandið var slæmt fyrir átökin. Sérhver umsókn er eftir sem áður afgreidd á einstaklings grundvelli og taka þarf tillit til þess til dæmis hvort einstaklingar séu með ríkisfang í fleiri ríkjum en þá er horft til aðstæðna í báðum ríkjum,“ segir Þórhildur Ósk Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar, í svari til fréttastofu. „Þegar umsóknir eru afgreiddar á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar eða verndar í öðru ríki þá er tekið mið af aðstæðum í móttökuríki en ekki heimaríki. Önnur ríki Dyflinnarsamstarfsins eru bundin af sömu reglum og íslensk stjórnvöld um bann við því að vísa fólki brott eða endursenda þangað sem líf þess eða frelsi kann að vera í hættu,“ segir Þórhildur. Vilja 44. grein útlendingalaga virkjaða Þingmaður Pírata og fósturforeldrar tveggja palestínskra drengja sem á að vísa til Grikklands sögðu í fréttum í gær að þau vildu að ráðherra virkjaði ákvæði um fjöldaflótta í útlendingalögum fyrir umsækjendur frá Palestínu eins og var gert þegar stríð braust út í Úkraínu. Það er 44. grein laga um útlendinga. Mál drengjanna er nú til meðferðar hjá kærunefnd útlendingamála en Útlendingastofnun tók mál þeirra ekki til efnismeðferðar vegna þess að þeir eru með vernd í Grikklandi. Fréttastofa óskaði eftir svörum frá Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra vegna málsins um hvort það kæmi til greina að virkja 44. greinina og fékk þau svör frá aðstoðarmanni að það hafi ekki verið rætt, en verði örugglega rætt. Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Linnulausar loftárásir og herinn alls staðar á Gasa Ísraelsher hefur staðið í linnulausum loftárásum á Gasa frá því að hlé á átökum rann út fyrir um það bil þremur dögum. Herinn greindi frá því í nótt að aðgerðir á jörðu niðri stæðu nú yfir á svæðinu öllu. 4. desember 2023 07:07 Biðla til Ísraela um að gæta að mannfalli Ísraelski herinn hefur haldið áfram loftárásum sínum á Gasa í dag. Nú beinast loftárásirnar gegn suðurhluta Gasa. Bandarísk stjórnvöld biðla til þeirra ísraelskru um að virða mannréttindi. 3. desember 2023 10:55 Sprengjuregnið aldrei verið skæðara Íbúar á Suður-Gasa segja sprengjuregn Ísraelsmanna síðasta sólarhringinn það mesta frá upphafi stríðs. Hátt í 200 hafa farist á Gasa frá því vopnahlé rann út í sandinn í gær. Friðarviðræðum virðist hafa verið siglt í strand. 2. desember 2023 19:07 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Frá upphafi þessa árs hefur Útlendingastofnun afgreitt 128 umsóknir frá Palestínumönnum í efnislegri meðferð og fengu þau öll veitta vernd eða viðbótarvernd. Flestar veitingar verndar voru afgreiddar í febrúar, eða alls 31. Það kemur fram í svari Útlendingastofnunar til fréttastofu. Á sama tíma hafa 44 umsóknir verið afgreiddar með ákvörðun um endursendingu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar og 72 með ákvörðun um endursendingu á grundvelli þess að njóta þegar verndar í öðru Evrópulandi. Það eru alls 116 umsóknir. Í svari til fréttastofu um það hvort að átökin í Palestínu hafi haft áhrif á meðferð umsókna einstaklinga frá Palestínu segir að vegna þess hve slæmt ástandið var fyrir, hafi meðferð umsókna ekki breyst mikið. „Þessar niðurstöður sýna að þrátt fyrir að ástandið hafi versnað til muna í kjölfar átaka undanfarinna vikna þá hefur það ekki haft mikil áhrif á þessa málsmeðferð vegna þess hve ástandið var slæmt fyrir átökin. Sérhver umsókn er eftir sem áður afgreidd á einstaklings grundvelli og taka þarf tillit til þess til dæmis hvort einstaklingar séu með ríkisfang í fleiri ríkjum en þá er horft til aðstæðna í báðum ríkjum,“ segir Þórhildur Ósk Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar, í svari til fréttastofu. „Þegar umsóknir eru afgreiddar á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar eða verndar í öðru ríki þá er tekið mið af aðstæðum í móttökuríki en ekki heimaríki. Önnur ríki Dyflinnarsamstarfsins eru bundin af sömu reglum og íslensk stjórnvöld um bann við því að vísa fólki brott eða endursenda þangað sem líf þess eða frelsi kann að vera í hættu,“ segir Þórhildur. Vilja 44. grein útlendingalaga virkjaða Þingmaður Pírata og fósturforeldrar tveggja palestínskra drengja sem á að vísa til Grikklands sögðu í fréttum í gær að þau vildu að ráðherra virkjaði ákvæði um fjöldaflótta í útlendingalögum fyrir umsækjendur frá Palestínu eins og var gert þegar stríð braust út í Úkraínu. Það er 44. grein laga um útlendinga. Mál drengjanna er nú til meðferðar hjá kærunefnd útlendingamála en Útlendingastofnun tók mál þeirra ekki til efnismeðferðar vegna þess að þeir eru með vernd í Grikklandi. Fréttastofa óskaði eftir svörum frá Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra vegna málsins um hvort það kæmi til greina að virkja 44. greinina og fékk þau svör frá aðstoðarmanni að það hafi ekki verið rætt, en verði örugglega rætt.
Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Linnulausar loftárásir og herinn alls staðar á Gasa Ísraelsher hefur staðið í linnulausum loftárásum á Gasa frá því að hlé á átökum rann út fyrir um það bil þremur dögum. Herinn greindi frá því í nótt að aðgerðir á jörðu niðri stæðu nú yfir á svæðinu öllu. 4. desember 2023 07:07 Biðla til Ísraela um að gæta að mannfalli Ísraelski herinn hefur haldið áfram loftárásum sínum á Gasa í dag. Nú beinast loftárásirnar gegn suðurhluta Gasa. Bandarísk stjórnvöld biðla til þeirra ísraelskru um að virða mannréttindi. 3. desember 2023 10:55 Sprengjuregnið aldrei verið skæðara Íbúar á Suður-Gasa segja sprengjuregn Ísraelsmanna síðasta sólarhringinn það mesta frá upphafi stríðs. Hátt í 200 hafa farist á Gasa frá því vopnahlé rann út í sandinn í gær. Friðarviðræðum virðist hafa verið siglt í strand. 2. desember 2023 19:07 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Linnulausar loftárásir og herinn alls staðar á Gasa Ísraelsher hefur staðið í linnulausum loftárásum á Gasa frá því að hlé á átökum rann út fyrir um það bil þremur dögum. Herinn greindi frá því í nótt að aðgerðir á jörðu niðri stæðu nú yfir á svæðinu öllu. 4. desember 2023 07:07
Biðla til Ísraela um að gæta að mannfalli Ísraelski herinn hefur haldið áfram loftárásum sínum á Gasa í dag. Nú beinast loftárásirnar gegn suðurhluta Gasa. Bandarísk stjórnvöld biðla til þeirra ísraelskru um að virða mannréttindi. 3. desember 2023 10:55
Sprengjuregnið aldrei verið skæðara Íbúar á Suður-Gasa segja sprengjuregn Ísraelsmanna síðasta sólarhringinn það mesta frá upphafi stríðs. Hátt í 200 hafa farist á Gasa frá því vopnahlé rann út í sandinn í gær. Friðarviðræðum virðist hafa verið siglt í strand. 2. desember 2023 19:07